Massatúrismi eða næsta Marel? Andri Heiðar Kristinsson skrifar 8. september 2017 07:00 Ferðaþjónustan stendur á mikilvægum krossgötum. Undanfarin ár höfum við farið aðeins of geyst eins og í mörgu sem við Íslendingar tökum okkur fyrir hendur. Af því leiðir að næstu misseri munu ráða úrslitum um hvort við föllum fram fyrir okkur á hlaupunum – eins og raunin varð í fjármálageiranum – eða hvort við byggjum upp sjálfbæra atvinnugrein í fremstu röð í heiminum eins og okkur tókst í sjávarútveginum. Við þekkjum þaðan að mokveiði án ábyrgðar er vitanlega ekki forsenda vaxtar heldur er skynsamlegra að auka verðmætasköpun með ábyrgum rekstri, betri nýtingu og meiri gæðum.Heilbrigðar breytingar Teikn eru á lofti um að heilbrigðar breytingar séu fram undan í ferðaþjónustunni. Nú þegar er farið að hægjast á ævintýralegum vexti síðustu ára og fyrirtæki farin að sameinast, svo fátt eitt sé nefnt. Fram undan eru tímar frekari hagræðingar og fjárfestinga í lausnum sem dreifa fólki betur um landið, bæta nýtingu og auka skilvirkni til að gera atvinnugreinina sjálfbærari en hún er í dag. Þar mun tækniþróun leika mikilvægt hlutverk. Fyrir nokkrum áratugum varð til lítill sproti sem kallast Marel og varð síðar leiðandi í heiminum í tækniþróun til að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi. Við stöndum í dag frammi fyrir sambærilegu tækifæri í ferðaþjónustunni. Við getum annaðhvort haldið áfram að vaxa of hratt með tilheyrandi massatúrisma og samkeppni um lágt verð í stað gæða, eða við getum vaxið á skynsamlegri hátt með því að efla hágæða ferðaþjónustu. Í leiðinni getum við tekið forystu í ferðatengdri tækni á heimsvísu.Gervigreind Ein leið til að efla ferðaþjónustuna er að leysa það vandamál sem endurspeglast í því að flestum ferðamönnum er í dag steypt í sama farið þegar kemur að afþreyingu þrátt fyrir að við höfum öll okkar persónulega smekk fyrir því sem við viljum gera á ferðalögum – sambærilegt við að ekki hafa allir sama smekk fyrir tónlist og kvikmyndum. Leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á borð við Spotify og Netflix hafa áttað sig á þessu og nota þau blöndu af fjölbreyttum handvöldum listum og gervigreind til að sníða lausnir sínar persónulega að hverjum notanda í stað þess að mæla með því sama við alla. Þar sem íslenskir ferðaþjónustuaðilar eru nú þegar margir hverjir tæknivæddari en víða erlendis er hér ákveðið tækifæri að myndast til að verða á undan öðrum löndum í þróun slíkra lausna.Betri verðstýring Önnur leið til að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu er sú gamalreynda aðferð að besta verðið sjálfvirkt út frá framboði og eftirspurn. Þetta hafa flugfélög gert í áraraðir með góðum árangri og er í raun ótrúlegt að enn sé þetta ekki gert svo nokkru nemi í sölu á afþreyingu og dagsferðum til ferðamanna. Með því að sameinast um að gera þetta á skilvirkan hátt mætti bæta sætanýtingu í styttri ferðum til muna og hækka tekjur ferðaþjónustuaðila með lágmarks tilkostnaði.Sjálfbær og arðbær ferðaþjónusta Það er deginum ljósara að ferðaþjónustan sem atvinnugrein er komin til að vera og spurningin því einungis hvort hún muni blómstra áfram eða byrja að fölna. Það er í höndum okkar allra sem að henni koma að vinna saman að því að stýra þróuninni í rétta átt, en til þess að svo megi verða þurfa fjölmargir þættir að smella saman. Tækniþróun eða snjöll markaðssetning einkafyrirtækja mun til að mynda ekki hafa erindi sem erfiði nema á móti komi aðrir þættir á borð við hressilega fjárfestingu stjórnvalda í innviðum. Nú ríður á að velja rétta leið á þeim krossgötum sem við stöndum á og þróa hér sjálfbæra og arðbæra ferðaþjónustu sem byggir ekki á offorsi og skyndigróða heldur hugviti og gæðum. Höfundur forstjóri Travelade. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan stendur á mikilvægum krossgötum. Undanfarin ár höfum við farið aðeins of geyst eins og í mörgu sem við Íslendingar tökum okkur fyrir hendur. Af því leiðir að næstu misseri munu ráða úrslitum um hvort við föllum fram fyrir okkur á hlaupunum – eins og raunin varð í fjármálageiranum – eða hvort við byggjum upp sjálfbæra atvinnugrein í fremstu röð í heiminum eins og okkur tókst í sjávarútveginum. Við þekkjum þaðan að mokveiði án ábyrgðar er vitanlega ekki forsenda vaxtar heldur er skynsamlegra að auka verðmætasköpun með ábyrgum rekstri, betri nýtingu og meiri gæðum.Heilbrigðar breytingar Teikn eru á lofti um að heilbrigðar breytingar séu fram undan í ferðaþjónustunni. Nú þegar er farið að hægjast á ævintýralegum vexti síðustu ára og fyrirtæki farin að sameinast, svo fátt eitt sé nefnt. Fram undan eru tímar frekari hagræðingar og fjárfestinga í lausnum sem dreifa fólki betur um landið, bæta nýtingu og auka skilvirkni til að gera atvinnugreinina sjálfbærari en hún er í dag. Þar mun tækniþróun leika mikilvægt hlutverk. Fyrir nokkrum áratugum varð til lítill sproti sem kallast Marel og varð síðar leiðandi í heiminum í tækniþróun til að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi. Við stöndum í dag frammi fyrir sambærilegu tækifæri í ferðaþjónustunni. Við getum annaðhvort haldið áfram að vaxa of hratt með tilheyrandi massatúrisma og samkeppni um lágt verð í stað gæða, eða við getum vaxið á skynsamlegri hátt með því að efla hágæða ferðaþjónustu. Í leiðinni getum við tekið forystu í ferðatengdri tækni á heimsvísu.Gervigreind Ein leið til að efla ferðaþjónustuna er að leysa það vandamál sem endurspeglast í því að flestum ferðamönnum er í dag steypt í sama farið þegar kemur að afþreyingu þrátt fyrir að við höfum öll okkar persónulega smekk fyrir því sem við viljum gera á ferðalögum – sambærilegt við að ekki hafa allir sama smekk fyrir tónlist og kvikmyndum. Leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á borð við Spotify og Netflix hafa áttað sig á þessu og nota þau blöndu af fjölbreyttum handvöldum listum og gervigreind til að sníða lausnir sínar persónulega að hverjum notanda í stað þess að mæla með því sama við alla. Þar sem íslenskir ferðaþjónustuaðilar eru nú þegar margir hverjir tæknivæddari en víða erlendis er hér ákveðið tækifæri að myndast til að verða á undan öðrum löndum í þróun slíkra lausna.Betri verðstýring Önnur leið til að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu er sú gamalreynda aðferð að besta verðið sjálfvirkt út frá framboði og eftirspurn. Þetta hafa flugfélög gert í áraraðir með góðum árangri og er í raun ótrúlegt að enn sé þetta ekki gert svo nokkru nemi í sölu á afþreyingu og dagsferðum til ferðamanna. Með því að sameinast um að gera þetta á skilvirkan hátt mætti bæta sætanýtingu í styttri ferðum til muna og hækka tekjur ferðaþjónustuaðila með lágmarks tilkostnaði.Sjálfbær og arðbær ferðaþjónusta Það er deginum ljósara að ferðaþjónustan sem atvinnugrein er komin til að vera og spurningin því einungis hvort hún muni blómstra áfram eða byrja að fölna. Það er í höndum okkar allra sem að henni koma að vinna saman að því að stýra þróuninni í rétta átt, en til þess að svo megi verða þurfa fjölmargir þættir að smella saman. Tækniþróun eða snjöll markaðssetning einkafyrirtækja mun til að mynda ekki hafa erindi sem erfiði nema á móti komi aðrir þættir á borð við hressilega fjárfestingu stjórnvalda í innviðum. Nú ríður á að velja rétta leið á þeim krossgötum sem við stöndum á og þróa hér sjálfbæra og arðbæra ferðaþjónustu sem byggir ekki á offorsi og skyndigróða heldur hugviti og gæðum. Höfundur forstjóri Travelade.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun