200 ára fæðingarhátíð Karen Bergljót Knútsdóttir skrifar 19. október 2017 13:15 Nú um helgina munu milljónir manna um allan heim halda hátíðlegt 200 ára fæðingarafmæli Bahá’u’lláh, höfundar bahá’í trúarinnar. Árnaðaróskir í þessu tilefni hafa borist bahá’í heimssamfélaginu sem hefur aðsetur í Ísrael frá þjóðarleiðtogum víða um heim, þar á meðal forsætisráðherrum Bretlands, Ástralíu og Nýja Sjálands, forseta Indlands og fleiri leiðtogum. Bahá’íar á Íslandi taka þátt í þessum hátíðarhöldum víða um land, í Reykjavík viljum við minnast dagsins með því að bjóða fólk hjartanlega velkomið á hátíðarhöld í Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a, sunnudaginn 22. október kl. 14:30. Um fjölbreytta dagsskrá verður að ræða auk kaffiveitinga. Bahá’í trúin á Íslandi á sér langa sögu. Hennar var fyrst getið á prenti árið 1908 en þá skrifaði Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, grein um hana í Nýja kirkjublaðinu þar sem hann segir m.a.: „Fyrir fjörutíu árum reis upp dýrlegur kennimaður og guðsvottur í Persalandi (Íran) og hét hann Bahá’u’lláh. Eins og við mátti búast dó hann píslarvættisdauða og andaðist í tyrkneskri prísund 1892. Margir fylgjendur hans hafa látið lífið fyrir skoðanir sínar en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu leyti svipaðar kenningum kristindómsins eins og mannúðlegast og göfugast er með þær farið.“ Þjóðskáldið Matthías Jochumson kallaði Bahá’u’lláh friðarboða og sagði að hann hefði „hrópað úr austri vestur yfir löndin hinn forna fagnaðarboðskap, en fáir viljað heyra.“ Matthías fæddist á Skógum í Þorskafirði en íslenskir bahá’íar eignuðust Skóga fyrir mörgum árum og starf þeirra að skógrækt þar hefur vakið verulega athygli á landsvísu. Það hófst um miðja síðustu öld með starfi bróðursonar Matthíasar, Jochums Eggertssonar, en hann var einn af brautyðjendum skógræktar á Íslandi. Orðstír trúarbragða í nútímasamfélagi hefur skaðast mikið og það er skiljanlegt. Bahá’íar eru á þeirri skoðun að ef stuðlað er að hatri og átökum í nafni trúarbragða væri betra að vera án þeirra. Engu að síður má þekkja sönn trúarbrögð á ávöxtum þeirra – hvernig þau geta umbreytt, sameinað og stuðlað að friði og farsæld. Reynsla bahá’í samfélaga um allan heim leiðir í ljós að trú og kenningar Baháʼuʼlláh gefa von, vinna gegn fordómum og skapa hlýhug í garð allra manna. Með áherslum á jafnrétti kynjanna, upprætingu fordóma á grundvelli litarháttar, þjóðernis og trúar veita þær innsýn í leiðir til að vinna að samfélagslegum umbótum. Engin önnur trú er landfræðilega útbreiddari en baháʼí trúin, að kristindómi einum undanskildum. Baháʼí samfélög eru starfandi í meira en 200 löndum. Yfir 6 milljónir manna játa trúna. Hún er einstæð fyrirmynd hvað varðar samlyndi og einingu ólíkra menningarheima. Einkunnarorð hennar eru „eining í fjölbreytileika.“ Að vera bahá’í þýðir að elska allan heiminn og leitast við að þjóna mannkyni. Bahá'íar vinna með hugtök sem stuðla að friði, sáttum og raunverulegum framförum eins og jafnrétti, einingu og samráði. Bahá‘í samfélög um allan heim vinna að sama markmiði óháð búsetu og aðstæðum. Hér eins og annars staðar er þessi starfsemi opin öllum og allir boðnir velkomnir hvaða trú eða lífsskoðanir sem þeir kunna að aðhyllast. Ljóst er að sú sameining jarðarbúa sem Bahá’u’lláh sagði fyrir um fyrir meira en 150 árum er orðin að veruleika á sviði tækni og samskipta. Fyrr en síðar mun þessi eining líka ná til hugarfarsins. Sú vitund manna að við erum eitt mannkyn og eigum aðeins þessa einu jörð fer vaxandi. Ekki er hægt að horfa framhjá þeim breytingum sem alþjóðlegur ferðamannastraumur hefur haft á hnattræna meðvitund. Þeir gríðarlegu fólksflutningar sem heimurinn hefur orðið vitni að á þessum tíma eiga þó eftir að hafa ennþá meiri áhrif. Tugir milljóna flóttamanna sem flýja undan ofsóknum hafa streymt yfir Evrópu og önnur lönd Vesturálfu og mitt í þeim sáru hremmingum sem eru slíku öngþveiti samfara má sjá hvernig menningarheimar og kynþættir renna saman sem borgarar í einu ættlandi sem er jörðin sjálf. Með orðum Bahá'u'lláh til mannanna barna: "Þið eruð öll lauf á einu tré og dropar í einu hafi." Bahá’í samfélagið sendir frá sér kvikmyndina „Ljós fyrir heiminn“ í tilefni 200 ára fæðingarhátíðar Bahá’u’lláh. Í henni er fjallað um líf og opinberun Bahá’u’lláh. Saga Hans og boðskapur trúarinnar er settur fram viðtölum við marga viðmælendur á ýmsum tungumálum. Inn í þessar lýsingar fléttast upplýsingar um sögu og kenningar trúarinnar auk þess sem viðmælendur segja frá þeim áhrifum og umbreytingum sem trúin hefur haft í för með sér, bæði fyrir þá sjálfa og samfélög þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú um helgina munu milljónir manna um allan heim halda hátíðlegt 200 ára fæðingarafmæli Bahá’u’lláh, höfundar bahá’í trúarinnar. Árnaðaróskir í þessu tilefni hafa borist bahá’í heimssamfélaginu sem hefur aðsetur í Ísrael frá þjóðarleiðtogum víða um heim, þar á meðal forsætisráðherrum Bretlands, Ástralíu og Nýja Sjálands, forseta Indlands og fleiri leiðtogum. Bahá’íar á Íslandi taka þátt í þessum hátíðarhöldum víða um land, í Reykjavík viljum við minnast dagsins með því að bjóða fólk hjartanlega velkomið á hátíðarhöld í Gamla bíó, Ingólfsstræti 2a, sunnudaginn 22. október kl. 14:30. Um fjölbreytta dagsskrá verður að ræða auk kaffiveitinga. Bahá’í trúin á Íslandi á sér langa sögu. Hennar var fyrst getið á prenti árið 1908 en þá skrifaði Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, grein um hana í Nýja kirkjublaðinu þar sem hann segir m.a.: „Fyrir fjörutíu árum reis upp dýrlegur kennimaður og guðsvottur í Persalandi (Íran) og hét hann Bahá’u’lláh. Eins og við mátti búast dó hann píslarvættisdauða og andaðist í tyrkneskri prísund 1892. Margir fylgjendur hans hafa látið lífið fyrir skoðanir sínar en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu leyti svipaðar kenningum kristindómsins eins og mannúðlegast og göfugast er með þær farið.“ Þjóðskáldið Matthías Jochumson kallaði Bahá’u’lláh friðarboða og sagði að hann hefði „hrópað úr austri vestur yfir löndin hinn forna fagnaðarboðskap, en fáir viljað heyra.“ Matthías fæddist á Skógum í Þorskafirði en íslenskir bahá’íar eignuðust Skóga fyrir mörgum árum og starf þeirra að skógrækt þar hefur vakið verulega athygli á landsvísu. Það hófst um miðja síðustu öld með starfi bróðursonar Matthíasar, Jochums Eggertssonar, en hann var einn af brautyðjendum skógræktar á Íslandi. Orðstír trúarbragða í nútímasamfélagi hefur skaðast mikið og það er skiljanlegt. Bahá’íar eru á þeirri skoðun að ef stuðlað er að hatri og átökum í nafni trúarbragða væri betra að vera án þeirra. Engu að síður má þekkja sönn trúarbrögð á ávöxtum þeirra – hvernig þau geta umbreytt, sameinað og stuðlað að friði og farsæld. Reynsla bahá’í samfélaga um allan heim leiðir í ljós að trú og kenningar Baháʼuʼlláh gefa von, vinna gegn fordómum og skapa hlýhug í garð allra manna. Með áherslum á jafnrétti kynjanna, upprætingu fordóma á grundvelli litarháttar, þjóðernis og trúar veita þær innsýn í leiðir til að vinna að samfélagslegum umbótum. Engin önnur trú er landfræðilega útbreiddari en baháʼí trúin, að kristindómi einum undanskildum. Baháʼí samfélög eru starfandi í meira en 200 löndum. Yfir 6 milljónir manna játa trúna. Hún er einstæð fyrirmynd hvað varðar samlyndi og einingu ólíkra menningarheima. Einkunnarorð hennar eru „eining í fjölbreytileika.“ Að vera bahá’í þýðir að elska allan heiminn og leitast við að þjóna mannkyni. Bahá'íar vinna með hugtök sem stuðla að friði, sáttum og raunverulegum framförum eins og jafnrétti, einingu og samráði. Bahá‘í samfélög um allan heim vinna að sama markmiði óháð búsetu og aðstæðum. Hér eins og annars staðar er þessi starfsemi opin öllum og allir boðnir velkomnir hvaða trú eða lífsskoðanir sem þeir kunna að aðhyllast. Ljóst er að sú sameining jarðarbúa sem Bahá’u’lláh sagði fyrir um fyrir meira en 150 árum er orðin að veruleika á sviði tækni og samskipta. Fyrr en síðar mun þessi eining líka ná til hugarfarsins. Sú vitund manna að við erum eitt mannkyn og eigum aðeins þessa einu jörð fer vaxandi. Ekki er hægt að horfa framhjá þeim breytingum sem alþjóðlegur ferðamannastraumur hefur haft á hnattræna meðvitund. Þeir gríðarlegu fólksflutningar sem heimurinn hefur orðið vitni að á þessum tíma eiga þó eftir að hafa ennþá meiri áhrif. Tugir milljóna flóttamanna sem flýja undan ofsóknum hafa streymt yfir Evrópu og önnur lönd Vesturálfu og mitt í þeim sáru hremmingum sem eru slíku öngþveiti samfara má sjá hvernig menningarheimar og kynþættir renna saman sem borgarar í einu ættlandi sem er jörðin sjálf. Með orðum Bahá'u'lláh til mannanna barna: "Þið eruð öll lauf á einu tré og dropar í einu hafi." Bahá’í samfélagið sendir frá sér kvikmyndina „Ljós fyrir heiminn“ í tilefni 200 ára fæðingarhátíðar Bahá’u’lláh. Í henni er fjallað um líf og opinberun Bahá’u’lláh. Saga Hans og boðskapur trúarinnar er settur fram viðtölum við marga viðmælendur á ýmsum tungumálum. Inn í þessar lýsingar fléttast upplýsingar um sögu og kenningar trúarinnar auk þess sem viðmælendur segja frá þeim áhrifum og umbreytingum sem trúin hefur haft í för með sér, bæði fyrir þá sjálfa og samfélög þeirra.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar