Sveinn Aron kvað falldrauginn í kútinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2017 06:00 Blikar fagna Sveini Aroni Guðjohnsen, hetjunni gegn ÍBV. vísir/eyþór Það voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Breiðabliks og ÍBV þegar Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði markið sem tryggði að Kópavogsliðið spilar í Pepsi-deildinni að ári. Sveinn Aron kom þá boltanum í netið eftir aukaspyrnu Kristins Jónssonar og skoraði sitt þriðja mark í sumar. Lokatölur 3-2, Breiðabliki í vil. „Frammistaða hans í sumar er eitthvað sem þarf að meta eftir mót. Hann er gríðarlega efnilegur strákur sem þarf að æfa stíft til að verða alvöru framherji og hann hefur alla burði til þess, hvort það gerist hjá honum, þarf hann bara að sýna,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í Kópavoginum. Blikar gátu leyft sér að brosa í gær en brúnin var öllu þyngri á Eyjamönnum enda eru þeir enn í mikilli fallhættu. Bikarmeistararnir eru með 22 stig í 10. sæti Pepsi-deildarinnar, einu stigi á undan Víkingi Ó., en með mun betri markatölu. Eyjamenn eru því enn með örlögin í sínum höndum og halda sér uppi með sigri á KA í lokaumferðinni, sama hvernig fer hjá Ólsurum og Skagamönnum. Víkingur Ó. var lengi vel með forystuna gegn FH en varð á endanum að sætta sig við jafntefli, 1-1. Þetta var síðasti leikurinn á náttúrulegu grasi á Ólafsvíkurvelli en gervigras verður nú lagt á hann. „Við eigum hörkuleik gegn Skaganum um næstu helgi og svo vonum við að KA taki ÍBV í Eyjum. Það er erfitt að þurfa að treysta á annan en sjálfan þig en við verðum að gera okkar og vinna ÍA,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, markaskorari Víkings, eftir leikinn.Steven Lennon er langmarkahæsti leikmaður FH í sumar og næstmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.vísir/vilhelmSteven Lennon skoraði jöfnunarmark FH úr vítaspyrnu en þetta var hans fimmtánda mark í sumar. Stigið þýðir að FH-ingar eru öruggir með Evrópusæti. Þeir hafa verið samfellt með í Evrópukeppni síðan 2004. Það voru ekki neinir timburmenn í Íslandsmeisturum Vals sem gerðu góða ferð í Garðabæinn og unnu 1-2 sigur. Bjarni Ólafur Eiríksson og Guðjón Pétur Lýðsson voru á skotskónum annan leikinn í röð. Mark Stjörnunnar skoraði Hilmar Árni Halldórsson. Hann varð þar með þriðji Stjörnumaðurinn til að skora 10 mörk í sumar. Guðjón Baldvinsson (12) og Hólmbert Aron Friðjónsson (11) höfðu áður komist í tveggja stafa tölu í markaskorun. KR var boðið upp í dans um Evrópusætið en þáði það ekki. KR-ingar gerðu 2-2 jafntefli við Fjölnismenn í Grafarvoginum og eiga því ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Með sigri í gær hefði KR sett upp hreinan úrslitaleik við Stjörnuna um Evrópusæti í lokaumferðinni. „Ákafinn og hugarfarið er til staðar og við spiluðum vel í dag gegn Fjölnisliði sem var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þeim tókst það en um leið fjaraði okkur draumur út. Við vorum fullvissir um það að við myndum ná að vinna okkur inn flottan úrslitaleik í síðustu umferðinni,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. Fjölnismenn voru öllu kátari enda eru þeir öruggir með sæti í Pepsi-deildinni að ári. Fjölnir verður því með lið í efstu deild fimmta árið í röð.Andri Rúnar Bjarnason var ekki á skotskónum gegn KA.vísir/stefánMarkametið í efstu deild stendur enn því Andri Rúnar Bjarnason skaut púðurskotum í 2-1 tapi Grindavíkur fyrir KA í nýliðaslag fyrir norðan. Hann er því enn með 18 mörk en fær tækifæri til að jafna eða slá markametið gegn Fjölni í lokaumferðinni. „Það er búið að vera pressa á mig í fjölmiðlum síðustu níu leiki eða eitthvað en nei, ég finn ekki fyrir aukinni pressu. Ég reyni að halda áfram að spila minn leik,“ sagði Andri Rúnar eftir leik. Með sigrinum hafði KA sætaskipti við Grindavík. KA-menn geta náð 4. sætinu af KR-ingum í lokaumferðinni. Þá gerðu Víkingur R. og ÍA markalaust jafntefli í Víkinni. Heimavöllurinn reyndist Víkingum ekki gjöfull en þeir unnu aðeins tvo leiki í Traðarlandinu í sumar. Fallnir Skagamenn spiluðu upp á stoltið og forðuðust tap í fjórða leiknum í röð. Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram laugardaginn 30. september. Allir sex leikirnir hefjast klukkan 14.00. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Það voru komnar þrjár mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í leik Breiðabliks og ÍBV þegar Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði markið sem tryggði að Kópavogsliðið spilar í Pepsi-deildinni að ári. Sveinn Aron kom þá boltanum í netið eftir aukaspyrnu Kristins Jónssonar og skoraði sitt þriðja mark í sumar. Lokatölur 3-2, Breiðabliki í vil. „Frammistaða hans í sumar er eitthvað sem þarf að meta eftir mót. Hann er gríðarlega efnilegur strákur sem þarf að æfa stíft til að verða alvöru framherji og hann hefur alla burði til þess, hvort það gerist hjá honum, þarf hann bara að sýna,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í Kópavoginum. Blikar gátu leyft sér að brosa í gær en brúnin var öllu þyngri á Eyjamönnum enda eru þeir enn í mikilli fallhættu. Bikarmeistararnir eru með 22 stig í 10. sæti Pepsi-deildarinnar, einu stigi á undan Víkingi Ó., en með mun betri markatölu. Eyjamenn eru því enn með örlögin í sínum höndum og halda sér uppi með sigri á KA í lokaumferðinni, sama hvernig fer hjá Ólsurum og Skagamönnum. Víkingur Ó. var lengi vel með forystuna gegn FH en varð á endanum að sætta sig við jafntefli, 1-1. Þetta var síðasti leikurinn á náttúrulegu grasi á Ólafsvíkurvelli en gervigras verður nú lagt á hann. „Við eigum hörkuleik gegn Skaganum um næstu helgi og svo vonum við að KA taki ÍBV í Eyjum. Það er erfitt að þurfa að treysta á annan en sjálfan þig en við verðum að gera okkar og vinna ÍA,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, markaskorari Víkings, eftir leikinn.Steven Lennon er langmarkahæsti leikmaður FH í sumar og næstmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar.vísir/vilhelmSteven Lennon skoraði jöfnunarmark FH úr vítaspyrnu en þetta var hans fimmtánda mark í sumar. Stigið þýðir að FH-ingar eru öruggir með Evrópusæti. Þeir hafa verið samfellt með í Evrópukeppni síðan 2004. Það voru ekki neinir timburmenn í Íslandsmeisturum Vals sem gerðu góða ferð í Garðabæinn og unnu 1-2 sigur. Bjarni Ólafur Eiríksson og Guðjón Pétur Lýðsson voru á skotskónum annan leikinn í röð. Mark Stjörnunnar skoraði Hilmar Árni Halldórsson. Hann varð þar með þriðji Stjörnumaðurinn til að skora 10 mörk í sumar. Guðjón Baldvinsson (12) og Hólmbert Aron Friðjónsson (11) höfðu áður komist í tveggja stafa tölu í markaskorun. KR var boðið upp í dans um Evrópusætið en þáði það ekki. KR-ingar gerðu 2-2 jafntefli við Fjölnismenn í Grafarvoginum og eiga því ekki lengur möguleika á Evrópusæti. Með sigri í gær hefði KR sett upp hreinan úrslitaleik við Stjörnuna um Evrópusæti í lokaumferðinni. „Ákafinn og hugarfarið er til staðar og við spiluðum vel í dag gegn Fjölnisliði sem var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þeim tókst það en um leið fjaraði okkur draumur út. Við vorum fullvissir um það að við myndum ná að vinna okkur inn flottan úrslitaleik í síðustu umferðinni,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. Fjölnismenn voru öllu kátari enda eru þeir öruggir með sæti í Pepsi-deildinni að ári. Fjölnir verður því með lið í efstu deild fimmta árið í röð.Andri Rúnar Bjarnason var ekki á skotskónum gegn KA.vísir/stefánMarkametið í efstu deild stendur enn því Andri Rúnar Bjarnason skaut púðurskotum í 2-1 tapi Grindavíkur fyrir KA í nýliðaslag fyrir norðan. Hann er því enn með 18 mörk en fær tækifæri til að jafna eða slá markametið gegn Fjölni í lokaumferðinni. „Það er búið að vera pressa á mig í fjölmiðlum síðustu níu leiki eða eitthvað en nei, ég finn ekki fyrir aukinni pressu. Ég reyni að halda áfram að spila minn leik,“ sagði Andri Rúnar eftir leik. Með sigrinum hafði KA sætaskipti við Grindavík. KA-menn geta náð 4. sætinu af KR-ingum í lokaumferðinni. Þá gerðu Víkingur R. og ÍA markalaust jafntefli í Víkinni. Heimavöllurinn reyndist Víkingum ekki gjöfull en þeir unnu aðeins tvo leiki í Traðarlandinu í sumar. Fallnir Skagamenn spiluðu upp á stoltið og forðuðust tap í fjórða leiknum í röð. Lokaumferð Pepsi-deildar karla fer fram laugardaginn 30. september. Allir sex leikirnir hefjast klukkan 14.00.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira