Lífið

Ómennskt jafnvægi skíðakappa kom honum í gegnum þrautabrautina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegar æfingar.
Rosalegar æfingar.
Svisslendingurinn Andri Ragettli hefur vakið mikla athygli síðustu daga fyrir nokkuð skemmtilegt myndband sem tekið er af kappanum við æfingar.

Um er að ræða einn mesta skíðamann heims en myndbandið er aftur á móti tekið inni í íþróttasal og má segja að Ragettli sé í einskonar tarzanleik.

Ragetelli hefur verið að sigra internetið að undanförnu en æfingar hans fyrir vetrarólympíuleikana í Pyeongchang hafa gert fólk agndofa og orðlausa af undrun og hrifningu.

Hafi setningin sjón er sögu ríkari átt einhvern tímann við - þá er það núna.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×