Ekki kaupa rafbíl! Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 25. september 2017 15:00 Ýmsir málsmetandi menn hafa stigið á stokk að undanförnu og líst verulegum efasemdum um vænleika rafbíla. Sumir lýsa yfir miklum áhyggjum af umhverfisvænleika rafbíla á meðan aðrir reyna að útskýra fyrir fólki að rafbíllinn sé í raun ekki tilbúinn og fólk eigi ekki að hugsa um slík kaup næstu árin. Alvöru rannsóknir sýna hins vegar að rafbíll hefur mun lægra kolefnisspor en bensín- eða dísilbílar þó að námuvinnsla, framleiðsla rafhlöðu og endurvinnsla þeirra sé tekin með í reikninginn. Kolefnissporið er örlítið misjafnt eftir raforkukerfum en það er nánast ekki til það svæði í heiminum þar sem enginn heildarávinningur er af rafbílum. Auðvitað eiga menn að efast um vænleika nýrrar tækni, skárra væri það nú, en má ég þá biðja um að svipuðum efasemdum sé haldið á lofti gagnvart bílum sem ganga fyrir mengandi, heilsuspillandi, loftlagsbreytandi, ósjálfbærri, ferskvatnsspillandi, eldfimri og friðarógnandi olíu. Einhverjir lögðu til nýverið að við ættum frekar að kaupa bensínbíla en rafbíla til að stöðva barnaþrælkun í kóbaltnámum í Kóngó. Þetta er mjög mikilvæg ábending um slæmar aðstæður sem þarf að taka á strax en að mínu mati er rafbílabann ekki töfralausn fyrir ástandið í Kongó. Í júní dóu 157 í Pakistan þegar kviknaði í bensínflutningabíll, sem er alltof algengt víða í þróunarlöndum. Fréttin fékk litla athygli og ég man ekki eftir að fólk væri hvatt til að kaupa ekki bensínbíla til að bregðast við ástandinu. Enn merkilegri er málflutningurinn um að rafbíllinn sé ekki tilbúinn af þeirri ástæðu að ekki eru til tegundir sem henta hverjum einasta Íslendingi með sínar 300 þúsund sérþarfir. Er þá ekki hægt að byrja rafbílavæðingu á Íslandi fyrr en rafbíllinn sem hentar nákvæmlega síðasta sérvitringnum er kominn á markað? Þetta er algert vanmat á þeim risastóra neytendahóp sem er einfaldlega að fíla í botn þá rafbíla sem nú þegar eru til á markaðnum. Þetta er bara hugsandi fólk sem veit vel að það getur ekki keyrt 700 km í einum rykk og getur mögulega ekki dregið á eftir sér hjólhýsi. Það er bara fullt af neytendum sem langar í rafbíl af því að þeim finnst hann hreinlega flottari, eða þeir vilja ekki nota olíu, eða þeir vilja vera nútímalegri, eða vilja hafa meiri hröðun, eða vilja hafa minni hávaða, eða hreinlega elska að koma í upphitaðan bíl á köldum vetrarmorgnum. Þessu má líkja við að starfsmenn í raftækjaverslun hefðu hvatt neytendur til að bíða með eða sleppa því að kaupa Ipad af því að hann væri í raun ekki með venjulegu lyklaborði eins og hefðbundnar tölvur og því með miklar takmarkanir. Stóra málið er, að við höfum engan tíma til að bíða með rafvæðingu samgangna á Íslandi. Það er nefnilega uppselt þarna uppi og ekki pláss fyrir meira kolefni í lofthjúpnum án alvarlegra afleiðinga. Hver olíuknúinn bíll sem nýskráður verður hér á landi í framtíðinni er tapað tækifæri til að minnka losun koltvísýrings um tugi þúsunda kílóa. Bílar sem koma nýir inn í kerfið hér á næstunni eru auk þess líklegir til að vera ennþá stórir losendur árið 2030 þegar við þurfum að skila inn metnaðarfullum samdrætti á losun vegna skuldbindinga okkar í Parísarsamkomulaginu. Með öðrum orðum þá gætu nýskráðir bensín- og dísilbílar morgundagsins stuðlað að nauðsynlegum og kostnaðarsömum kaupum á losunarkvótum ef okkur mistekst að ná markmiðunum. Ég er í raun sammála fyrirsögninni, því best væri ef fólk keypti alls ekki bíl og notaði hjólreiðar og almenningssamgöngur í staðinn. En að leggja til að neytendur kaupi nýja bensín- eða dísilbíla af umhverfisástæðum eða vegna þess að rafbílar henta ekki nákvæmlega öllum, er afar vafasamur málflutningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ýmsir málsmetandi menn hafa stigið á stokk að undanförnu og líst verulegum efasemdum um vænleika rafbíla. Sumir lýsa yfir miklum áhyggjum af umhverfisvænleika rafbíla á meðan aðrir reyna að útskýra fyrir fólki að rafbíllinn sé í raun ekki tilbúinn og fólk eigi ekki að hugsa um slík kaup næstu árin. Alvöru rannsóknir sýna hins vegar að rafbíll hefur mun lægra kolefnisspor en bensín- eða dísilbílar þó að námuvinnsla, framleiðsla rafhlöðu og endurvinnsla þeirra sé tekin með í reikninginn. Kolefnissporið er örlítið misjafnt eftir raforkukerfum en það er nánast ekki til það svæði í heiminum þar sem enginn heildarávinningur er af rafbílum. Auðvitað eiga menn að efast um vænleika nýrrar tækni, skárra væri það nú, en má ég þá biðja um að svipuðum efasemdum sé haldið á lofti gagnvart bílum sem ganga fyrir mengandi, heilsuspillandi, loftlagsbreytandi, ósjálfbærri, ferskvatnsspillandi, eldfimri og friðarógnandi olíu. Einhverjir lögðu til nýverið að við ættum frekar að kaupa bensínbíla en rafbíla til að stöðva barnaþrælkun í kóbaltnámum í Kóngó. Þetta er mjög mikilvæg ábending um slæmar aðstæður sem þarf að taka á strax en að mínu mati er rafbílabann ekki töfralausn fyrir ástandið í Kongó. Í júní dóu 157 í Pakistan þegar kviknaði í bensínflutningabíll, sem er alltof algengt víða í þróunarlöndum. Fréttin fékk litla athygli og ég man ekki eftir að fólk væri hvatt til að kaupa ekki bensínbíla til að bregðast við ástandinu. Enn merkilegri er málflutningurinn um að rafbíllinn sé ekki tilbúinn af þeirri ástæðu að ekki eru til tegundir sem henta hverjum einasta Íslendingi með sínar 300 þúsund sérþarfir. Er þá ekki hægt að byrja rafbílavæðingu á Íslandi fyrr en rafbíllinn sem hentar nákvæmlega síðasta sérvitringnum er kominn á markað? Þetta er algert vanmat á þeim risastóra neytendahóp sem er einfaldlega að fíla í botn þá rafbíla sem nú þegar eru til á markaðnum. Þetta er bara hugsandi fólk sem veit vel að það getur ekki keyrt 700 km í einum rykk og getur mögulega ekki dregið á eftir sér hjólhýsi. Það er bara fullt af neytendum sem langar í rafbíl af því að þeim finnst hann hreinlega flottari, eða þeir vilja ekki nota olíu, eða þeir vilja vera nútímalegri, eða vilja hafa meiri hröðun, eða vilja hafa minni hávaða, eða hreinlega elska að koma í upphitaðan bíl á köldum vetrarmorgnum. Þessu má líkja við að starfsmenn í raftækjaverslun hefðu hvatt neytendur til að bíða með eða sleppa því að kaupa Ipad af því að hann væri í raun ekki með venjulegu lyklaborði eins og hefðbundnar tölvur og því með miklar takmarkanir. Stóra málið er, að við höfum engan tíma til að bíða með rafvæðingu samgangna á Íslandi. Það er nefnilega uppselt þarna uppi og ekki pláss fyrir meira kolefni í lofthjúpnum án alvarlegra afleiðinga. Hver olíuknúinn bíll sem nýskráður verður hér á landi í framtíðinni er tapað tækifæri til að minnka losun koltvísýrings um tugi þúsunda kílóa. Bílar sem koma nýir inn í kerfið hér á næstunni eru auk þess líklegir til að vera ennþá stórir losendur árið 2030 þegar við þurfum að skila inn metnaðarfullum samdrætti á losun vegna skuldbindinga okkar í Parísarsamkomulaginu. Með öðrum orðum þá gætu nýskráðir bensín- og dísilbílar morgundagsins stuðlað að nauðsynlegum og kostnaðarsömum kaupum á losunarkvótum ef okkur mistekst að ná markmiðunum. Ég er í raun sammála fyrirsögninni, því best væri ef fólk keypti alls ekki bíl og notaði hjólreiðar og almenningssamgöngur í staðinn. En að leggja til að neytendur kaupi nýja bensín- eða dísilbíla af umhverfisástæðum eða vegna þess að rafbílar henta ekki nákvæmlega öllum, er afar vafasamur málflutningur.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun