Launasetning opinberra starfsmanna og styttri vinnuvika Guðríður Arnardóttir skrifar 18. september 2017 16:00 Um áramótin breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Tilgangur breyttra laga var að mati Alþingis að jafna lífeyrisréttindi á milli almenna og opinbera markaðarins. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi (haustið 2015) en í kjölfar harðra mótmæla fulltrúa opinberu stéttarfélaganna var málið tekið af dagskrá. Og á næsta þingi á eftir, sem er það sem nú tiltölulega óvænt hefur verið slitið var málið afgreitt og enn við hávær mótmæli fulltrúa opinberra starfsmanna. En úr því sem komið er þykir rétt að halda því til haga að samhliða jöfnun á lífeyrisréttindum átti að stefna að jöfnun launa á milli markaða. Það felur í sér að jafn verðmæt störf verði jafn launasett á báðum mörkuðum. Sú ríkisstjórn sem nú hefur vikið frá setti ramma um komandi kjarasamninga opinberra starfsmanna. Nýleg samningsmarkmið ríkisins voru kynnt af fráfarandi fjármálaráðherra nýverið. Þar fór lítið fyrir beinum launahækkunum en þess í stað átti að bæta aðbúnað og starfsaðstæður, hvað svo sem það nú þýðir. Nú spyr ég þau framboð sem bjóða fram í næstu kosningum eftirfarandi spurninga: Munið þið beita ykkur fyrir því að laun á almennum og opinberum markaði verði jöfnuð og menntun, reynsla og ábyrgð metin að jöfnu á milli markaða? Munið þið beita ykkur fyrir styttingu vinnuviku á Íslandi? En allar rannsóknir á líðan starfsfólks og framlegð í vinnu benda til þess að álag í starfi sé of mikið, togstreita sé milli einkalífs og vinnu og framlegð á vinnustað verði meiri sé vinnudagur styttri. Opinberir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum eru yfir 40 þúsund. Auk þess má telja þúsundir lífeyrisþega sem eiga að baki starfsferil í opinberri þjónustu. Þetta eru mörg atkvæði sem munar um. Þessi hópur mun örugglega láta afstöðu flokkanna til þessara mála ráða för þegar inn í kjörklefann er komið. Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Um áramótin breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Tilgangur breyttra laga var að mati Alþingis að jafna lífeyrisréttindi á milli almenna og opinbera markaðarins. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi (haustið 2015) en í kjölfar harðra mótmæla fulltrúa opinberu stéttarfélaganna var málið tekið af dagskrá. Og á næsta þingi á eftir, sem er það sem nú tiltölulega óvænt hefur verið slitið var málið afgreitt og enn við hávær mótmæli fulltrúa opinberra starfsmanna. En úr því sem komið er þykir rétt að halda því til haga að samhliða jöfnun á lífeyrisréttindum átti að stefna að jöfnun launa á milli markaða. Það felur í sér að jafn verðmæt störf verði jafn launasett á báðum mörkuðum. Sú ríkisstjórn sem nú hefur vikið frá setti ramma um komandi kjarasamninga opinberra starfsmanna. Nýleg samningsmarkmið ríkisins voru kynnt af fráfarandi fjármálaráðherra nýverið. Þar fór lítið fyrir beinum launahækkunum en þess í stað átti að bæta aðbúnað og starfsaðstæður, hvað svo sem það nú þýðir. Nú spyr ég þau framboð sem bjóða fram í næstu kosningum eftirfarandi spurninga: Munið þið beita ykkur fyrir því að laun á almennum og opinberum markaði verði jöfnuð og menntun, reynsla og ábyrgð metin að jöfnu á milli markaða? Munið þið beita ykkur fyrir styttingu vinnuviku á Íslandi? En allar rannsóknir á líðan starfsfólks og framlegð í vinnu benda til þess að álag í starfi sé of mikið, togstreita sé milli einkalífs og vinnu og framlegð á vinnustað verði meiri sé vinnudagur styttri. Opinberir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum eru yfir 40 þúsund. Auk þess má telja þúsundir lífeyrisþega sem eiga að baki starfsferil í opinberri þjónustu. Þetta eru mörg atkvæði sem munar um. Þessi hópur mun örugglega láta afstöðu flokkanna til þessara mála ráða för þegar inn í kjörklefann er komið. Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun