Minni áhyggjur – meira val Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 12. október 2017 07:00 Sú kynslóð sem hefur rutt brautina fyrir okkur hin á skilið að lifa áhyggjulausu lífi. Við hin sem höfum tekið við og störfum að málum til að bæta samfélagið verðum að tryggja að aldraðir þurfi ekki að bíða áhyggjufullir eftir þjónustu- og hjúkrunaríbúðum, hafi val um að vinna og þurfi ekki að borga háar fjárhæðir í tannlæknakostnað. Framsókn vill stórátak í byggingu á þjónustuíbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Við viljum byggja 300 nýjar íbúðir á ári fyrir aldraða næstu árin. Biðlistar eru langir og munu lengjast verði ekki gripið til aðgerða. Framsókn vill leita eftir samstarfi við lífeyrissjóðina um að fjárfesta fyrir minnst 10 milljarða árlega í hagkvæmum þjónustu- og hjúkrunaríbúðum fyrir aldraða í þeim sveitarfélögum þar sem þörfin er brýnust. Lífeyrissjóðirnir þurfa fleiri fjárfestingarkosti og gæti þessi leið verið samfélagslega hagkvæm. Framsókn vill afnema frítekjumarkið af atvinnutekjum. Margir þeir sem eru komnir á efri ár og eiga rétt á lífeyri frá almannatryggingum vilja halda áfram að vinna. Fólk á rétt á að hafa val. Þeir sem vilja og geta unnið eiga að fá tækifæri til þess. Fátt er jafn ömurlegt og að langa til að halda áfram á atvinnumarkaðnum en upplifa neikvæða umbun í formi skerðingar á lífeyri. Atvinnuþátttaka aldraðra leiðir til betri heilsu og heilbrigðara samfélags. Framsókn vill einnig setja 1 milljarð strax í aukna niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði aldraðra. Rannsóknir hafa sýnt að tannheilsu aldraðra hefur hrakað síðastliðin ár. Hver skyldi vera orsökin fyrir því? Tannlæknakostnaður getur verið stór biti að kyngja fyrir marga. Sérstaklega ef innkoman er bundin við lágmarkslífeyri. Ríkið verður að standa við loforð um að greiða niður 75% af kostnaðinum. Gjaldskrá um endurgreiðslu aldraðra þarf að uppfæra svo hún endurspegli hækkanir síðustu ára. Við höfum forsendur til að framkvæma þessi atriði. Afgangur er af ríkisrekstri og sveigjanleikinn er til staðar. Aldraðir eiga að geta lifað eðlilegu, áhyggjulausu lífi og fá að taka þátt í samfélaginu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Sú kynslóð sem hefur rutt brautina fyrir okkur hin á skilið að lifa áhyggjulausu lífi. Við hin sem höfum tekið við og störfum að málum til að bæta samfélagið verðum að tryggja að aldraðir þurfi ekki að bíða áhyggjufullir eftir þjónustu- og hjúkrunaríbúðum, hafi val um að vinna og þurfi ekki að borga háar fjárhæðir í tannlæknakostnað. Framsókn vill stórátak í byggingu á þjónustuíbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Við viljum byggja 300 nýjar íbúðir á ári fyrir aldraða næstu árin. Biðlistar eru langir og munu lengjast verði ekki gripið til aðgerða. Framsókn vill leita eftir samstarfi við lífeyrissjóðina um að fjárfesta fyrir minnst 10 milljarða árlega í hagkvæmum þjónustu- og hjúkrunaríbúðum fyrir aldraða í þeim sveitarfélögum þar sem þörfin er brýnust. Lífeyrissjóðirnir þurfa fleiri fjárfestingarkosti og gæti þessi leið verið samfélagslega hagkvæm. Framsókn vill afnema frítekjumarkið af atvinnutekjum. Margir þeir sem eru komnir á efri ár og eiga rétt á lífeyri frá almannatryggingum vilja halda áfram að vinna. Fólk á rétt á að hafa val. Þeir sem vilja og geta unnið eiga að fá tækifæri til þess. Fátt er jafn ömurlegt og að langa til að halda áfram á atvinnumarkaðnum en upplifa neikvæða umbun í formi skerðingar á lífeyri. Atvinnuþátttaka aldraðra leiðir til betri heilsu og heilbrigðara samfélags. Framsókn vill einnig setja 1 milljarð strax í aukna niðurgreiðslu á tannlæknakostnaði aldraðra. Rannsóknir hafa sýnt að tannheilsu aldraðra hefur hrakað síðastliðin ár. Hver skyldi vera orsökin fyrir því? Tannlæknakostnaður getur verið stór biti að kyngja fyrir marga. Sérstaklega ef innkoman er bundin við lágmarkslífeyri. Ríkið verður að standa við loforð um að greiða niður 75% af kostnaðinum. Gjaldskrá um endurgreiðslu aldraðra þarf að uppfæra svo hún endurspegli hækkanir síðustu ára. Við höfum forsendur til að framkvæma þessi atriði. Afgangur er af ríkisrekstri og sveigjanleikinn er til staðar. Aldraðir eiga að geta lifað eðlilegu, áhyggjulausu lífi og fá að taka þátt í samfélaginu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun