Flokkur tiltekinna einstaklinga Gunnar Árnason skrifar 17. október 2017 10:00 Það er útbreiddur misskilningur að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnmálaafl sem hefur frelsi og hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur tiltekinna einstaklinga og þeir eru býsna margir sem falla ekki undir skilgreininguna um að teljast til þeirra valinkunnu aðila. Að sama skapi eru þeir tiltölulega fáir, sem Sjálfstæðisflokkurinn er aftur og aftur reiðubúinn að ganga erinda fyrir eins og enginn sé morgundagurinn, og í sama skrefi fórna hagsmunum annarra, nánast eins og umrætt sé orðið hluti af stefnuskránni. Þannig lagað er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn að gera bókstaflega allt fyrir örfáa aðila, og virðist þá litlu skipta hvort sú ráðstöfun hefur í för með sér fjárhagslegt tjón eða miska fyrir fjölda annarra, þar með talið stóran hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, það gefur auga leið. Inngöngu í umrædda klíku flokksins, innmúraða aðila, hefur verið lokað – kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að átta sig á því og hætta að grafa skurði fyrir elítu flokksins. Trump-isminn er eins og eiturlyf í æðar fyrrgreinds hegðunarmynstur sjálfstæðismanna. Þeir efnuðu verða sífellt ríkari og valdameiri. Ef fram heldur sem horfir mun koma að því að tilteknir aðilar og hagsmunaöfl í okkar þjóðfélagi, munu komast upp með hvað sem er – ef til vill verður eina spurningin sem leita þarf svara við, hversu mikið valdaklíkan þurfi að draga upp úr veskinu til að leysa sig úr snörunni það sinnið. Greinarhöfundur telur tímabært að almenningur horfist í augu við umrætt eins og það er, ekki eins og maður vonast til að það sé eða telur að það eigi vera. Staðreyndin er sú að það sem stendur fámennri klíku kjósenda Sjálfstæðisflokksins til boða af hálfu flokksins, stendur megninu af kjósendum flokksins ekki til boða og mun aldrei gera. Undir þeirra stjórn siglum við hraðbyri inn í þjóðfélagsgerð sem er svo fráhrindandi að orð fá vart lýst. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja halda áfram að grafa fjöldagröf, sem svo vill til, að er ætluð bróðurpartinum af þeim sjálfum, eða hvort kjósendur vilji einfaldlega segja nei takk við ógeðfelldri þjóðfélagsgerð sem Sjálfstæðisflokkurinn er að kalla yfir samfélagið. Ekki vantar dæmin um óheillaþróun í öðrum þjóðfélögum, sem afar erfitt reynist nú að vinda ofan af. Auðvaldið í höndum fárra er býsna mikil fyrirstaða og óárennilegur múr. Eins og skáldið sagði „þeir eru að byggja vegg sem ávallt mun standa“. Ætlum við þangað , eða viljum við vernda jöfnuð í þjóðfélaginu og auka við velmegun almennings hér á landi sem tekist hefur að byggja upp með eftirtektarverðum hætti undanfarna áratugi - þitt er valið. Höfundur er í 8. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er útbreiddur misskilningur að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnmálaafl sem hefur frelsi og hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur tiltekinna einstaklinga og þeir eru býsna margir sem falla ekki undir skilgreininguna um að teljast til þeirra valinkunnu aðila. Að sama skapi eru þeir tiltölulega fáir, sem Sjálfstæðisflokkurinn er aftur og aftur reiðubúinn að ganga erinda fyrir eins og enginn sé morgundagurinn, og í sama skrefi fórna hagsmunum annarra, nánast eins og umrætt sé orðið hluti af stefnuskránni. Þannig lagað er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn að gera bókstaflega allt fyrir örfáa aðila, og virðist þá litlu skipta hvort sú ráðstöfun hefur í för með sér fjárhagslegt tjón eða miska fyrir fjölda annarra, þar með talið stóran hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, það gefur auga leið. Inngöngu í umrædda klíku flokksins, innmúraða aðila, hefur verið lokað – kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að átta sig á því og hætta að grafa skurði fyrir elítu flokksins. Trump-isminn er eins og eiturlyf í æðar fyrrgreinds hegðunarmynstur sjálfstæðismanna. Þeir efnuðu verða sífellt ríkari og valdameiri. Ef fram heldur sem horfir mun koma að því að tilteknir aðilar og hagsmunaöfl í okkar þjóðfélagi, munu komast upp með hvað sem er – ef til vill verður eina spurningin sem leita þarf svara við, hversu mikið valdaklíkan þurfi að draga upp úr veskinu til að leysa sig úr snörunni það sinnið. Greinarhöfundur telur tímabært að almenningur horfist í augu við umrætt eins og það er, ekki eins og maður vonast til að það sé eða telur að það eigi vera. Staðreyndin er sú að það sem stendur fámennri klíku kjósenda Sjálfstæðisflokksins til boða af hálfu flokksins, stendur megninu af kjósendum flokksins ekki til boða og mun aldrei gera. Undir þeirra stjórn siglum við hraðbyri inn í þjóðfélagsgerð sem er svo fráhrindandi að orð fá vart lýst. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja halda áfram að grafa fjöldagröf, sem svo vill til, að er ætluð bróðurpartinum af þeim sjálfum, eða hvort kjósendur vilji einfaldlega segja nei takk við ógeðfelldri þjóðfélagsgerð sem Sjálfstæðisflokkurinn er að kalla yfir samfélagið. Ekki vantar dæmin um óheillaþróun í öðrum þjóðfélögum, sem afar erfitt reynist nú að vinda ofan af. Auðvaldið í höndum fárra er býsna mikil fyrirstaða og óárennilegur múr. Eins og skáldið sagði „þeir eru að byggja vegg sem ávallt mun standa“. Ætlum við þangað , eða viljum við vernda jöfnuð í þjóðfélaginu og auka við velmegun almennings hér á landi sem tekist hefur að byggja upp með eftirtektarverðum hætti undanfarna áratugi - þitt er valið. Höfundur er í 8. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar