Ólafía Þórunn: Reyndi að gera hlutina einfalt og halda mér í núinu 10. september 2017 17:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty „Ég reyndi að gera hlutina einfalt, völlurinn hentaði mér vel, ég var að slá vel, koma mér í færi og púttin voru að falla,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, aðspurð út í spilamennskuna um helgina er íþróttadeild 365 heyrði í henni þegar hún var nýlent í Frakklandi fyrr í dag. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi lenti Ólafía í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis á LPGA-mótaröðinni en örn á lokaholunni skaut henni upp í fjórða sætið.Sjá einnig:Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni „Það var auðvitað frábært að sjá það detta, ég var búinn að vera nálægt því að setja nokkur innáhögg niður og það datt loksins þarna,“ sagði Ólafía sem fékk rúmlega tíu milljónir íslenskra króna fyrir árangur sinn á mótinu. „Ég reyndi bara að halda mér í núinu, einblína á að klára þar sem lokaholurnar á vellinum voru erfiðar. Það var góð tilfinning að klára svona vel.“ Fyrir vikið skaust Ólafía upp um 39. sæti á peningalistanum, alla leiðina upp í 67. sæti en 100 efstu kylfingar halda þátttökuréttinum á mótaröðinni. „Það er ekki bara að ná meðal hundrað efstu, ef maður er meðal efstu 80 kylfingana færðu meira val um hvaða mót þú tekur þátt á. Þá fæ ég þátttökurétt á öðrum mótum þar sem það er enginn niðurskurður sem er bara frábært.“Sjá einnig:Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Ólafía verður meðal þátttakenda á Evian-mótinu um næstu helgi, síðasta risamóti ársins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Frakklandi við landamærin að Sviss. „Þetta veitir mér sjálfstraust fyrir mótið, ég hef spilað völlinn sem Evian-mótið er á áður svo ég kannast við hann og það hjálpar mér vonandi. Ég lék þarna í úrtökumóti á síðasta ári og það hjálpar við undirbúninginn.“ Nánar verður rætt við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún er á leiðinni til Nýja-Sjálands á mót þegar mótinu lýkur í Frakklandi. Golf Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
„Ég reyndi að gera hlutina einfalt, völlurinn hentaði mér vel, ég var að slá vel, koma mér í færi og púttin voru að falla,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, aðspurð út í spilamennskuna um helgina er íþróttadeild 365 heyrði í henni þegar hún var nýlent í Frakklandi fyrr í dag. Líkt og fjallað hefur verið um á Vísi lenti Ólafía í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis á LPGA-mótaröðinni en örn á lokaholunni skaut henni upp í fjórða sætið.Sjá einnig:Sjáðu magnað vipp Ólafíu fyrir erni „Það var auðvitað frábært að sjá það detta, ég var búinn að vera nálægt því að setja nokkur innáhögg niður og það datt loksins þarna,“ sagði Ólafía sem fékk rúmlega tíu milljónir íslenskra króna fyrir árangur sinn á mótinu. „Ég reyndi bara að halda mér í núinu, einblína á að klára þar sem lokaholurnar á vellinum voru erfiðar. Það var góð tilfinning að klára svona vel.“ Fyrir vikið skaust Ólafía upp um 39. sæti á peningalistanum, alla leiðina upp í 67. sæti en 100 efstu kylfingar halda þátttökuréttinum á mótaröðinni. „Það er ekki bara að ná meðal hundrað efstu, ef maður er meðal efstu 80 kylfingana færðu meira val um hvaða mót þú tekur þátt á. Þá fæ ég þátttökurétt á öðrum mótum þar sem það er enginn niðurskurður sem er bara frábært.“Sjá einnig:Ólafía fékk rúmar 10 milljónir | Komin í 67. sæti peningalistans Ólafía verður meðal þátttakenda á Evian-mótinu um næstu helgi, síðasta risamóti ársins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Frakklandi við landamærin að Sviss. „Þetta veitir mér sjálfstraust fyrir mótið, ég hef spilað völlinn sem Evian-mótið er á áður svo ég kannast við hann og það hjálpar mér vonandi. Ég lék þarna í úrtökumóti á síðasta ári og það hjálpar við undirbúninginn.“ Nánar verður rætt við Ólafíu í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún er á leiðinni til Nýja-Sjálands á mót þegar mótinu lýkur í Frakklandi.
Golf Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira