Flokkur tiltekinna einstaklinga Gunnar Árnason skrifar 17. október 2017 10:00 Það er útbreiddur misskilningur að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnmálaafl sem hefur frelsi og hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur tiltekinna einstaklinga og þeir eru býsna margir sem falla ekki undir skilgreininguna um að teljast til þeirra valinkunnu aðila. Að sama skapi eru þeir tiltölulega fáir, sem Sjálfstæðisflokkurinn er aftur og aftur reiðubúinn að ganga erinda fyrir eins og enginn sé morgundagurinn, og í sama skrefi fórna hagsmunum annarra, nánast eins og umrætt sé orðið hluti af stefnuskránni. Þannig lagað er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn að gera bókstaflega allt fyrir örfáa aðila, og virðist þá litlu skipta hvort sú ráðstöfun hefur í för með sér fjárhagslegt tjón eða miska fyrir fjölda annarra, þar með talið stóran hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, það gefur auga leið. Inngöngu í umrædda klíku flokksins, innmúraða aðila, hefur verið lokað – kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að átta sig á því og hætta að grafa skurði fyrir elítu flokksins. Trump-isminn er eins og eiturlyf í æðar fyrrgreinds hegðunarmynstur sjálfstæðismanna. Þeir efnuðu verða sífellt ríkari og valdameiri. Ef fram heldur sem horfir mun koma að því að tilteknir aðilar og hagsmunaöfl í okkar þjóðfélagi, munu komast upp með hvað sem er – ef til vill verður eina spurningin sem leita þarf svara við, hversu mikið valdaklíkan þurfi að draga upp úr veskinu til að leysa sig úr snörunni það sinnið. Greinarhöfundur telur tímabært að almenningur horfist í augu við umrætt eins og það er, ekki eins og maður vonast til að það sé eða telur að það eigi vera. Staðreyndin er sú að það sem stendur fámennri klíku kjósenda Sjálfstæðisflokksins til boða af hálfu flokksins, stendur megninu af kjósendum flokksins ekki til boða og mun aldrei gera. Undir þeirra stjórn siglum við hraðbyri inn í þjóðfélagsgerð sem er svo fráhrindandi að orð fá vart lýst. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja halda áfram að grafa fjöldagröf, sem svo vill til, að er ætluð bróðurpartinum af þeim sjálfum, eða hvort kjósendur vilji einfaldlega segja nei takk við ógeðfelldri þjóðfélagsgerð sem Sjálfstæðisflokkurinn er að kalla yfir samfélagið. Ekki vantar dæmin um óheillaþróun í öðrum þjóðfélögum, sem afar erfitt reynist nú að vinda ofan af. Auðvaldið í höndum fárra er býsna mikil fyrirstaða og óárennilegur múr. Eins og skáldið sagði „þeir eru að byggja vegg sem ávallt mun standa“. Ætlum við þangað , eða viljum við vernda jöfnuð í þjóðfélaginu og auka við velmegun almennings hér á landi sem tekist hefur að byggja upp með eftirtektarverðum hætti undanfarna áratugi - þitt er valið. Höfundur er í 8. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er útbreiddur misskilningur að Sjálfstæðisflokkurinn sé stjórnmálaafl sem hefur frelsi og hagsmuni einstaklingsins að leiðarljósi. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur tiltekinna einstaklinga og þeir eru býsna margir sem falla ekki undir skilgreininguna um að teljast til þeirra valinkunnu aðila. Að sama skapi eru þeir tiltölulega fáir, sem Sjálfstæðisflokkurinn er aftur og aftur reiðubúinn að ganga erinda fyrir eins og enginn sé morgundagurinn, og í sama skrefi fórna hagsmunum annarra, nánast eins og umrætt sé orðið hluti af stefnuskránni. Þannig lagað er Sjálfstæðisflokkurinn reiðubúinn að gera bókstaflega allt fyrir örfáa aðila, og virðist þá litlu skipta hvort sú ráðstöfun hefur í för með sér fjárhagslegt tjón eða miska fyrir fjölda annarra, þar með talið stóran hluta kjósenda Sjálfstæðisflokksins, það gefur auga leið. Inngöngu í umrædda klíku flokksins, innmúraða aðila, hefur verið lokað – kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að átta sig á því og hætta að grafa skurði fyrir elítu flokksins. Trump-isminn er eins og eiturlyf í æðar fyrrgreinds hegðunarmynstur sjálfstæðismanna. Þeir efnuðu verða sífellt ríkari og valdameiri. Ef fram heldur sem horfir mun koma að því að tilteknir aðilar og hagsmunaöfl í okkar þjóðfélagi, munu komast upp með hvað sem er – ef til vill verður eina spurningin sem leita þarf svara við, hversu mikið valdaklíkan þurfi að draga upp úr veskinu til að leysa sig úr snörunni það sinnið. Greinarhöfundur telur tímabært að almenningur horfist í augu við umrætt eins og það er, ekki eins og maður vonast til að það sé eða telur að það eigi vera. Staðreyndin er sú að það sem stendur fámennri klíku kjósenda Sjálfstæðisflokksins til boða af hálfu flokksins, stendur megninu af kjósendum flokksins ekki til boða og mun aldrei gera. Undir þeirra stjórn siglum við hraðbyri inn í þjóðfélagsgerð sem er svo fráhrindandi að orð fá vart lýst. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilja halda áfram að grafa fjöldagröf, sem svo vill til, að er ætluð bróðurpartinum af þeim sjálfum, eða hvort kjósendur vilji einfaldlega segja nei takk við ógeðfelldri þjóðfélagsgerð sem Sjálfstæðisflokkurinn er að kalla yfir samfélagið. Ekki vantar dæmin um óheillaþróun í öðrum þjóðfélögum, sem afar erfitt reynist nú að vinda ofan af. Auðvaldið í höndum fárra er býsna mikil fyrirstaða og óárennilegur múr. Eins og skáldið sagði „þeir eru að byggja vegg sem ávallt mun standa“. Ætlum við þangað , eða viljum við vernda jöfnuð í þjóðfélaginu og auka við velmegun almennings hér á landi sem tekist hefur að byggja upp með eftirtektarverðum hætti undanfarna áratugi - þitt er valið. Höfundur er í 8. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun