Hvaða fáviti stakk upp á þessu? Ellý Ármanns skrifar 6. október 2017 09:41 Ég fann tilfinningu líkt og einhver hefði dáið þegar ég las fréttir um að menn væru í fúlustu alvöru að spá í að framleiða rafmagn með diesel véla samstæðu í Eyjafirði vegna raforkuskorts. Hvaða gáfumenni dettur þetta í hug? Mér hefur aldrei staðið á sama um fallega landið okkar og þær auðlindir sem það færir okkur. Ísland er landið mitt og ég er stolt af því. Fyrir rúmu ári síðan gerði ég uppgötvun. Veðurfarið hér á landi sem ég hef blótað í rúm fjörutíu ár er vannýtt auðlind sem við Íslendingar eigum óendanlega mikið til af. Af hverju í ósköpunum nýtum við ekki rokið til að framleiða rafmagn og leysum þannig orkuskort Norðlendinga á afturkræfan og vistvænan máta líkt og nágrannaþjóðir okkar gera? Hvað þýðir orðið afturkræft? Jú, þegar vindur og rok er nýtt til orkuframleiðslu með vindmyllum eru þær tímabundið, líkt og gestir náttúrunnar og þegar líftími þeirra er liðinn þá er náttúran ósködduð og ummerki engin eftir dvöl gesta. Vindmyllu er fljótlegt að reisa. Það tekur vindmyllu einungis fjóra mánuði að kolefnisjafna sig eftir gangsetningu og hvað þýðir það? Á mannamáli þá framleiðir vindmylla á sextán vikum sama magn orku og notað var við að framleiða hana sjálfa. Vindmylla hefur líftíma 20-25 ár. Hver man ekki eftir niðurlægjandi tímabili sem fylgdi hruninu? Verðlaus króna. Gengishöft. Við þurftum að fara í bankann og sýna farseðil til að fá nokkra dollara. Frelsi okkar var skert. Árið 2012 í hámarki gengishafta var einnig hámarki sjálfbærni orkuframleiðslu náð frá stofnun lýðveldis 86%. Þá koma nokkur ár í röð þar sem innflutningur á orku er aukinn og greitt með dýrmætum gjaldeyri sem skertur aðgangur var fólki samhliða. Ég sem hélt alla tíð að ég byggi meðal skynsamra manna í hreinasta landi heims. Hvaða rugl var í gangi? Hver stóð vaktina? Þarf að selja meiri olíu vegna Costco-áhrifa og góðir og heiðarlegir Norðlendingar skulu halda uppi verðmæti olíufélaganna eða? Ég veit að hægt er að leysa orkuvandamál Norðurlands á náttúruvænni og ódyrari hátt en með vélasamstæðum knúnum af innfluttri orku í boði olíufélags. Já ég er ekki sérfræðingur en ég veit það. Hver er ástæðan fyrir að Norðanmenn ekki sjá skóginn fyrir trjánum? Hvernig væri að nota vanýtta auðlind sem er rokið og það kostar ekkert og framboð ótakmarkað? Vindorkan til raforkuframleiðslu er náttúruvænasti kostur sem finnst í dag. Meðan ekki hefur verið fullþróaður kaldur samruni (Cold Fusion) er vindorkan hreinust. Hún er afturkræf, ódýrari, tær, gengur ekki á auðlind, þarf aldrei að flytja til líkt og þegar bora þarf nýja holu vegna jarðhræringa við gufuaflsvirkjun. Ég finn til með þeim er keypt hafa rafbíl vegna umhverfisverndarsjónarmiða og hlaða munu bíla sína með hleðslustöðvum knúnum dieselvélum. Hvaða fáviti stakk upp á þessu? Vindorkan þarfnast ekki uppistöðulóna líkt og fallvatnsvirkjun. Eina sem vindmylla þolir illa er logn og stilla. Kannski er ég að misskilja eitthvað hérna? Boðar langtíma veðurspá langvarandi logn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég fann tilfinningu líkt og einhver hefði dáið þegar ég las fréttir um að menn væru í fúlustu alvöru að spá í að framleiða rafmagn með diesel véla samstæðu í Eyjafirði vegna raforkuskorts. Hvaða gáfumenni dettur þetta í hug? Mér hefur aldrei staðið á sama um fallega landið okkar og þær auðlindir sem það færir okkur. Ísland er landið mitt og ég er stolt af því. Fyrir rúmu ári síðan gerði ég uppgötvun. Veðurfarið hér á landi sem ég hef blótað í rúm fjörutíu ár er vannýtt auðlind sem við Íslendingar eigum óendanlega mikið til af. Af hverju í ósköpunum nýtum við ekki rokið til að framleiða rafmagn og leysum þannig orkuskort Norðlendinga á afturkræfan og vistvænan máta líkt og nágrannaþjóðir okkar gera? Hvað þýðir orðið afturkræft? Jú, þegar vindur og rok er nýtt til orkuframleiðslu með vindmyllum eru þær tímabundið, líkt og gestir náttúrunnar og þegar líftími þeirra er liðinn þá er náttúran ósködduð og ummerki engin eftir dvöl gesta. Vindmyllu er fljótlegt að reisa. Það tekur vindmyllu einungis fjóra mánuði að kolefnisjafna sig eftir gangsetningu og hvað þýðir það? Á mannamáli þá framleiðir vindmylla á sextán vikum sama magn orku og notað var við að framleiða hana sjálfa. Vindmylla hefur líftíma 20-25 ár. Hver man ekki eftir niðurlægjandi tímabili sem fylgdi hruninu? Verðlaus króna. Gengishöft. Við þurftum að fara í bankann og sýna farseðil til að fá nokkra dollara. Frelsi okkar var skert. Árið 2012 í hámarki gengishafta var einnig hámarki sjálfbærni orkuframleiðslu náð frá stofnun lýðveldis 86%. Þá koma nokkur ár í röð þar sem innflutningur á orku er aukinn og greitt með dýrmætum gjaldeyri sem skertur aðgangur var fólki samhliða. Ég sem hélt alla tíð að ég byggi meðal skynsamra manna í hreinasta landi heims. Hvaða rugl var í gangi? Hver stóð vaktina? Þarf að selja meiri olíu vegna Costco-áhrifa og góðir og heiðarlegir Norðlendingar skulu halda uppi verðmæti olíufélaganna eða? Ég veit að hægt er að leysa orkuvandamál Norðurlands á náttúruvænni og ódyrari hátt en með vélasamstæðum knúnum af innfluttri orku í boði olíufélags. Já ég er ekki sérfræðingur en ég veit það. Hver er ástæðan fyrir að Norðanmenn ekki sjá skóginn fyrir trjánum? Hvernig væri að nota vanýtta auðlind sem er rokið og það kostar ekkert og framboð ótakmarkað? Vindorkan til raforkuframleiðslu er náttúruvænasti kostur sem finnst í dag. Meðan ekki hefur verið fullþróaður kaldur samruni (Cold Fusion) er vindorkan hreinust. Hún er afturkræf, ódýrari, tær, gengur ekki á auðlind, þarf aldrei að flytja til líkt og þegar bora þarf nýja holu vegna jarðhræringa við gufuaflsvirkjun. Ég finn til með þeim er keypt hafa rafbíl vegna umhverfisverndarsjónarmiða og hlaða munu bíla sína með hleðslustöðvum knúnum dieselvélum. Hvaða fáviti stakk upp á þessu? Vindorkan þarfnast ekki uppistöðulóna líkt og fallvatnsvirkjun. Eina sem vindmylla þolir illa er logn og stilla. Kannski er ég að misskilja eitthvað hérna? Boðar langtíma veðurspá langvarandi logn?
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar