Massatúrismi eða næsta Marel? Andri Heiðar Kristinsson skrifar 8. september 2017 07:00 Ferðaþjónustan stendur á mikilvægum krossgötum. Undanfarin ár höfum við farið aðeins of geyst eins og í mörgu sem við Íslendingar tökum okkur fyrir hendur. Af því leiðir að næstu misseri munu ráða úrslitum um hvort við föllum fram fyrir okkur á hlaupunum – eins og raunin varð í fjármálageiranum – eða hvort við byggjum upp sjálfbæra atvinnugrein í fremstu röð í heiminum eins og okkur tókst í sjávarútveginum. Við þekkjum þaðan að mokveiði án ábyrgðar er vitanlega ekki forsenda vaxtar heldur er skynsamlegra að auka verðmætasköpun með ábyrgum rekstri, betri nýtingu og meiri gæðum.Heilbrigðar breytingar Teikn eru á lofti um að heilbrigðar breytingar séu fram undan í ferðaþjónustunni. Nú þegar er farið að hægjast á ævintýralegum vexti síðustu ára og fyrirtæki farin að sameinast, svo fátt eitt sé nefnt. Fram undan eru tímar frekari hagræðingar og fjárfestinga í lausnum sem dreifa fólki betur um landið, bæta nýtingu og auka skilvirkni til að gera atvinnugreinina sjálfbærari en hún er í dag. Þar mun tækniþróun leika mikilvægt hlutverk. Fyrir nokkrum áratugum varð til lítill sproti sem kallast Marel og varð síðar leiðandi í heiminum í tækniþróun til að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi. Við stöndum í dag frammi fyrir sambærilegu tækifæri í ferðaþjónustunni. Við getum annaðhvort haldið áfram að vaxa of hratt með tilheyrandi massatúrisma og samkeppni um lágt verð í stað gæða, eða við getum vaxið á skynsamlegri hátt með því að efla hágæða ferðaþjónustu. Í leiðinni getum við tekið forystu í ferðatengdri tækni á heimsvísu.Gervigreind Ein leið til að efla ferðaþjónustuna er að leysa það vandamál sem endurspeglast í því að flestum ferðamönnum er í dag steypt í sama farið þegar kemur að afþreyingu þrátt fyrir að við höfum öll okkar persónulega smekk fyrir því sem við viljum gera á ferðalögum – sambærilegt við að ekki hafa allir sama smekk fyrir tónlist og kvikmyndum. Leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á borð við Spotify og Netflix hafa áttað sig á þessu og nota þau blöndu af fjölbreyttum handvöldum listum og gervigreind til að sníða lausnir sínar persónulega að hverjum notanda í stað þess að mæla með því sama við alla. Þar sem íslenskir ferðaþjónustuaðilar eru nú þegar margir hverjir tæknivæddari en víða erlendis er hér ákveðið tækifæri að myndast til að verða á undan öðrum löndum í þróun slíkra lausna.Betri verðstýring Önnur leið til að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu er sú gamalreynda aðferð að besta verðið sjálfvirkt út frá framboði og eftirspurn. Þetta hafa flugfélög gert í áraraðir með góðum árangri og er í raun ótrúlegt að enn sé þetta ekki gert svo nokkru nemi í sölu á afþreyingu og dagsferðum til ferðamanna. Með því að sameinast um að gera þetta á skilvirkan hátt mætti bæta sætanýtingu í styttri ferðum til muna og hækka tekjur ferðaþjónustuaðila með lágmarks tilkostnaði.Sjálfbær og arðbær ferðaþjónusta Það er deginum ljósara að ferðaþjónustan sem atvinnugrein er komin til að vera og spurningin því einungis hvort hún muni blómstra áfram eða byrja að fölna. Það er í höndum okkar allra sem að henni koma að vinna saman að því að stýra þróuninni í rétta átt, en til þess að svo megi verða þurfa fjölmargir þættir að smella saman. Tækniþróun eða snjöll markaðssetning einkafyrirtækja mun til að mynda ekki hafa erindi sem erfiði nema á móti komi aðrir þættir á borð við hressilega fjárfestingu stjórnvalda í innviðum. Nú ríður á að velja rétta leið á þeim krossgötum sem við stöndum á og þróa hér sjálfbæra og arðbæra ferðaþjónustu sem byggir ekki á offorsi og skyndigróða heldur hugviti og gæðum. Höfundur forstjóri Travelade. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan stendur á mikilvægum krossgötum. Undanfarin ár höfum við farið aðeins of geyst eins og í mörgu sem við Íslendingar tökum okkur fyrir hendur. Af því leiðir að næstu misseri munu ráða úrslitum um hvort við föllum fram fyrir okkur á hlaupunum – eins og raunin varð í fjármálageiranum – eða hvort við byggjum upp sjálfbæra atvinnugrein í fremstu röð í heiminum eins og okkur tókst í sjávarútveginum. Við þekkjum þaðan að mokveiði án ábyrgðar er vitanlega ekki forsenda vaxtar heldur er skynsamlegra að auka verðmætasköpun með ábyrgum rekstri, betri nýtingu og meiri gæðum.Heilbrigðar breytingar Teikn eru á lofti um að heilbrigðar breytingar séu fram undan í ferðaþjónustunni. Nú þegar er farið að hægjast á ævintýralegum vexti síðustu ára og fyrirtæki farin að sameinast, svo fátt eitt sé nefnt. Fram undan eru tímar frekari hagræðingar og fjárfestinga í lausnum sem dreifa fólki betur um landið, bæta nýtingu og auka skilvirkni til að gera atvinnugreinina sjálfbærari en hún er í dag. Þar mun tækniþróun leika mikilvægt hlutverk. Fyrir nokkrum áratugum varð til lítill sproti sem kallast Marel og varð síðar leiðandi í heiminum í tækniþróun til að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi. Við stöndum í dag frammi fyrir sambærilegu tækifæri í ferðaþjónustunni. Við getum annaðhvort haldið áfram að vaxa of hratt með tilheyrandi massatúrisma og samkeppni um lágt verð í stað gæða, eða við getum vaxið á skynsamlegri hátt með því að efla hágæða ferðaþjónustu. Í leiðinni getum við tekið forystu í ferðatengdri tækni á heimsvísu.Gervigreind Ein leið til að efla ferðaþjónustuna er að leysa það vandamál sem endurspeglast í því að flestum ferðamönnum er í dag steypt í sama farið þegar kemur að afþreyingu þrátt fyrir að við höfum öll okkar persónulega smekk fyrir því sem við viljum gera á ferðalögum – sambærilegt við að ekki hafa allir sama smekk fyrir tónlist og kvikmyndum. Leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á borð við Spotify og Netflix hafa áttað sig á þessu og nota þau blöndu af fjölbreyttum handvöldum listum og gervigreind til að sníða lausnir sínar persónulega að hverjum notanda í stað þess að mæla með því sama við alla. Þar sem íslenskir ferðaþjónustuaðilar eru nú þegar margir hverjir tæknivæddari en víða erlendis er hér ákveðið tækifæri að myndast til að verða á undan öðrum löndum í þróun slíkra lausna.Betri verðstýring Önnur leið til að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu er sú gamalreynda aðferð að besta verðið sjálfvirkt út frá framboði og eftirspurn. Þetta hafa flugfélög gert í áraraðir með góðum árangri og er í raun ótrúlegt að enn sé þetta ekki gert svo nokkru nemi í sölu á afþreyingu og dagsferðum til ferðamanna. Með því að sameinast um að gera þetta á skilvirkan hátt mætti bæta sætanýtingu í styttri ferðum til muna og hækka tekjur ferðaþjónustuaðila með lágmarks tilkostnaði.Sjálfbær og arðbær ferðaþjónusta Það er deginum ljósara að ferðaþjónustan sem atvinnugrein er komin til að vera og spurningin því einungis hvort hún muni blómstra áfram eða byrja að fölna. Það er í höndum okkar allra sem að henni koma að vinna saman að því að stýra þróuninni í rétta átt, en til þess að svo megi verða þurfa fjölmargir þættir að smella saman. Tækniþróun eða snjöll markaðssetning einkafyrirtækja mun til að mynda ekki hafa erindi sem erfiði nema á móti komi aðrir þættir á borð við hressilega fjárfestingu stjórnvalda í innviðum. Nú ríður á að velja rétta leið á þeim krossgötum sem við stöndum á og þróa hér sjálfbæra og arðbæra ferðaþjónustu sem byggir ekki á offorsi og skyndigróða heldur hugviti og gæðum. Höfundur forstjóri Travelade.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar