Launasetning opinberra starfsmanna og styttri vinnuvika Guðríður Arnardóttir skrifar 18. september 2017 16:00 Um áramótin breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Tilgangur breyttra laga var að mati Alþingis að jafna lífeyrisréttindi á milli almenna og opinbera markaðarins. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi (haustið 2015) en í kjölfar harðra mótmæla fulltrúa opinberu stéttarfélaganna var málið tekið af dagskrá. Og á næsta þingi á eftir, sem er það sem nú tiltölulega óvænt hefur verið slitið var málið afgreitt og enn við hávær mótmæli fulltrúa opinberra starfsmanna. En úr því sem komið er þykir rétt að halda því til haga að samhliða jöfnun á lífeyrisréttindum átti að stefna að jöfnun launa á milli markaða. Það felur í sér að jafn verðmæt störf verði jafn launasett á báðum mörkuðum. Sú ríkisstjórn sem nú hefur vikið frá setti ramma um komandi kjarasamninga opinberra starfsmanna. Nýleg samningsmarkmið ríkisins voru kynnt af fráfarandi fjármálaráðherra nýverið. Þar fór lítið fyrir beinum launahækkunum en þess í stað átti að bæta aðbúnað og starfsaðstæður, hvað svo sem það nú þýðir. Nú spyr ég þau framboð sem bjóða fram í næstu kosningum eftirfarandi spurninga: Munið þið beita ykkur fyrir því að laun á almennum og opinberum markaði verði jöfnuð og menntun, reynsla og ábyrgð metin að jöfnu á milli markaða? Munið þið beita ykkur fyrir styttingu vinnuviku á Íslandi? En allar rannsóknir á líðan starfsfólks og framlegð í vinnu benda til þess að álag í starfi sé of mikið, togstreita sé milli einkalífs og vinnu og framlegð á vinnustað verði meiri sé vinnudagur styttri. Opinberir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum eru yfir 40 þúsund. Auk þess má telja þúsundir lífeyrisþega sem eiga að baki starfsferil í opinberri þjónustu. Þetta eru mörg atkvæði sem munar um. Þessi hópur mun örugglega láta afstöðu flokkanna til þessara mála ráða för þegar inn í kjörklefann er komið. Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Um áramótin breytti Alþingi lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Tilgangur breyttra laga var að mati Alþingis að jafna lífeyrisréttindi á milli almenna og opinbera markaðarins. Frumvarpið var fyrst lagt fyrir Alþingi á 146. löggjafarþingi (haustið 2015) en í kjölfar harðra mótmæla fulltrúa opinberu stéttarfélaganna var málið tekið af dagskrá. Og á næsta þingi á eftir, sem er það sem nú tiltölulega óvænt hefur verið slitið var málið afgreitt og enn við hávær mótmæli fulltrúa opinberra starfsmanna. En úr því sem komið er þykir rétt að halda því til haga að samhliða jöfnun á lífeyrisréttindum átti að stefna að jöfnun launa á milli markaða. Það felur í sér að jafn verðmæt störf verði jafn launasett á báðum mörkuðum. Sú ríkisstjórn sem nú hefur vikið frá setti ramma um komandi kjarasamninga opinberra starfsmanna. Nýleg samningsmarkmið ríkisins voru kynnt af fráfarandi fjármálaráðherra nýverið. Þar fór lítið fyrir beinum launahækkunum en þess í stað átti að bæta aðbúnað og starfsaðstæður, hvað svo sem það nú þýðir. Nú spyr ég þau framboð sem bjóða fram í næstu kosningum eftirfarandi spurninga: Munið þið beita ykkur fyrir því að laun á almennum og opinberum markaði verði jöfnuð og menntun, reynsla og ábyrgð metin að jöfnu á milli markaða? Munið þið beita ykkur fyrir styttingu vinnuviku á Íslandi? En allar rannsóknir á líðan starfsfólks og framlegð í vinnu benda til þess að álag í starfi sé of mikið, togstreita sé milli einkalífs og vinnu og framlegð á vinnustað verði meiri sé vinnudagur styttri. Opinberir starfsmenn hjá ríki og sveitarfélögum eru yfir 40 þúsund. Auk þess má telja þúsundir lífeyrisþega sem eiga að baki starfsferil í opinberri þjónustu. Þetta eru mörg atkvæði sem munar um. Þessi hópur mun örugglega láta afstöðu flokkanna til þessara mála ráða för þegar inn í kjörklefann er komið. Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun