Launasetning opinberra starfsmanna og styttri vinnuvika Guðríður Arnardóttir skrifar 18. september 2017 16:00 Um áramótin breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Tilgangur breyttra laga var að mati Alþingis að jafna lífeyrisréttindi á milli almenna og opinbera markaðarins. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi (haustið 2015) en í kjölfar harðra mótmæla fulltrúa opinberu stéttarfélaganna var málið tekið af dagskrá. Og á næsta þingi á eftir, sem er það sem nú tiltölulega óvænt hefur verið slitið var málið afgreitt og enn við hávær mótmæli fulltrúa opinberra starfsmanna. En úr því sem komið er þykir rétt að halda því til haga að samhliða jöfnun á lífeyrisréttindum átti að stefna að jöfnun launa á milli markaða. Það felur í sér að jafn verðmæt störf verði jafn launasett á báðum mörkuðum. Sú ríkisstjórn sem nú hefur vikið frá setti ramma um komandi kjarasamninga opinberra starfsmanna. Nýleg samningsmarkmið ríkisins voru kynnt af fráfarandi fjármálaráðherra nýverið. Þar fór lítið fyrir beinum launahækkunum en þess í stað átti að bæta aðbúnað og starfsaðstæður, hvað svo sem það nú þýðir. Nú spyr ég þau framboð sem bjóða fram í næstu kosningum eftirfarandi spurninga: Munið þið beita ykkur fyrir því að laun á almennum og opinberum markaði verði jöfnuð og menntun, reynsla og ábyrgð metin að jöfnu á milli markaða? Munið þið beita ykkur fyrir styttingu vinnuviku á Íslandi? En allar rannsóknir á líðan starfsfólks og framlegð í vinnu benda til þess að álag í starfi sé of mikið, togstreita sé milli einkalífs og vinnu og framlegð á vinnustað verði meiri sé vinnudagur styttri. Opinberir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum eru yfir 40 þúsund. Auk þess má telja þúsundir lífeyrisþega sem eiga að baki starfsferil í opinberri þjónustu. Þetta eru mörg atkvæði sem munar um. Þessi hópur mun örugglega láta afstöðu flokkanna til þessara mála ráða för þegar inn í kjörklefann er komið. Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Um áramótin breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Tilgangur breyttra laga var að mati Alþingis að jafna lífeyrisréttindi á milli almenna og opinbera markaðarins. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi (haustið 2015) en í kjölfar harðra mótmæla fulltrúa opinberu stéttarfélaganna var málið tekið af dagskrá. Og á næsta þingi á eftir, sem er það sem nú tiltölulega óvænt hefur verið slitið var málið afgreitt og enn við hávær mótmæli fulltrúa opinberra starfsmanna. En úr því sem komið er þykir rétt að halda því til haga að samhliða jöfnun á lífeyrisréttindum átti að stefna að jöfnun launa á milli markaða. Það felur í sér að jafn verðmæt störf verði jafn launasett á báðum mörkuðum. Sú ríkisstjórn sem nú hefur vikið frá setti ramma um komandi kjarasamninga opinberra starfsmanna. Nýleg samningsmarkmið ríkisins voru kynnt af fráfarandi fjármálaráðherra nýverið. Þar fór lítið fyrir beinum launahækkunum en þess í stað átti að bæta aðbúnað og starfsaðstæður, hvað svo sem það nú þýðir. Nú spyr ég þau framboð sem bjóða fram í næstu kosningum eftirfarandi spurninga: Munið þið beita ykkur fyrir því að laun á almennum og opinberum markaði verði jöfnuð og menntun, reynsla og ábyrgð metin að jöfnu á milli markaða? Munið þið beita ykkur fyrir styttingu vinnuviku á Íslandi? En allar rannsóknir á líðan starfsfólks og framlegð í vinnu benda til þess að álag í starfi sé of mikið, togstreita sé milli einkalífs og vinnu og framlegð á vinnustað verði meiri sé vinnudagur styttri. Opinberir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum eru yfir 40 þúsund. Auk þess má telja þúsundir lífeyrisþega sem eiga að baki starfsferil í opinberri þjónustu. Þetta eru mörg atkvæði sem munar um. Þessi hópur mun örugglega láta afstöðu flokkanna til þessara mála ráða för þegar inn í kjörklefann er komið. Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar