Formaður og ritari Framsóknarfélags Skagafjarðar segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2017 21:36 Formaður og gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar hyggjast þó ekki segja sig úr Framsóknarflokknum sjálfum. Á mynd sést Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins. Vísir/Ernir Formaður og ritari stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar sögðu af sér embættum í dag eftir að Gunnar Bragi Sveinsson oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi hætti við að bjóða sig fram í forvali flokksins á sunnudag eftir viku. Jóhannes Björn Þorleifsson fráfarandi formaður Framsóknarfélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að hann og Hrund Pétursdóttir ritari félagsins hefðu sagt af sér embættum sínum. Sagði Jóhannes hann og Hrund afar ósátt við hvernig komið hafi verið fram við Gunnar Braga sem hann hefði unnið með í mörg ár. En Jóhannes Björn sem er 33 ára gamall hefur starfað innan Framsóknarflokksins frá því hann var sextán ára gamall. „Við ætlum samt ekki að segja okkur úr Framsóknarflokknum og ég hyggst alla vega vinna innan floksins áfram,” sagði Jóhannes Björn í samtali við fréttastofu. Hann vildi hins vegar ekki gera mikið úr þessari ákvörðun sinni opinberlega heldur taka umræðuna með félögum sínum innan flokksins. Gunnar Bragi tilkynnti á Facebook síðu sinni í dag að hann hefði bæði hætt við framboð og sagt sig úr flokknum eins og fram kom bæði í fréttum Vísis fyrr í dag og á Stöð 2 í kvöld. En þar var einnig greint frá því að Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hefði unnið skipulega gegn Gunnari Braga innan flokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verður einn af gestum Heimis Más Péturssonar fréttamans í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl 12:20 á morgun.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var Hrund Pétursdóttir sögð gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar. Hún gegndi hins vegar stöðu ritara félagsins. Þetta hefur verið leiðrétt. Tengdar fréttir Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir. 29. september 2017 19:42 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Formaður og ritari stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar sögðu af sér embættum í dag eftir að Gunnar Bragi Sveinsson oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi hætti við að bjóða sig fram í forvali flokksins á sunnudag eftir viku. Jóhannes Björn Þorleifsson fráfarandi formaður Framsóknarfélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að hann og Hrund Pétursdóttir ritari félagsins hefðu sagt af sér embættum sínum. Sagði Jóhannes hann og Hrund afar ósátt við hvernig komið hafi verið fram við Gunnar Braga sem hann hefði unnið með í mörg ár. En Jóhannes Björn sem er 33 ára gamall hefur starfað innan Framsóknarflokksins frá því hann var sextán ára gamall. „Við ætlum samt ekki að segja okkur úr Framsóknarflokknum og ég hyggst alla vega vinna innan floksins áfram,” sagði Jóhannes Björn í samtali við fréttastofu. Hann vildi hins vegar ekki gera mikið úr þessari ákvörðun sinni opinberlega heldur taka umræðuna með félögum sínum innan flokksins. Gunnar Bragi tilkynnti á Facebook síðu sinni í dag að hann hefði bæði hætt við framboð og sagt sig úr flokknum eins og fram kom bæði í fréttum Vísis fyrr í dag og á Stöð 2 í kvöld. En þar var einnig greint frá því að Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga og fólk nátengt honum og kaupfélaginu hefði unnið skipulega gegn Gunnari Braga innan flokksins. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins verður einn af gestum Heimis Más Péturssonar fréttamans í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl 12:20 á morgun.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var Hrund Pétursdóttir sögð gjaldkeri stjórnar Framsóknarfélags Skagafjarðar. Hún gegndi hins vegar stöðu ritara félagsins. Þetta hefur verið leiðrétt.
Tengdar fréttir Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir. 29. september 2017 19:42 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Öfl í kringum Kaupfélag Skagfirðinga sögð hafa unnið hart gegn Gunnari Braga Til stendur að kjósa um fimm efstu sæti á lista framsóknarmanna á tvöföldu kjördæmaþingi hinn 8. október og í þeim slag eru Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og Stefán Vagn Stefánsson sagðir kaupfélagsstjóranum mjög þóknanlegir. 29. september 2017 19:42
Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53