Ósvífnar álögur á börn Anna María Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2017 15:38 Kostnaður vegna námsgagna framhaldsskólanemenda er verulegur. Þrátt fyrir ákvæði í framhaldsskólalögum um að mæta skuli kostnaði nemenda vegna námsgagna þurfa þeir að kaupa sín námsgögn sjálfir, hvort sem það eru kennslubækur, aðgangur að vefsvæðum, kostnaður vegna verklegra áfanga, stílabækur, tölvur eða annað. Framhaldsskólinn sækir fjármuni vegna alls þessa í vasa nemenda. Ríkið hefur aldrei komið að námsgagnaútgáfu fyrir framhaldsskólastigið heldur er hún alfarið í höndum einkaaðila. Sem dæmi um kostnað má nefna ungan námsmann sem var að hefja nám í framhaldsskóla nú í haust. Námsgögn voru keypt samkvæmt bókalista. Gætt var fyllstu aðgætni við bókakaupin og keyptar notaðar bækur ef þær litu vel út. Þær orðabækur sem voru á bókalistanum voru til á heimilinu svo ekki þurfti að kaupa þær. Heildarkostnaður vegna námgagnakaupa þessa nemenda í upphafi náms við framhaldsskóla var 82.889 krónur. Þess ber að geta að dýrustu bækurnar tvær munu fylgja nemandanum í gegnum allt námið, svo væntanlega verður kostnaður eitthvað minni á næstu önn. Það er ótækt í íslensku velferðarsamfélagi að leggja slíkar álögur á börn. Því miður ganga þeir sem selja námsgögn fyrir framhaldsskóla á lagið og námsbækur eru miklu dýrari en aðrar bækur. Má sjá mörg dæmi um það, ef t.d. íslensk skáldsaga lendir á leslista framhaldsskóla hækkar verðið snarlega. Og verðlagning er í mörgum tilfellum ekkert annað en ósvífin. Og hverjir aðrir en nemendur þurfa að reiða fram tæplega 7.000 krónur fyrir þýdda bók sem fyrst kom út fyrir 27 árum? Þetta hefur í för með sér að nemendur leita eftir því að kaupa notaðar bækur og sitja uppi með þvældar og skítugar bækur sem búið er að fylla inn í og geta með engu móti talist boðleg námsgögn. Því má svo bæta við að í verðkönnun sem ASÍ gerði á námsbókum fyrir framhaldsskóla var verðmunurinn allt upp í 85% milli bókabúða og var þar þó eingöngu miðað við nýjar bækur.Og hverjir aðrir en nemendur þurfa að reiða fram tæplega 7.000 krónur fyrir þýdda bók sem fyrst kom út fyrir 27 árum? Hluti af námsgagnavanda framhaldsskólanna liggur í löggjöfinni sjálfri um skólastigið og í námskránni frá árinu 2011 þegar námsskrárgerðin færðist út til skólanna sjálfra. Hæfniviðmiðin sem skipulagt er eftir eru mjög víð og því misjafnt hvernig námið er skipulagt í skólunum. Með námskránni 2011 heyrði það sögunni til að útgefendur gætu gefið út námsbækur og verið nokkuð vissir um að þær yrðu kenndar við meginþorra framhaldsskóla. Kennarar hafa nú meira frelsi en áður til að setja saman áfanga og velja námsefni í takt við áherslur sínar og það er auðvitað gott en til þess þurfa kennarar að hafa eitthvað námsefni til að velja úr. Í aðdraganda þess að framhaldsskólalögin voru sett árið 2008 var rætt um að bragarbót þyrfti að gera á aðgengi nemenda að námsefni og inn í lögin var sett grein nr. 51 sem kveður á um að á hverjum fjárlögum skuli tilgreind fjárhæð sem nemendur eiga að fá vegna námsgagna. Þrátt fyrir að ákvæðið hafi ratað í lög hafa aldrei verið settar verklagsreglur um það eða tilgreindar neinar fjárhæðir í fjárlögum. Af þessu má sjá að stjórnvöld hafa ekki brugðist við vandanum. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að, er ákvæði þess efnis að öllum börnum skuli standa til boða frí skólaganga. Á Íslandi er þetta ákvæði þverbrotið og ekkert hefur verið brugðist við þó 20 ár séu nú síðan sjálfræðisaldur íslenskra barna varð 18 ár. Viljugir kennarar, tilneyddir af skorti á aðgengilegu námsefni, neyðast því til að taka upp erlendar kennslubækur eða búa sjálfir til námsefni. Ef íslenskir framhaldsskólakennarar þyrftu ekki að eyða svo miklu af tíma sínum til námsefnisgerðar, með tilheyrandi vinnuálagi, gæfist aukið svigrúm til skólaþróunar í skólunum sjálfum. En hvað er til ráða? Námsbókaútgáfa fyrir framhaldsskólastigið þyrfti að vera líkari því sem hún er í grunnskóla og námsefni ætti að vera nemendum að kostnaðarlausu. Ég vildi sjá miklu betri greiningu á hvaða námsefni vantar og meiri gæði. Fjármunir Þróunarsjóðs námsgagna þyrftu að fara fyrst og fremst til þróunar á námsefni og ætti alls ekki að nýta til að kosta bókaútgáfu. Vefsvæði námsgagna fyrir framhaldsskólastigið hjá Menntamálastofnun þyrfti að þróast meira og það rafræna námsefni sem Þróunarsjóðurinn styrkir ætti einnig að fá heimili þar. Menntamálastofnun og Þróunarsjóður námsgagna ættu að líta til nágrannalandanna og byggja íslenska námsgagnaútgáfu fyrir framhaldsskólastigið upp á myndarlegan hátt og búa nemendur vel undir framtíðina. Íslensk menntamálayfirvöld ættu að geta gert svo miklu miklu betur fyrir næstu kynslóð nýtra þjóðfélagsþegna, byggt frumlega upp, nýtt og bætt þá innviði sem fyrir eru.Höfundur er framhaldsskólakennari og sérfræðingur hjá Félagi framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Kostnaður vegna námsgagna framhaldsskólanemenda er verulegur. Þrátt fyrir ákvæði í framhaldsskólalögum um að mæta skuli kostnaði nemenda vegna námsgagna þurfa þeir að kaupa sín námsgögn sjálfir, hvort sem það eru kennslubækur, aðgangur að vefsvæðum, kostnaður vegna verklegra áfanga, stílabækur, tölvur eða annað. Framhaldsskólinn sækir fjármuni vegna alls þessa í vasa nemenda. Ríkið hefur aldrei komið að námsgagnaútgáfu fyrir framhaldsskólastigið heldur er hún alfarið í höndum einkaaðila. Sem dæmi um kostnað má nefna ungan námsmann sem var að hefja nám í framhaldsskóla nú í haust. Námsgögn voru keypt samkvæmt bókalista. Gætt var fyllstu aðgætni við bókakaupin og keyptar notaðar bækur ef þær litu vel út. Þær orðabækur sem voru á bókalistanum voru til á heimilinu svo ekki þurfti að kaupa þær. Heildarkostnaður vegna námgagnakaupa þessa nemenda í upphafi náms við framhaldsskóla var 82.889 krónur. Þess ber að geta að dýrustu bækurnar tvær munu fylgja nemandanum í gegnum allt námið, svo væntanlega verður kostnaður eitthvað minni á næstu önn. Það er ótækt í íslensku velferðarsamfélagi að leggja slíkar álögur á börn. Því miður ganga þeir sem selja námsgögn fyrir framhaldsskóla á lagið og námsbækur eru miklu dýrari en aðrar bækur. Má sjá mörg dæmi um það, ef t.d. íslensk skáldsaga lendir á leslista framhaldsskóla hækkar verðið snarlega. Og verðlagning er í mörgum tilfellum ekkert annað en ósvífin. Og hverjir aðrir en nemendur þurfa að reiða fram tæplega 7.000 krónur fyrir þýdda bók sem fyrst kom út fyrir 27 árum? Þetta hefur í för með sér að nemendur leita eftir því að kaupa notaðar bækur og sitja uppi með þvældar og skítugar bækur sem búið er að fylla inn í og geta með engu móti talist boðleg námsgögn. Því má svo bæta við að í verðkönnun sem ASÍ gerði á námsbókum fyrir framhaldsskóla var verðmunurinn allt upp í 85% milli bókabúða og var þar þó eingöngu miðað við nýjar bækur.Og hverjir aðrir en nemendur þurfa að reiða fram tæplega 7.000 krónur fyrir þýdda bók sem fyrst kom út fyrir 27 árum? Hluti af námsgagnavanda framhaldsskólanna liggur í löggjöfinni sjálfri um skólastigið og í námskránni frá árinu 2011 þegar námsskrárgerðin færðist út til skólanna sjálfra. Hæfniviðmiðin sem skipulagt er eftir eru mjög víð og því misjafnt hvernig námið er skipulagt í skólunum. Með námskránni 2011 heyrði það sögunni til að útgefendur gætu gefið út námsbækur og verið nokkuð vissir um að þær yrðu kenndar við meginþorra framhaldsskóla. Kennarar hafa nú meira frelsi en áður til að setja saman áfanga og velja námsefni í takt við áherslur sínar og það er auðvitað gott en til þess þurfa kennarar að hafa eitthvað námsefni til að velja úr. Í aðdraganda þess að framhaldsskólalögin voru sett árið 2008 var rætt um að bragarbót þyrfti að gera á aðgengi nemenda að námsefni og inn í lögin var sett grein nr. 51 sem kveður á um að á hverjum fjárlögum skuli tilgreind fjárhæð sem nemendur eiga að fá vegna námsgagna. Þrátt fyrir að ákvæðið hafi ratað í lög hafa aldrei verið settar verklagsreglur um það eða tilgreindar neinar fjárhæðir í fjárlögum. Af þessu má sjá að stjórnvöld hafa ekki brugðist við vandanum. Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að, er ákvæði þess efnis að öllum börnum skuli standa til boða frí skólaganga. Á Íslandi er þetta ákvæði þverbrotið og ekkert hefur verið brugðist við þó 20 ár séu nú síðan sjálfræðisaldur íslenskra barna varð 18 ár. Viljugir kennarar, tilneyddir af skorti á aðgengilegu námsefni, neyðast því til að taka upp erlendar kennslubækur eða búa sjálfir til námsefni. Ef íslenskir framhaldsskólakennarar þyrftu ekki að eyða svo miklu af tíma sínum til námsefnisgerðar, með tilheyrandi vinnuálagi, gæfist aukið svigrúm til skólaþróunar í skólunum sjálfum. En hvað er til ráða? Námsbókaútgáfa fyrir framhaldsskólastigið þyrfti að vera líkari því sem hún er í grunnskóla og námsefni ætti að vera nemendum að kostnaðarlausu. Ég vildi sjá miklu betri greiningu á hvaða námsefni vantar og meiri gæði. Fjármunir Þróunarsjóðs námsgagna þyrftu að fara fyrst og fremst til þróunar á námsefni og ætti alls ekki að nýta til að kosta bókaútgáfu. Vefsvæði námsgagna fyrir framhaldsskólastigið hjá Menntamálastofnun þyrfti að þróast meira og það rafræna námsefni sem Þróunarsjóðurinn styrkir ætti einnig að fá heimili þar. Menntamálastofnun og Þróunarsjóður námsgagna ættu að líta til nágrannalandanna og byggja íslenska námsgagnaútgáfu fyrir framhaldsskólastigið upp á myndarlegan hátt og búa nemendur vel undir framtíðina. Íslensk menntamálayfirvöld ættu að geta gert svo miklu miklu betur fyrir næstu kynslóð nýtra þjóðfélagsþegna, byggt frumlega upp, nýtt og bætt þá innviði sem fyrir eru.Höfundur er framhaldsskólakennari og sérfræðingur hjá Félagi framhaldsskólakennara.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar