Hvaða fáviti stakk upp á þessu? Ellý Ármanns skrifar 6. október 2017 09:41 Ég fann tilfinningu líkt og einhver hefði dáið þegar ég las fréttir um að menn væru í fúlustu alvöru að spá í að framleiða rafmagn með diesel véla samstæðu í Eyjafirði vegna raforkuskorts. Hvaða gáfumenni dettur þetta í hug? Mér hefur aldrei staðið á sama um fallega landið okkar og þær auðlindir sem það færir okkur. Ísland er landið mitt og ég er stolt af því. Fyrir rúmu ári síðan gerði ég uppgötvun. Veðurfarið hér á landi sem ég hef blótað í rúm fjörutíu ár er vannýtt auðlind sem við Íslendingar eigum óendanlega mikið til af. Af hverju í ósköpunum nýtum við ekki rokið til að framleiða rafmagn og leysum þannig orkuskort Norðlendinga á afturkræfan og vistvænan máta líkt og nágrannaþjóðir okkar gera? Hvað þýðir orðið afturkræft? Jú, þegar vindur og rok er nýtt til orkuframleiðslu með vindmyllum eru þær tímabundið, líkt og gestir náttúrunnar og þegar líftími þeirra er liðinn þá er náttúran ósködduð og ummerki engin eftir dvöl gesta. Vindmyllu er fljótlegt að reisa. Það tekur vindmyllu einungis fjóra mánuði að kolefnisjafna sig eftir gangsetningu og hvað þýðir það? Á mannamáli þá framleiðir vindmylla á sextán vikum sama magn orku og notað var við að framleiða hana sjálfa. Vindmylla hefur líftíma 20-25 ár. Hver man ekki eftir niðurlægjandi tímabili sem fylgdi hruninu? Verðlaus króna. Gengishöft. Við þurftum að fara í bankann og sýna farseðil til að fá nokkra dollara. Frelsi okkar var skert. Árið 2012 í hámarki gengishafta var einnig hámarki sjálfbærni orkuframleiðslu náð frá stofnun lýðveldis 86%. Þá koma nokkur ár í röð þar sem innflutningur á orku er aukinn og greitt með dýrmætum gjaldeyri sem skertur aðgangur var fólki samhliða. Ég sem hélt alla tíð að ég byggi meðal skynsamra manna í hreinasta landi heims. Hvaða rugl var í gangi? Hver stóð vaktina? Þarf að selja meiri olíu vegna Costco-áhrifa og góðir og heiðarlegir Norðlendingar skulu halda uppi verðmæti olíufélaganna eða? Ég veit að hægt er að leysa orkuvandamál Norðurlands á náttúruvænni og ódyrari hátt en með vélasamstæðum knúnum af innfluttri orku í boði olíufélags. Já ég er ekki sérfræðingur en ég veit það. Hver er ástæðan fyrir að Norðanmenn ekki sjá skóginn fyrir trjánum? Hvernig væri að nota vanýtta auðlind sem er rokið og það kostar ekkert og framboð ótakmarkað? Vindorkan til raforkuframleiðslu er náttúruvænasti kostur sem finnst í dag. Meðan ekki hefur verið fullþróaður kaldur samruni (Cold Fusion) er vindorkan hreinust. Hún er afturkræf, ódýrari, tær, gengur ekki á auðlind, þarf aldrei að flytja til líkt og þegar bora þarf nýja holu vegna jarðhræringa við gufuaflsvirkjun. Ég finn til með þeim er keypt hafa rafbíl vegna umhverfisverndarsjónarmiða og hlaða munu bíla sína með hleðslustöðvum knúnum dieselvélum. Hvaða fáviti stakk upp á þessu? Vindorkan þarfnast ekki uppistöðulóna líkt og fallvatnsvirkjun. Eina sem vindmylla þolir illa er logn og stilla. Kannski er ég að misskilja eitthvað hérna? Boðar langtíma veðurspá langvarandi logn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég fann tilfinningu líkt og einhver hefði dáið þegar ég las fréttir um að menn væru í fúlustu alvöru að spá í að framleiða rafmagn með diesel véla samstæðu í Eyjafirði vegna raforkuskorts. Hvaða gáfumenni dettur þetta í hug? Mér hefur aldrei staðið á sama um fallega landið okkar og þær auðlindir sem það færir okkur. Ísland er landið mitt og ég er stolt af því. Fyrir rúmu ári síðan gerði ég uppgötvun. Veðurfarið hér á landi sem ég hef blótað í rúm fjörutíu ár er vannýtt auðlind sem við Íslendingar eigum óendanlega mikið til af. Af hverju í ósköpunum nýtum við ekki rokið til að framleiða rafmagn og leysum þannig orkuskort Norðlendinga á afturkræfan og vistvænan máta líkt og nágrannaþjóðir okkar gera? Hvað þýðir orðið afturkræft? Jú, þegar vindur og rok er nýtt til orkuframleiðslu með vindmyllum eru þær tímabundið, líkt og gestir náttúrunnar og þegar líftími þeirra er liðinn þá er náttúran ósködduð og ummerki engin eftir dvöl gesta. Vindmyllu er fljótlegt að reisa. Það tekur vindmyllu einungis fjóra mánuði að kolefnisjafna sig eftir gangsetningu og hvað þýðir það? Á mannamáli þá framleiðir vindmylla á sextán vikum sama magn orku og notað var við að framleiða hana sjálfa. Vindmylla hefur líftíma 20-25 ár. Hver man ekki eftir niðurlægjandi tímabili sem fylgdi hruninu? Verðlaus króna. Gengishöft. Við þurftum að fara í bankann og sýna farseðil til að fá nokkra dollara. Frelsi okkar var skert. Árið 2012 í hámarki gengishafta var einnig hámarki sjálfbærni orkuframleiðslu náð frá stofnun lýðveldis 86%. Þá koma nokkur ár í röð þar sem innflutningur á orku er aukinn og greitt með dýrmætum gjaldeyri sem skertur aðgangur var fólki samhliða. Ég sem hélt alla tíð að ég byggi meðal skynsamra manna í hreinasta landi heims. Hvaða rugl var í gangi? Hver stóð vaktina? Þarf að selja meiri olíu vegna Costco-áhrifa og góðir og heiðarlegir Norðlendingar skulu halda uppi verðmæti olíufélaganna eða? Ég veit að hægt er að leysa orkuvandamál Norðurlands á náttúruvænni og ódyrari hátt en með vélasamstæðum knúnum af innfluttri orku í boði olíufélags. Já ég er ekki sérfræðingur en ég veit það. Hver er ástæðan fyrir að Norðanmenn ekki sjá skóginn fyrir trjánum? Hvernig væri að nota vanýtta auðlind sem er rokið og það kostar ekkert og framboð ótakmarkað? Vindorkan til raforkuframleiðslu er náttúruvænasti kostur sem finnst í dag. Meðan ekki hefur verið fullþróaður kaldur samruni (Cold Fusion) er vindorkan hreinust. Hún er afturkræf, ódýrari, tær, gengur ekki á auðlind, þarf aldrei að flytja til líkt og þegar bora þarf nýja holu vegna jarðhræringa við gufuaflsvirkjun. Ég finn til með þeim er keypt hafa rafbíl vegna umhverfisverndarsjónarmiða og hlaða munu bíla sína með hleðslustöðvum knúnum dieselvélum. Hvaða fáviti stakk upp á þessu? Vindorkan þarfnast ekki uppistöðulóna líkt og fallvatnsvirkjun. Eina sem vindmylla þolir illa er logn og stilla. Kannski er ég að misskilja eitthvað hérna? Boðar langtíma veðurspá langvarandi logn?
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar