Tryggvi: Á eftir búa til mitt nafn inn í þessum hópi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2017 15:00 Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Ernir Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn efnilegi í íslenska körfuboltalandsliðinu er mjög spenntur fyrir lokaleik liðsins í kvöld en þá má búast við troðfullri höll þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í finnska landsliðinu. „Þetta var kannski betri leikur hjá mér en síðast. Á sama tíma horfi ég á þetta allt sem reynsluna að fá að spila á móti þessum leikmönnum og um leið með okkar leikmönnum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason eftir leik Íslands og Slóveníu. Íslenskir samherjar hans eiga enn eftir að læra betur að nota strákinn sem fær ekki nógu mikið af boltum inn í teig þegar hann er inná vellinum. „Ég á eftir að komast inn í þetta prógram almennilega og búa til mitt nafn inn í þessum hóp. Ég treysti á að það komi bara á næstu árum,“ sagði Tryggvi. Íslenska liðið endaði leikinn við Slóvena betur en hina þrjá leikina á undan. „Það er alltaf gott að enda þetta aðeins á einhverju jákvæðu en það sem skiptir máli er að við berjumst þar til að þetta er búið og ég held að við höfum gert það,“ sagði Tryggvi. „Það verður spennandi að mæta Finnum og ég get ekki beðið. Það verður full stúka af Finnum og Íslendingum og það verður skemmtilegt að sjá hvernig þetta verður þegar stærri stúka verður á móti íslensku stúkunni. Ég held bara að íslenska stúkan muni ráða við fjölda Finnanna,“ sagði Tryggvi. „Við erum hér til að sýna hvað við getum og reynum að gera það í hverjum einasta leik. Við reynum að halda áfram sama hvað gerist og sérstaklega fyrir fólkið heima og fyrir íslenskan körfubolta,“ sagði Tryggvi. „Að fá að kynnast þessu sviði og spila á þessu sviði er snilld fyrir yngri leikmenn okkar. Reynslan sem við fáum á hverri mínútu er gífurleg,“ sagði Tryggvi að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn efnilegi í íslenska körfuboltalandsliðinu er mjög spenntur fyrir lokaleik liðsins í kvöld en þá má búast við troðfullri höll þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í finnska landsliðinu. „Þetta var kannski betri leikur hjá mér en síðast. Á sama tíma horfi ég á þetta allt sem reynsluna að fá að spila á móti þessum leikmönnum og um leið með okkar leikmönnum,“ sagði Tryggvi Snær Hlinason eftir leik Íslands og Slóveníu. Íslenskir samherjar hans eiga enn eftir að læra betur að nota strákinn sem fær ekki nógu mikið af boltum inn í teig þegar hann er inná vellinum. „Ég á eftir að komast inn í þetta prógram almennilega og búa til mitt nafn inn í þessum hóp. Ég treysti á að það komi bara á næstu árum,“ sagði Tryggvi. Íslenska liðið endaði leikinn við Slóvena betur en hina þrjá leikina á undan. „Það er alltaf gott að enda þetta aðeins á einhverju jákvæðu en það sem skiptir máli er að við berjumst þar til að þetta er búið og ég held að við höfum gert það,“ sagði Tryggvi. „Það verður spennandi að mæta Finnum og ég get ekki beðið. Það verður full stúka af Finnum og Íslendingum og það verður skemmtilegt að sjá hvernig þetta verður þegar stærri stúka verður á móti íslensku stúkunni. Ég held bara að íslenska stúkan muni ráða við fjölda Finnanna,“ sagði Tryggvi. „Við erum hér til að sýna hvað við getum og reynum að gera það í hverjum einasta leik. Við reynum að halda áfram sama hvað gerist og sérstaklega fyrir fólkið heima og fyrir íslenskan körfubolta,“ sagði Tryggvi. „Að fá að kynnast þessu sviði og spila á þessu sviði er snilld fyrir yngri leikmenn okkar. Reynslan sem við fáum á hverri mínútu er gífurleg,“ sagði Tryggvi að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum