Subbuskapur? Úrsúla Jünemann skrifar 20. september 2017 07:00 Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi D- listans, fer mikinn í grein sinni þann 6. september í Fréttablaðinu. Þar vill hún meina að í Reykjavík ríki subbuskapur og borginni sé illa sinnt. Auðvitað mætti margt bæta í viðhaldi og skipulagi. En þetta er ekki svo einfalt. Reykjavík hefur undanfarið sopið seyðið af sífjölgandi ferðamannastraumi. Með þessu fylgir gullgrafaraæði. Menn vilja græða sem mest á stuttum tíma. Gömul hús víkja fyrir hótelum og gistihúsum – og oft á óhentugum stöðum. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki haft hemil á því að fjársterk íbúðaleigufélög gátu keypt megnið af fasteignum í miðbænum. Airbnb blómstrar eins og aldrei fyrr þannig að framboð á íbúðarhúsnæði miðsvæðis minnkar stöðugt. Þegar hlutfall þeirra sem búa allan ársins hring í miðbænum minnkar svo ört er ekki skrýtið að bæjarbragurinn verði öðruvísi. Margir koma í miðbæinn þar sem fjörið er og vilja skemmta sér. Því fylgir því miður subbuskapur og er miður fyrir fólk sem þarf að vakna snemma næsta dag. Önnur sveitarfélög eins og Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær eiga ekki við þann vanda að stríða. Þau eru eiginlega eins konar svefnbæir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft tögl og hagldir í langan tíma þarna. Þar býr að mestu leyti efnað fólk sem kann vel við sig í sínu húsnæði og við sitt kjör. Framboð á félagslegum íbúðum eða litlu húsnæði á viðráðanlegum kjörum er lítið enda efnalítið fólk frekar óvelkomið. Í Reykjavík er hins vegar mesta framboð á húsnæði til þeirra sem minnst mega sín, þó að það sé alls ekki nóg. Ef menn ætla að kippa sér upp við það að grasið sé ekki slegið nógu oft eða að sumstaðar birtist óæskilegur gróður (illgresi er ljótt orð) þá mætti nú snúa sér að öðru og mikilvægara. Í Reykjavík þar sem hlutfallslega miklu fleiri búa sem eiga erfitt er ekki skrítið að viðhorfskannanir verði frekar neikvæðar. Þetta veit hún Áslaug auðvitað. En stutt er í næstu sveitarstjórnarkosningar. Höfundur er kennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi D- listans, fer mikinn í grein sinni þann 6. september í Fréttablaðinu. Þar vill hún meina að í Reykjavík ríki subbuskapur og borginni sé illa sinnt. Auðvitað mætti margt bæta í viðhaldi og skipulagi. En þetta er ekki svo einfalt. Reykjavík hefur undanfarið sopið seyðið af sífjölgandi ferðamannastraumi. Með þessu fylgir gullgrafaraæði. Menn vilja græða sem mest á stuttum tíma. Gömul hús víkja fyrir hótelum og gistihúsum – og oft á óhentugum stöðum. Því miður hefur ríkisstjórnin ekki haft hemil á því að fjársterk íbúðaleigufélög gátu keypt megnið af fasteignum í miðbænum. Airbnb blómstrar eins og aldrei fyrr þannig að framboð á íbúðarhúsnæði miðsvæðis minnkar stöðugt. Þegar hlutfall þeirra sem búa allan ársins hring í miðbænum minnkar svo ört er ekki skrýtið að bæjarbragurinn verði öðruvísi. Margir koma í miðbæinn þar sem fjörið er og vilja skemmta sér. Því fylgir því miður subbuskapur og er miður fyrir fólk sem þarf að vakna snemma næsta dag. Önnur sveitarfélög eins og Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær eiga ekki við þann vanda að stríða. Þau eru eiginlega eins konar svefnbæir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft tögl og hagldir í langan tíma þarna. Þar býr að mestu leyti efnað fólk sem kann vel við sig í sínu húsnæði og við sitt kjör. Framboð á félagslegum íbúðum eða litlu húsnæði á viðráðanlegum kjörum er lítið enda efnalítið fólk frekar óvelkomið. Í Reykjavík er hins vegar mesta framboð á húsnæði til þeirra sem minnst mega sín, þó að það sé alls ekki nóg. Ef menn ætla að kippa sér upp við það að grasið sé ekki slegið nógu oft eða að sumstaðar birtist óæskilegur gróður (illgresi er ljótt orð) þá mætti nú snúa sér að öðru og mikilvægara. Í Reykjavík þar sem hlutfallslega miklu fleiri búa sem eiga erfitt er ekki skrítið að viðhorfskannanir verði frekar neikvæðar. Þetta veit hún Áslaug auðvitað. En stutt er í næstu sveitarstjórnarkosningar. Höfundur er kennari á eftirlaunum.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar