Sáttum náð í rifrildinu um apasjálfsmyndirnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. september 2017 18:00 Tvær af sjálfsmyndum Naruto WIKIMEDIA Makakíapinn Naruto tók sjálfsmyndir á myndavél ljósmyndara í skógi í Indónesíu árið 2011. Ekki er vitað hvort þetta hafi verið algjörlega óvart eða hvort apinn hafi gert sér grein fyrir því hvað hann væri að gera. Ljósmyndarinn David Slater átti myndavélina og varð hann frægur fyrir þessar myndir en margir voru ósáttir við notkun hans á myndunum. Síðastliðin ár hefur verið deilt um það hver eigi raunverulega höfundarrétt að myndunum sem Naruto tók af sjálfum sér. Ljósmyndarinn hefur haldið því fram að hann eigi myndina, einhverjum fannst enginn eiga höfundarréttinn, PETA hélt því fram að apinn ætti réttinn að myndinni en aðrir sögðu að dýr gætu ekki átt höfundarrétt á ljósmynd. Myndir sem Naruto tók hafa verið á Wikipedia í langan tíma og hefur hver sem er getað hlaðið þeim niður þaðan. Wikimedia sem standa að baki Wikipedia hafa hingað til neitað að taka út myndirnar þrátt fyrir beiðnir Slater, þar sem að þeirra mati ætti í raun enginn höfundarréttinn að þeim samkvæmt höfundarréttarlögum. Slater fór fram á að myndirnar yrðu fjarlægðar af vefnum þar sem hann hafi orðið fyrir tekjutapi vegna birtinganna og að það hafi kostað sig mikla peninga að að fara í þessa ferð til Indónesíu. XFrægustu sjálfsmynd apans má finna á síðu WikipediaSkjáskotDýraverndunarsamtökin PETA höfðuðu svo mál gegn ljósmyndaranum árið 2015 fyrir hönd apans en myndin hefur verið til sölu á heimasíðu hans í langan tíma, birst í bók hans og víðar. Litlar líkur voru taldar á því í byrjun að málið næði fram að ganga.Aukin lagaleg réttindi fyrir dýr Á mánudaginn náðist þó samkomulag í málinu á milli PETA og ljósmyndarans. David Slater samþykkti að gefa 25 prósent af öllum tekjum af sjálfsmyndum Naruto í framtíðinni, til hópa sem vernda makakíapana í þeirra náttúrulega umhverfi í Indónesíu. Send var út sameiginleg tilkynning um þessa niðurstöðu í sjálfsmyndamálinu. „PETA og David Slater eru sammála um að þetta mál velti upp mikilvægum málum varðandi það að auka lagaleg réttindi fyrir dýr, markmið sem báðir aðilar styðja og munu áfram að vinna að því markmiði.“ Ekki kom fram hvort Slater ætlaði að gefa eitthvað af tekjunum sem hann hefur nú þegar fengið vegna sjálfsmyndanna. Tengdar fréttir Vill skoðun dómstóla á apa „selfie“ Breskur ljósmyndari vill að dómstólar skeri úr um hvort hann eigi höfundarrétt "selfie“ myndar sem api tók á myndavél hans. 8. ágúst 2014 21:06 Höfða mál til að staðfesta eignarrétt apa á „selfies“ PETA samtökin hafa nú bæst í áhugavert eignarréttarmál fyrir bandarískum dómstólum. 24. september 2015 14:17 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Makakíapinn Naruto tók sjálfsmyndir á myndavél ljósmyndara í skógi í Indónesíu árið 2011. Ekki er vitað hvort þetta hafi verið algjörlega óvart eða hvort apinn hafi gert sér grein fyrir því hvað hann væri að gera. Ljósmyndarinn David Slater átti myndavélina og varð hann frægur fyrir þessar myndir en margir voru ósáttir við notkun hans á myndunum. Síðastliðin ár hefur verið deilt um það hver eigi raunverulega höfundarrétt að myndunum sem Naruto tók af sjálfum sér. Ljósmyndarinn hefur haldið því fram að hann eigi myndina, einhverjum fannst enginn eiga höfundarréttinn, PETA hélt því fram að apinn ætti réttinn að myndinni en aðrir sögðu að dýr gætu ekki átt höfundarrétt á ljósmynd. Myndir sem Naruto tók hafa verið á Wikipedia í langan tíma og hefur hver sem er getað hlaðið þeim niður þaðan. Wikimedia sem standa að baki Wikipedia hafa hingað til neitað að taka út myndirnar þrátt fyrir beiðnir Slater, þar sem að þeirra mati ætti í raun enginn höfundarréttinn að þeim samkvæmt höfundarréttarlögum. Slater fór fram á að myndirnar yrðu fjarlægðar af vefnum þar sem hann hafi orðið fyrir tekjutapi vegna birtinganna og að það hafi kostað sig mikla peninga að að fara í þessa ferð til Indónesíu. XFrægustu sjálfsmynd apans má finna á síðu WikipediaSkjáskotDýraverndunarsamtökin PETA höfðuðu svo mál gegn ljósmyndaranum árið 2015 fyrir hönd apans en myndin hefur verið til sölu á heimasíðu hans í langan tíma, birst í bók hans og víðar. Litlar líkur voru taldar á því í byrjun að málið næði fram að ganga.Aukin lagaleg réttindi fyrir dýr Á mánudaginn náðist þó samkomulag í málinu á milli PETA og ljósmyndarans. David Slater samþykkti að gefa 25 prósent af öllum tekjum af sjálfsmyndum Naruto í framtíðinni, til hópa sem vernda makakíapana í þeirra náttúrulega umhverfi í Indónesíu. Send var út sameiginleg tilkynning um þessa niðurstöðu í sjálfsmyndamálinu. „PETA og David Slater eru sammála um að þetta mál velti upp mikilvægum málum varðandi það að auka lagaleg réttindi fyrir dýr, markmið sem báðir aðilar styðja og munu áfram að vinna að því markmiði.“ Ekki kom fram hvort Slater ætlaði að gefa eitthvað af tekjunum sem hann hefur nú þegar fengið vegna sjálfsmyndanna.
Tengdar fréttir Vill skoðun dómstóla á apa „selfie“ Breskur ljósmyndari vill að dómstólar skeri úr um hvort hann eigi höfundarrétt "selfie“ myndar sem api tók á myndavél hans. 8. ágúst 2014 21:06 Höfða mál til að staðfesta eignarrétt apa á „selfies“ PETA samtökin hafa nú bæst í áhugavert eignarréttarmál fyrir bandarískum dómstólum. 24. september 2015 14:17 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Vill skoðun dómstóla á apa „selfie“ Breskur ljósmyndari vill að dómstólar skeri úr um hvort hann eigi höfundarrétt "selfie“ myndar sem api tók á myndavél hans. 8. ágúst 2014 21:06
Höfða mál til að staðfesta eignarrétt apa á „selfies“ PETA samtökin hafa nú bæst í áhugavert eignarréttarmál fyrir bandarískum dómstólum. 24. september 2015 14:17