Dýrkeypt þróun í heilbrigðismálum Gunnar Alexander Ólafsson og Ólafur Ólafsson skrifar 19. október 2017 07:00 Undanfarið hefur verið gagnrýnt á opinberum vettvangi, m.a. af Kára Stefánssyni og undirrituðum, að íslensk stjórnvöld verji minna til heilbrigðismála en önnur lönd, sérstaklega Norðurlönd. Undirritaðir hafa bent á að árið 2003 varði Ísland mest til heilbrigðismála (10,1%) af Norðurlöndum m.v. verga landsframleiðslu. Síðan þá hefur þróunin snúist við og árið 2015 varði Ísland minnst til heilbrigðismála af VLF meðal Norðurlanda (8,7%). Þegar þróun á útgjöldum til heilbrigðismála á Norðurlöndum er reiknuð í Bandaríkjadölum á svonefndu jafnvirðisgengi (Purchasing Power Parity-PPP), kemur í ljós að frá árinu 2000 hefur þessi aukning verið lægst á Íslandi. Ísland hefur aukið útgjöld sín til heilbrigðismála um 54% frá árinu 2000 til 2015 á meðan hin norrænu ríkin hafa aukið útgjöldin á bilinu 117% til 140%. Eins og taflan sýnir voru útgjöldin á Íslandi næst hæst árið 2000 mælt í PPP, en næst lægst árið 2015 (heimild: Talnagrunnur OECD). Ólafur Ólafsson, læknir Öllu alvarlegra er að þessi þróun virðist einnig fela í sér að heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur hrakað. Dánartíðni helstu sjúkdóma, m.a. kransæða- og æðasjúkdóma, hefur farið lækkandi í vestrænum ríkjum allt frá 1960 og ekki síst á Íslandi. Við nánari athugun kemur í ljós að dánartíðni í þessum sjúkdómum hefur frá 1990 lækkað marktækt minna á Íslandi (40%) en meðal hinna Norðurlandaþjóðanna (60%). Þessi alvarlega þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur leitt til hrakandi gæða, skorts á fagfólki, vöntun á fjárfestingum í nýjum byggingum og tækjum, ásamt því að innleiðing á nýjum meðferðum og lyfjum hefur setið á hakanum. Að auki greiða Íslendingar meira úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu en íbúar annarra norrænna ríkja. Rauntölur um heilbrigðisútgjöld sýna að ekki hefur verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu, hvort sem mælt er í PPP eða sem hlutfall af VLF, þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað. Sú aukning á fjármunum sem ráðamenn staðhæfa að hafi runnið til heilbrigðisþjónustu hefur runnið nær eingöngu til að mæta launahækkunum. Við eigum langt í land þegar kemur að því að ná sambærilegri stöðu í heilbrigðismálum og ríkir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er mat okkar að við verðum sem þjóð að bretta upp ermar og gera stórátak til að auka hlut heilbrigðisþjónustu í VLF og þar með aukum við gæði í heilbrigðisþjónustunni. Við tökum undir áskorun Kára Stefánssonar um að 11% af VLF eigi að renna til heilbrigðisþjónustunnar. Við erum handvissir um að Íslendingar séu tilbúnir til að að takast á við þá áskorun. Gunnar Alexander Ólafsson er heilsuhagfræðingur.Ólafur Ólafsson er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið gagnrýnt á opinberum vettvangi, m.a. af Kára Stefánssyni og undirrituðum, að íslensk stjórnvöld verji minna til heilbrigðismála en önnur lönd, sérstaklega Norðurlönd. Undirritaðir hafa bent á að árið 2003 varði Ísland mest til heilbrigðismála (10,1%) af Norðurlöndum m.v. verga landsframleiðslu. Síðan þá hefur þróunin snúist við og árið 2015 varði Ísland minnst til heilbrigðismála af VLF meðal Norðurlanda (8,7%). Þegar þróun á útgjöldum til heilbrigðismála á Norðurlöndum er reiknuð í Bandaríkjadölum á svonefndu jafnvirðisgengi (Purchasing Power Parity-PPP), kemur í ljós að frá árinu 2000 hefur þessi aukning verið lægst á Íslandi. Ísland hefur aukið útgjöld sín til heilbrigðismála um 54% frá árinu 2000 til 2015 á meðan hin norrænu ríkin hafa aukið útgjöldin á bilinu 117% til 140%. Eins og taflan sýnir voru útgjöldin á Íslandi næst hæst árið 2000 mælt í PPP, en næst lægst árið 2015 (heimild: Talnagrunnur OECD). Ólafur Ólafsson, læknir Öllu alvarlegra er að þessi þróun virðist einnig fela í sér að heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur hrakað. Dánartíðni helstu sjúkdóma, m.a. kransæða- og æðasjúkdóma, hefur farið lækkandi í vestrænum ríkjum allt frá 1960 og ekki síst á Íslandi. Við nánari athugun kemur í ljós að dánartíðni í þessum sjúkdómum hefur frá 1990 lækkað marktækt minna á Íslandi (40%) en meðal hinna Norðurlandaþjóðanna (60%). Þessi alvarlega þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur leitt til hrakandi gæða, skorts á fagfólki, vöntun á fjárfestingum í nýjum byggingum og tækjum, ásamt því að innleiðing á nýjum meðferðum og lyfjum hefur setið á hakanum. Að auki greiða Íslendingar meira úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu en íbúar annarra norrænna ríkja. Rauntölur um heilbrigðisútgjöld sýna að ekki hefur verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu, hvort sem mælt er í PPP eða sem hlutfall af VLF, þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað. Sú aukning á fjármunum sem ráðamenn staðhæfa að hafi runnið til heilbrigðisþjónustu hefur runnið nær eingöngu til að mæta launahækkunum. Við eigum langt í land þegar kemur að því að ná sambærilegri stöðu í heilbrigðismálum og ríkir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er mat okkar að við verðum sem þjóð að bretta upp ermar og gera stórátak til að auka hlut heilbrigðisþjónustu í VLF og þar með aukum við gæði í heilbrigðisþjónustunni. Við tökum undir áskorun Kára Stefánssonar um að 11% af VLF eigi að renna til heilbrigðisþjónustunnar. Við erum handvissir um að Íslendingar séu tilbúnir til að að takast á við þá áskorun. Gunnar Alexander Ólafsson er heilsuhagfræðingur.Ólafur Ólafsson er læknir.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun