Aðskiljum ríki og Bændasamtökin Gylfi Ólafsson skrifar 16. október 2017 13:30 Það hefur stundum verið sagt í gríni að áður en ráðist er í aðskilnað ríkis og kirkju, sé nærtækara að aðskilja ríki og Bændasamtökin. Sjaldan hefur sýn samtakanna á stöðu sína í stjórnkerfinu kristallast betur en á fundi sem þau héldu 19. september. Fyrir fundinum lá að taka til meðferðar tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda. Eins og Bændablaðið lýsir fundinum mat forysta sauðfjárbænda málið svo að Þorgerður hefði ekki pólitískt bakland til þess að koma málinu áfram. Tóku sauðfjárbændur því málin í sínar hendur og lögðu fram sínar eigin tillögur um það hvernig verja ætti 650 milljónum af peningum skattgreiðenda. Útspil setur lausn í uppnám Þetta útspil bænda er merkilegt af tveimur ástæðum. Annars vegar setja bændur í algert uppnám þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafði þó afgreitt áður en hún sprakk. Lausn á vandanum er nú frestað að minnsta kosti fram yfir kosningar. Í öðru lagi er öfugsnúið að Bændasamtökin telji sig þess umkomin að hafna tillögum stjórnvalda og setja sjálf sína eigin leið um það hvernig skattpeningum er varið. Brýnt er að aðskilja ríki og Bændasamtökin svo þessi hringavitleysa endi sem fyrst. Fjögur markmið, bændasamtökin unnu gegn þremur Frá því í vor hafa stjórnvöld unnið að því að setja saman aðgerðapakka sem kæmi til móts við þann vanda sem steðjar að greininni, vanda sem er kominn upp áður en fyrsta sláturtíð af tíu hefst samkvæmt nýjum búvörusamningi. Meginmarkmiðin af hálfu ráðherra Viðreisnar voru fimm: 1. Styðja bændur sem hafa orðið fyrir kjaraskerðingu, en þó ekki frístundabændur 2. Ráðast á rót vandans, sem er offramleiðsla, svo ástandið endurtaki sig ekki. 3. Styðja sérstaklega bændur á viðkvæmum svæðum sem ekki hafa aðra tekjumöguleika. 4. Stuðla að því að fækkun í greininni verði frekar hjá eldri bændum en yngri. Í stuttu máli studdu bændur einungis fyrsta liðinn. Aðgerðum sem miðuðu sérstaklega að því að gera ungum bændum kleift að halda áfram búskap var hafnað, sérstökum aðgerðum fyrir bændur á veikum svæðum var hafnað, og aðgerðum sem taka á rót vandans—offramleiðslu—var hafnað. Allar tillögur sem bændur leggja fram eiga að vera á kostnað ríkisins, og leggjast ofan á þá 4,5 milljarða sem nú þegar fara árlega til sauðfjárbænda. Styðjum bændur og byggðir Hræsnin er því mikil þegar farið er strax út í fjölmiðla og því haldið fram að tillögur stjórnvalda muni leiða til byggðaröskunar og ýti yngri bændum úr búskap. Upphaflegar hugmyndir stjórnvalda voru hannaðar einmitt til að vernda yngri bændur og bændur á svæðum þar sem aðrar tekjur er ekki að fá. Spurningin hlýtur að vakna: fyrir hverja eru Bændasamtökin að berjast? Ráðherra landbúnaðar er í spennitreyju búvörusamnings, með 10 ára samning í fanginu sem strax á fyrsta ári er úr sér genginn. Bændur hafa endurskoðun samningsins í hendi sér en vilja engu breyta, nema auka það fé sem skattgreiðendur setja inn í greinina. Viðreisn segir hingað og ekki lengra. Styðjum bændur og byggðir. Aðskiljum ríki og Bændasamtökin. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Gylfi Ólafsson Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt í gríni að áður en ráðist er í aðskilnað ríkis og kirkju, sé nærtækara að aðskilja ríki og Bændasamtökin. Sjaldan hefur sýn samtakanna á stöðu sína í stjórnkerfinu kristallast betur en á fundi sem þau héldu 19. september. Fyrir fundinum lá að taka til meðferðar tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda. Eins og Bændablaðið lýsir fundinum mat forysta sauðfjárbænda málið svo að Þorgerður hefði ekki pólitískt bakland til þess að koma málinu áfram. Tóku sauðfjárbændur því málin í sínar hendur og lögðu fram sínar eigin tillögur um það hvernig verja ætti 650 milljónum af peningum skattgreiðenda. Útspil setur lausn í uppnám Þetta útspil bænda er merkilegt af tveimur ástæðum. Annars vegar setja bændur í algert uppnám þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafði þó afgreitt áður en hún sprakk. Lausn á vandanum er nú frestað að minnsta kosti fram yfir kosningar. Í öðru lagi er öfugsnúið að Bændasamtökin telji sig þess umkomin að hafna tillögum stjórnvalda og setja sjálf sína eigin leið um það hvernig skattpeningum er varið. Brýnt er að aðskilja ríki og Bændasamtökin svo þessi hringavitleysa endi sem fyrst. Fjögur markmið, bændasamtökin unnu gegn þremur Frá því í vor hafa stjórnvöld unnið að því að setja saman aðgerðapakka sem kæmi til móts við þann vanda sem steðjar að greininni, vanda sem er kominn upp áður en fyrsta sláturtíð af tíu hefst samkvæmt nýjum búvörusamningi. Meginmarkmiðin af hálfu ráðherra Viðreisnar voru fimm: 1. Styðja bændur sem hafa orðið fyrir kjaraskerðingu, en þó ekki frístundabændur 2. Ráðast á rót vandans, sem er offramleiðsla, svo ástandið endurtaki sig ekki. 3. Styðja sérstaklega bændur á viðkvæmum svæðum sem ekki hafa aðra tekjumöguleika. 4. Stuðla að því að fækkun í greininni verði frekar hjá eldri bændum en yngri. Í stuttu máli studdu bændur einungis fyrsta liðinn. Aðgerðum sem miðuðu sérstaklega að því að gera ungum bændum kleift að halda áfram búskap var hafnað, sérstökum aðgerðum fyrir bændur á veikum svæðum var hafnað, og aðgerðum sem taka á rót vandans—offramleiðslu—var hafnað. Allar tillögur sem bændur leggja fram eiga að vera á kostnað ríkisins, og leggjast ofan á þá 4,5 milljarða sem nú þegar fara árlega til sauðfjárbænda. Styðjum bændur og byggðir Hræsnin er því mikil þegar farið er strax út í fjölmiðla og því haldið fram að tillögur stjórnvalda muni leiða til byggðaröskunar og ýti yngri bændum úr búskap. Upphaflegar hugmyndir stjórnvalda voru hannaðar einmitt til að vernda yngri bændur og bændur á svæðum þar sem aðrar tekjur er ekki að fá. Spurningin hlýtur að vakna: fyrir hverja eru Bændasamtökin að berjast? Ráðherra landbúnaðar er í spennitreyju búvörusamnings, með 10 ára samning í fanginu sem strax á fyrsta ári er úr sér genginn. Bændur hafa endurskoðun samningsins í hendi sér en vilja engu breyta, nema auka það fé sem skattgreiðendur setja inn í greinina. Viðreisn segir hingað og ekki lengra. Styðjum bændur og byggðir. Aðskiljum ríki og Bændasamtökin. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun