
Græðgin sem hlífir engum
Á Íslandi fá veltengdir barnaníðingar uppreista æru, mengun frá kísilverksmiðju veldur íbúum Reykjanesbæjar heilsutjóni og nú brjóta stjórnvöld barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og henda stúlkum sem ekkert eiga út á guð og gaddinn. Þetta er allt í boði Sjálfstæðisflokksins. Líka hinna sjálfstæðisflokkanna tveggja sem í stað þess að hugsa um fólkið í landinu eru mest uppteknir af vinum sínum þegar þau valsa um þingsalinn í hálfrar milljón króna kjólum. Erlendir fjárfestar og landkaupendur eru boðnir velkomnir til að sölsa undir sig landið, og fá síðan að laumast út með arðinn til suðurhafseyja. En þegar fólk kemur úr erfiðum aðstæðum, á flótta undan hrikalegum stríðum, og vilja svo gjarnan setjast hér að, borga skatta og hlýða lögum þá er allt gert til að losa sig við það fólk.
Það er ekki svona sem íslenska þjóðin vill hafa þetta. En svo lengi sem að hún hefur ekki leið til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslum eða krefjast upplýsinga þá haga stjórnmálamenn sér svona.
Barnaníðingar fá uppreista æru án fyrirhafnar á meðan fórnarlömb þeirra sitja eftir með sárt ennið og sár á sálinni. Heilsugæslan er lögð í rúst og heilbrigðiskerfið holað að innan. Allt fyrir vinina. Meira að segja sálin fær engin grið en geð-heilbrigðiskerfið fær ekki að taka við sjúklingum og er svo undirmannað að það getur ekki sinnt þeim sjúklingum sem það tekur við. Lífeyrisjóðirnir okkar eru tæmdir í glæfragælur sem virðast hafa verið úthugsaðar af fjárglæframönnum, við töpum sparnaði og vitleysingarnir keyra burt á sportbílum í boði íslenskra skattgreiðenda. Við sjáum líka hversu lítið eldri borgarar fá í lífeyri, það eru ekki miklir vasapeningar afgangs þegar fólk borgar hjúkrunarheimilis-tollinn. Þetta er allt gert til þess að efsta lagið í samfélaginu komist hjá því að deila. Það er fólkið með bankareikningana í Svissnesku ölpunum og aflandsfélög á suðurhafseyjum sem þau hafa aldrei heimsótt. Græðgi þessa fólks ógnar stöðugleika á Íslandi og dregur úr hagvexti. Við værum öll ríkari í sanngjarnara samfélagi, og hamingjusamari. Það hefur nefnilega sýnt sig að þegar óréttlæti ríkir í samfélaginu verða allir óhamingjusamari, en þegar jöfnuður er meiri eykst traust og ánægja.
Við verðum að átta okkur á því peningar og græðgi gefa okkur ekkert ef við gleymum að sinna grunnstoðunum. Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð eru ekki að uppfylla þær skyldur sem landsmenn eru að kalla eftir heldur viðhalda vantrausti og ranglæti. Hvað er til ráða fyrir Íslendinga? Einungis eitt. Að sýna kjark til þess að breyta stjórnarháttum hér á landi. En hvernig gerum við það?
Það þarf ekki skyndiplástra eða ódýr loforð. Við þurfum fólk sem er annt um annað fólk, ber virðingu fyrir kjósendum. Fólk sem er ekki bara að plata þegar það lofar öldruðum öllu fögru, fólk sem meinar það þegar það lofar að efla heilbrigðiskerfið. Það er ófyrirgefanlegt þegar ömmur og afar hverfa frá fyrr en ella af því lyfin eru ekki þau nýjustu og bestu. Það er ömurlegt að fólk í háskólanámi hírist í kennslustofum sem mygla. Það er óréttlátt að við sem greiðum skattana uppskerum ekki það samfélag sem við eigum skilið. Við verðum að hætta að kjósa fólkið sem ekki getur skilað okkur þessu.
Íslendingar vinna lengur og meira en aðrar norðurlandaþjóðir. Drifkraftur okkar og seigla er aðdáunarverð. Píratar vilja valdefla almenning með betra aðgengi að upplýsingum á mannamáli. En ekki bara viljum við láta fólk vita í hvað peningar þess eru að fara, við viljum að þau taki þátt í ákvörðuninni. Með nýrri stjórnarskrá gæti almenningur kallað eftir kosningum um einstaka mál, við vorum nógu skynsöm til að hafna Icesave, við getum alveg tekið ákvarðanir nýja spítala, um húsnæðismál ungs fólks og um margt, margt fleira. Áfram Ísland!
Skoðun

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar