Frelsi fjórða valdsins Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 18. október 2017 15:30 Síðastliðin 12 ár hef ég unnið við öryggismál sem alþjóðlegur ráðgjafi og þá með sérstaka áherslu á fjölmiðla og blaðamenn. Sótt er að frjálsri fjölmiðlun úr mörgum áttum og því mikilvægt að við öll séum meðvituð um hættuna sem afskipti stjórnvalda af blaðamennsku skapa og hvað almenningur getur gert til að styðja við rannsóknarblaðamennsku og frelsi almennt. En hvers vegna er fjórða valdið eins og það er kallað mér svona ofsalega mikilvægt? Jú, því ég staðfastlega trúi því að við þrífumst sem allra best í frjálsri menningu og hún þarf öryggi til að blómstra. Öryggi sem er ekki til staðar nema almenningur hafi aðgang að upplýsingum og geti því tekið upplýstar ákvarðanir. Þegar ég flutti heim til Íslands eftir birtingu Panamaskjalanna á síðasta ári hafði ég miklar væntingar. Ég hafði verið lengi burtu við störf mín en var nokkuð viss um að ástandið hérlendis væri mun betra en í þeim löndum sem ég hef starfað í síðasta áratug, sérstaklega þegar kemur að fjórða valdinu. En svo var því miður ekki. Fjölmiðlar í mismunandi löndum vinna í mismunandi aðstæðum. Á Íslandi þurfa fjölmiðlar sem betur fer ekki að beinlínis óttast eða hræðast ríkisvaldið en þeir glíma við annars konar óvin. Sá óvinur er óvissan, og hún kemur með þöggun, óöryggi og ýmis áhrif sem gerir blaðamennsku á Íslandi erfiða. Staða fjórða valdsins er sérstök og getur verið ákaflega viðkvæm, en mikilvægi þess er ótvírætt. Því það er fjórða valdið, fjölmiðlar, frjáls og óháð blaðamennska, sem veitir ríkisvaldinu aðhald og verndar okkur öll. Fjölmiðlun, þegar hún er frjáls og óháð, starfar í þágu almennings. Hún starfar óháð valdi og valdsáhrifum. Hún starfar oftast á milli almennings og ríkisvalds og miðlar upplýsingagjöf, veitir ríkisstjórnum aðhald til að sinna þeirra vinnu í þágu okkar allra og spyr spurninga sem liggja á hjarta almennings. Uppskriftin að frjálsum og óháðum fjölmiðli er engin erfið frönsk terta;1. Tryggja skal að þeir starfi óháð valdatengslum, peningaöflum og sérhagsmunum.2. Tryggja skal vernd þeirra í lögum og að lögin tryggi að árásir eða óeðlilegur þrýstingur og tengsl geta ekki þaggað niður í þeirra starfi í þágu almennings.3. Tryggja þarf aðgengi þeirra að gögnum svo þeir geti veitt aðhald. Í minni þingvaramennsku lá borðleggjandi fyrir mér að spyrja dómsmálaráðherra út í akkúrat þetta og fékk engin svör. Ekkert annað en að gott væri að Mannréttindadómstól Evrópu væri til og að einstaklingar gætu nýtt sér þennan möguleika. (https://www.althingi.is/altext/raeda/146/rad20170320T153142.html) Það er ekki spurning í mínum huga að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur brotið á frjálsum og óháðum fjölmiðlum á Íslandi með lögbanninu. Ég vona að réttarkerfið okkar staðfesti það. Það breytir því ekki að skaðinn er skeður og traust almennings á kerfinu liggur í valnum. Í litlu samfélagi eins og Íslandi er gagnsæi og staða fjölmiðla svo nátengd að það samband endurspeglar síðan stöðu lýðræðisins í landinu. Því er full ástæða til að mótmæla banninu og hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem íslensk stjórnvöld eru á. Spurningin sem ég velti fyrir mér núna er hvers vegna þetta víðtæka bann? Og í þágu hvers? - Því það er ekki í þágu almennings. Málið snýst í sínum kjarna um vinnubrögð. Heilbrigð og gagnsæ vinnubrögð ríkisvaldsins og löggjöf án undanþágu þeirra valdmiklu. Þetta ætti ekki að vera flokksbundin skoðun heldur ósk landsmanna, því það er í okkar þágu að fjórða valdið starfi óháð. Alþingi tók undir þessi orð fyrir 8 árum síðan og vildi að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (https://www.althingi.is/altext/138/s/0688.html). Það er komin tími til að seta tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi í fyrsta sæti. Það er grundvallaratriði fyrir þær kerfisbreytingar sem við viljum sjá og þær breytingar sem Ísland þarf á að halda í framtíðinni okkar. Höfundur er varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi, skipar 2. sæti á lista Pírata í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kosningar 2017 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Síðastliðin 12 ár hef ég unnið við öryggismál sem alþjóðlegur ráðgjafi og þá með sérstaka áherslu á fjölmiðla og blaðamenn. Sótt er að frjálsri fjölmiðlun úr mörgum áttum og því mikilvægt að við öll séum meðvituð um hættuna sem afskipti stjórnvalda af blaðamennsku skapa og hvað almenningur getur gert til að styðja við rannsóknarblaðamennsku og frelsi almennt. En hvers vegna er fjórða valdið eins og það er kallað mér svona ofsalega mikilvægt? Jú, því ég staðfastlega trúi því að við þrífumst sem allra best í frjálsri menningu og hún þarf öryggi til að blómstra. Öryggi sem er ekki til staðar nema almenningur hafi aðgang að upplýsingum og geti því tekið upplýstar ákvarðanir. Þegar ég flutti heim til Íslands eftir birtingu Panamaskjalanna á síðasta ári hafði ég miklar væntingar. Ég hafði verið lengi burtu við störf mín en var nokkuð viss um að ástandið hérlendis væri mun betra en í þeim löndum sem ég hef starfað í síðasta áratug, sérstaklega þegar kemur að fjórða valdinu. En svo var því miður ekki. Fjölmiðlar í mismunandi löndum vinna í mismunandi aðstæðum. Á Íslandi þurfa fjölmiðlar sem betur fer ekki að beinlínis óttast eða hræðast ríkisvaldið en þeir glíma við annars konar óvin. Sá óvinur er óvissan, og hún kemur með þöggun, óöryggi og ýmis áhrif sem gerir blaðamennsku á Íslandi erfiða. Staða fjórða valdsins er sérstök og getur verið ákaflega viðkvæm, en mikilvægi þess er ótvírætt. Því það er fjórða valdið, fjölmiðlar, frjáls og óháð blaðamennska, sem veitir ríkisvaldinu aðhald og verndar okkur öll. Fjölmiðlun, þegar hún er frjáls og óháð, starfar í þágu almennings. Hún starfar óháð valdi og valdsáhrifum. Hún starfar oftast á milli almennings og ríkisvalds og miðlar upplýsingagjöf, veitir ríkisstjórnum aðhald til að sinna þeirra vinnu í þágu okkar allra og spyr spurninga sem liggja á hjarta almennings. Uppskriftin að frjálsum og óháðum fjölmiðli er engin erfið frönsk terta;1. Tryggja skal að þeir starfi óháð valdatengslum, peningaöflum og sérhagsmunum.2. Tryggja skal vernd þeirra í lögum og að lögin tryggi að árásir eða óeðlilegur þrýstingur og tengsl geta ekki þaggað niður í þeirra starfi í þágu almennings.3. Tryggja þarf aðgengi þeirra að gögnum svo þeir geti veitt aðhald. Í minni þingvaramennsku lá borðleggjandi fyrir mér að spyrja dómsmálaráðherra út í akkúrat þetta og fékk engin svör. Ekkert annað en að gott væri að Mannréttindadómstól Evrópu væri til og að einstaklingar gætu nýtt sér þennan möguleika. (https://www.althingi.is/altext/raeda/146/rad20170320T153142.html) Það er ekki spurning í mínum huga að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur brotið á frjálsum og óháðum fjölmiðlum á Íslandi með lögbanninu. Ég vona að réttarkerfið okkar staðfesti það. Það breytir því ekki að skaðinn er skeður og traust almennings á kerfinu liggur í valnum. Í litlu samfélagi eins og Íslandi er gagnsæi og staða fjölmiðla svo nátengd að það samband endurspeglar síðan stöðu lýðræðisins í landinu. Því er full ástæða til að mótmæla banninu og hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem íslensk stjórnvöld eru á. Spurningin sem ég velti fyrir mér núna er hvers vegna þetta víðtæka bann? Og í þágu hvers? - Því það er ekki í þágu almennings. Málið snýst í sínum kjarna um vinnubrögð. Heilbrigð og gagnsæ vinnubrögð ríkisvaldsins og löggjöf án undanþágu þeirra valdmiklu. Þetta ætti ekki að vera flokksbundin skoðun heldur ósk landsmanna, því það er í okkar þágu að fjórða valdið starfi óháð. Alþingi tók undir þessi orð fyrir 8 árum síðan og vildi að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (https://www.althingi.is/altext/138/s/0688.html). Það er komin tími til að seta tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi í fyrsta sæti. Það er grundvallaratriði fyrir þær kerfisbreytingar sem við viljum sjá og þær breytingar sem Ísland þarf á að halda í framtíðinni okkar. Höfundur er varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi, skipar 2. sæti á lista Pírata í Kraganum.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun