Um Alþingi og kosningar Reynir Vilhjálmsson skrifar 5. október 2017 15:14 Í dag, 5. október, eru 23 dagar til kosninga. Kosið verður nýtt þing og allt bendir til að miklar breytingar verði frá fyrra þingi. Skoðanakannanir hafa margoft sýnt að traust kjósenda á Alþingi er mjög lítið og áhöld eru um hvort það breytist skyndilega. Þorvaldur Gylfason ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á þingið og vanhæfni þess að setja landinu nýja stjórnarskrá. Ég tek undir gagnrýni hans en bendi þó á að litlar líkur eru á að óhæft þing sem nýtur einskis trausts sé líklegt til að færa hlutina til betri vegar svo að einhverju muni. Hvað er til ráða? Tómas Guðmundsson segir í ljóði sínu um Hótel jörð að „við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða“. Við íslendingar höfum ekki nema þetta eina Alþingi og það hefur öll völd í okkar umboði. Málskotsréttur forseta er frekar lítilfjörlegur réttur landsbúa, því að hann er háður ákvörðun eins manns, og ef honum er beitt hefur þjóðin einungis möguleika á að segja annað hvort já eða nei við einni lagasetningu. Alþingi er í lófa lagt að koma í veg fyrir að þjóðin segi eitt eða neitt með því að draga lögin til baka – og setja ný. Hvað sem þessu líður erum við háð Alþingi hvort sem er í gleði eða neyð. Þess vegna verðum við að vanda til verka þegar við setjum krossinn okkar á þar til gerðan kjörseðil. Alþingi setur okkur lög og við verðum að hlýta þeim - óháð því hvort þau eru skynsamleg, sanngjörn eða réttlát. Ég haga mér í kjörklefanum ekki mikið öðruvísi en margir aðrir kjósendur. Þegar ég var ungur fór ég að hallast að heimsskoðun sem ég hef fylgt síðan. Það skiptir miklu máli um það hvar ég set krossinn. Það væri mjög erfitt fyrir mig að setja krossinn annars staðar jafnvel þótt mér líkaði stefna einhverra annara flokka vel. Þrátt fyrir það er mér stefna flokkanna mikilvæg jafnvel mikilvægari en nöfn þeirra sem eru í framboði. Ég tel það skyldu þingmanna að fylgja þeirri stefnu sem kjósendum hefur verið kynnt hver sem þingmaðurinn er. Að vísu er þingmaður einungis háður samvisku sinni en hún verður að bjóða honum eða henni að uppfylla loforðin sem þau gáfu kjósendum. Undantekningar verða að vera sjaldgæfar. Þegar ég set krossinn er mér ljóst að ég ber ábyrgð á því sem eftir fylgir. Það er sorglegt að heyra þegar fólk segir: Hvers vegna kjósum við aftur og aftur þetta lið yfir okkur? Berum við ekki sjálf ábyrgð á því? Höfum við kjark til að setja krossinn annars staðar en við erum vön? Höfum við kjark til að velja í þetta sinn Alþingi sem við ætlum að treysta? Höfum við kjark til að kjósa þing sem setur okkur nýja stjórnarskrá sem við getum síðan kosið um? Íslenska þjóðin hefur tvisvar kosið um stjórnarskrá. Í fyrra skiptið var 1944. Þá átti hún ekkert val. Seinna skiptið var 2012 en þá átti hún val og vildi tillögu stjórnarskrárráðs. Eða viljum við sem minnstar breytingar? Er það hættuminna að hafa engar breytingar eða getur það ekki verið hættulegt líka í heimi sem er sífellt að breytast? Það tekur enginn þessa ákvörðun fyrir okkur nema í einu tilviki – að við sitjum heima og kjósum ekki. Þá verða það aðrir sem ráða yfir okkur. Viljum við það? Reynir Vilhjálmsson eðlisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 5. október, eru 23 dagar til kosninga. Kosið verður nýtt þing og allt bendir til að miklar breytingar verði frá fyrra þingi. Skoðanakannanir hafa margoft sýnt að traust kjósenda á Alþingi er mjög lítið og áhöld eru um hvort það breytist skyndilega. Þorvaldur Gylfason ritar grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann deilir fast á þingið og vanhæfni þess að setja landinu nýja stjórnarskrá. Ég tek undir gagnrýni hans en bendi þó á að litlar líkur eru á að óhæft þing sem nýtur einskis trausts sé líklegt til að færa hlutina til betri vegar svo að einhverju muni. Hvað er til ráða? Tómas Guðmundsson segir í ljóði sínu um Hótel jörð að „við sem ferðumst eigum ei annars völ, það er ekki um fleiri gististaði að ræða“. Við íslendingar höfum ekki nema þetta eina Alþingi og það hefur öll völd í okkar umboði. Málskotsréttur forseta er frekar lítilfjörlegur réttur landsbúa, því að hann er háður ákvörðun eins manns, og ef honum er beitt hefur þjóðin einungis möguleika á að segja annað hvort já eða nei við einni lagasetningu. Alþingi er í lófa lagt að koma í veg fyrir að þjóðin segi eitt eða neitt með því að draga lögin til baka – og setja ný. Hvað sem þessu líður erum við háð Alþingi hvort sem er í gleði eða neyð. Þess vegna verðum við að vanda til verka þegar við setjum krossinn okkar á þar til gerðan kjörseðil. Alþingi setur okkur lög og við verðum að hlýta þeim - óháð því hvort þau eru skynsamleg, sanngjörn eða réttlát. Ég haga mér í kjörklefanum ekki mikið öðruvísi en margir aðrir kjósendur. Þegar ég var ungur fór ég að hallast að heimsskoðun sem ég hef fylgt síðan. Það skiptir miklu máli um það hvar ég set krossinn. Það væri mjög erfitt fyrir mig að setja krossinn annars staðar jafnvel þótt mér líkaði stefna einhverra annara flokka vel. Þrátt fyrir það er mér stefna flokkanna mikilvæg jafnvel mikilvægari en nöfn þeirra sem eru í framboði. Ég tel það skyldu þingmanna að fylgja þeirri stefnu sem kjósendum hefur verið kynnt hver sem þingmaðurinn er. Að vísu er þingmaður einungis háður samvisku sinni en hún verður að bjóða honum eða henni að uppfylla loforðin sem þau gáfu kjósendum. Undantekningar verða að vera sjaldgæfar. Þegar ég set krossinn er mér ljóst að ég ber ábyrgð á því sem eftir fylgir. Það er sorglegt að heyra þegar fólk segir: Hvers vegna kjósum við aftur og aftur þetta lið yfir okkur? Berum við ekki sjálf ábyrgð á því? Höfum við kjark til að setja krossinn annars staðar en við erum vön? Höfum við kjark til að velja í þetta sinn Alþingi sem við ætlum að treysta? Höfum við kjark til að kjósa þing sem setur okkur nýja stjórnarskrá sem við getum síðan kosið um? Íslenska þjóðin hefur tvisvar kosið um stjórnarskrá. Í fyrra skiptið var 1944. Þá átti hún ekkert val. Seinna skiptið var 2012 en þá átti hún val og vildi tillögu stjórnarskrárráðs. Eða viljum við sem minnstar breytingar? Er það hættuminna að hafa engar breytingar eða getur það ekki verið hættulegt líka í heimi sem er sífellt að breytast? Það tekur enginn þessa ákvörðun fyrir okkur nema í einu tilviki – að við sitjum heima og kjósum ekki. Þá verða það aðrir sem ráða yfir okkur. Viljum við það? Reynir Vilhjálmsson eðlisfræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar