Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir skrifar 9. október 2017 06:00 1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. Hópurinn vinnur að því að fá þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum til að skrifa undir stefnuyfirlýsingu um að efla geðheilbrigðisþjónustu við ungbörn og fjölskyldur þeirra á öllum þjónustustigum heilbrigðiskerfisins fyrsta 1001 daginn í lífi barns (frá getnaði að tveggja ára aldri). Hópinn skipa fulltrúar frá Barnaverndarstofu, Barnaheillum, Embætti landlæknis, Geðsviði Landspítala, Geðverndarfélagi Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands og Þerapeiu, meðferðarstofnun og foreldrum ungbarna. Verndari verkefnisins er forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson. Hópurinn hefur undirbúið vitundarvakningu um mikilvægi fyrsta 1001 dagsins í lífi ungbarns, sem hefst á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn. Vitundarvakningin stendur yfir næstu viku og lýkur með ráðstefnunni Börnin okkar á vegum Geðhjálpar þann 17. október. Hvað er svona merkilegt við fyrsta 1001 daginn? Á þeim tíma verður gríðarlegur vöxtur á heila ungbarnsins með fjölgun heilafruma og myndun taugafrumtengsla. Þetta tímabil skiptir sköpum varðandi þroska mikilvægra eiginleika og skynjunar s.s. sjónar, heyrnar, tilfinningastjórnunar, málþroska og félagslegrar færni. Heilaþroskinn er háður samskiptum ungbarns við umönnunaraðila og hvernig svörun og umönnun barnið fær. Á þessu tímabili verða til vanabundin viðbrögð við aðstæðum, t.d. við hverju barnið býst frá öðru fólki. Þannig á reynsla barnsins á þessum tíma mikinn þátt í að móta kjarnaviðhorf þess til sjálfs sín og annarra. Samskipti eins og snerting, augnsamband, gagnkvæmt hjal og leikur eru leiðir til að ná til barnsins og hafa áhrif á líðan þess. Temprun tilfinninga barnsins er mjög mikilvæg út frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði og hefur mikil áhrif á líkamlega þætti s.s. hjartslátt, streituhormón, vellíðunarhormón og boðefni í heilanum. Ef foreldrar glíma við streitu, áföll, geðrænan eða tilfinningavanda getur það haft neikvæð áhrif á næmi þeirra til að lesa í merki ungbarnsins og svara því á viðeigandi hátt. Slíkt er mjög streituvaldandi fyrir ungbarn. Barn sem býr við langvarandi streituástand getur þróað með sér tilfinningavanda og síðar hegðunar- og heilsufarsvanda ef ekkert er að gert.Þarfir ungbarna og foreldra hunsaðar Að verða foreldri er eitt af stærstu þroskaverkefnum lífsins. Ungbörn og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur en því miður er margt í okkar samfélagi og heilbrigðiskerfi sem veldur því að þarfir þessa hóps eru hunsaðar og vanræktar. Það er samfélaginu dýrkeypt. Skýrsla frá London School of Economics upplýsir um þann kostnað sem hlýst í samfélaginu ef ekki er veitt sérhæfð geðheilbrigðisþjónusta við foreldra í fæðingarferli. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á íslenskan veruleika kemur í ljós að 7 milljarða kostnaður verður til á hverju ári á Íslandi ef ekkert er gert. 70% af þeim kostnaði verða til vegna stuðnings og meðferðar sem barnið þarf í félags- og heilbrigðis- og skólakerfinu til 18 ára aldurs. Til að fyrirbyggja þennan kostnað þarf að verja 230 milljónum á ári til að bæta meðgönguvernd í heilsugæslu og til sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu með þverfaglegu teymi. Ég skora á íslenska stjórnmálamenn að taka höndum saman og eyrnamerkja fé á fjárlögum þessum málaflokki að fordæmi nágrannaþjóða okkar t.d. í Bretlandi og Noregi. James Heckman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur sýnt fram á að fjárfesting samfélags sem fyrst á ævi einstaklings skilar mestu til baka í formi sparnaðar í kerfinu og eykur auðlegð samfélagsins með virkari þátttöku þjóðfélagsþegna. Byggjum upp geðheilbrigðisþjónustu sem mismunar ekki eftir aldri! Ungbörn geta ekki beðið!Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
1001 hópurinn er hópur fagfólks frá ýmsum stofnunum samfélagsins sem láta sig velferð ungbarna varða. Hópurinn vinnur að því að fá þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum til að skrifa undir stefnuyfirlýsingu um að efla geðheilbrigðisþjónustu við ungbörn og fjölskyldur þeirra á öllum þjónustustigum heilbrigðiskerfisins fyrsta 1001 daginn í lífi barns (frá getnaði að tveggja ára aldri). Hópinn skipa fulltrúar frá Barnaverndarstofu, Barnaheillum, Embætti landlæknis, Geðsviði Landspítala, Geðverndarfélagi Íslands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Miðstöð foreldra og barna, Rannsóknarstofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands og Þerapeiu, meðferðarstofnun og foreldrum ungbarna. Verndari verkefnisins er forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson. Hópurinn hefur undirbúið vitundarvakningu um mikilvægi fyrsta 1001 dagsins í lífi ungbarns, sem hefst á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn. Vitundarvakningin stendur yfir næstu viku og lýkur með ráðstefnunni Börnin okkar á vegum Geðhjálpar þann 17. október. Hvað er svona merkilegt við fyrsta 1001 daginn? Á þeim tíma verður gríðarlegur vöxtur á heila ungbarnsins með fjölgun heilafruma og myndun taugafrumtengsla. Þetta tímabil skiptir sköpum varðandi þroska mikilvægra eiginleika og skynjunar s.s. sjónar, heyrnar, tilfinningastjórnunar, málþroska og félagslegrar færni. Heilaþroskinn er háður samskiptum ungbarns við umönnunaraðila og hvernig svörun og umönnun barnið fær. Á þessu tímabili verða til vanabundin viðbrögð við aðstæðum, t.d. við hverju barnið býst frá öðru fólki. Þannig á reynsla barnsins á þessum tíma mikinn þátt í að móta kjarnaviðhorf þess til sjálfs sín og annarra. Samskipti eins og snerting, augnsamband, gagnkvæmt hjal og leikur eru leiðir til að ná til barnsins og hafa áhrif á líðan þess. Temprun tilfinninga barnsins er mjög mikilvæg út frá lífeðlisfræðilegu sjónarmiði og hefur mikil áhrif á líkamlega þætti s.s. hjartslátt, streituhormón, vellíðunarhormón og boðefni í heilanum. Ef foreldrar glíma við streitu, áföll, geðrænan eða tilfinningavanda getur það haft neikvæð áhrif á næmi þeirra til að lesa í merki ungbarnsins og svara því á viðeigandi hátt. Slíkt er mjög streituvaldandi fyrir ungbarn. Barn sem býr við langvarandi streituástand getur þróað með sér tilfinningavanda og síðar hegðunar- og heilsufarsvanda ef ekkert er að gert.Þarfir ungbarna og foreldra hunsaðar Að verða foreldri er eitt af stærstu þroskaverkefnum lífsins. Ungbörn og foreldrar þeirra eru viðkvæmur hópur en því miður er margt í okkar samfélagi og heilbrigðiskerfi sem veldur því að þarfir þessa hóps eru hunsaðar og vanræktar. Það er samfélaginu dýrkeypt. Skýrsla frá London School of Economics upplýsir um þann kostnað sem hlýst í samfélaginu ef ekki er veitt sérhæfð geðheilbrigðisþjónusta við foreldra í fæðingarferli. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á íslenskan veruleika kemur í ljós að 7 milljarða kostnaður verður til á hverju ári á Íslandi ef ekkert er gert. 70% af þeim kostnaði verða til vegna stuðnings og meðferðar sem barnið þarf í félags- og heilbrigðis- og skólakerfinu til 18 ára aldurs. Til að fyrirbyggja þennan kostnað þarf að verja 230 milljónum á ári til að bæta meðgönguvernd í heilsugæslu og til sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu með þverfaglegu teymi. Ég skora á íslenska stjórnmálamenn að taka höndum saman og eyrnamerkja fé á fjárlögum þessum málaflokki að fordæmi nágrannaþjóða okkar t.d. í Bretlandi og Noregi. James Heckman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, hefur sýnt fram á að fjárfesting samfélags sem fyrst á ævi einstaklings skilar mestu til baka í formi sparnaðar í kerfinu og eykur auðlegð samfélagsins með virkari þátttöku þjóðfélagsþegna. Byggjum upp geðheilbrigðisþjónustu sem mismunar ekki eftir aldri! Ungbörn geta ekki beðið!Höfundur er geðlæknir.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar