Örn á lokaholunni skaut Ólafíu upp í þriðja sætið Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2017 19:15 Ólafía Þórunn er á níu höggum undir pari fyrir lokahringinn. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. Er þetta lang besti árangur hennar á LPGA-mótaröðinni en þar áður var besti árangur hennar þrettánda sæti á Opna skoska meistaramótinu. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins. Mun þetta styrkja stöðu hennar á peningarlistanum all verulega en hún er í baráttu um að halda keppnisrétt sínum á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, á næsta ári. Ólafía hóf daginn á níu höggum undir pari í 7-12. sæti eftir tvo frábæra hringi þar sem hún fékk ellefu fugla, tvo skolla og 23 pör og var hún ekki lengi að láta til sín taka á lokadeginum. Eftir pör á fyrstu tveimur holum dagsins fékk hún fugl á þriðju holu dagsins og var komin undir parið. Skolli á áttundu braut kom henni aftur á parið á deginum en hún fékk sjö pör á fyrri níu holum dagsins og hélt sér við toppinn. Tveir fuglar á fyrstu fimm holunum á seinni níu þýddi að hún hélt áfram að halda í við næstu kylfinga en hún átti heldur betur eftir að toppa sig þegar hún setti niður innáhöggið fyrir erni á lokaholunni. Skaut það henni upp í 3. sætið í bili ásamt þremur öðrum kylfingum en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að klára.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, kom í hús á fjórum höggum undir pari á hringnum og alls ellefu höggum undir pari á lokadegi Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu. Er þetta lang besti árangur hennar á LPGA-mótaröðinni en þar áður var besti árangur hennar þrettánda sæti á Opna skoska meistaramótinu. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins. Mun þetta styrkja stöðu hennar á peningarlistanum all verulega en hún er í baráttu um að halda keppnisrétt sínum á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, á næsta ári. Ólafía hóf daginn á níu höggum undir pari í 7-12. sæti eftir tvo frábæra hringi þar sem hún fékk ellefu fugla, tvo skolla og 23 pör og var hún ekki lengi að láta til sín taka á lokadeginum. Eftir pör á fyrstu tveimur holum dagsins fékk hún fugl á þriðju holu dagsins og var komin undir parið. Skolli á áttundu braut kom henni aftur á parið á deginum en hún fékk sjö pör á fyrri níu holum dagsins og hélt sér við toppinn. Tveir fuglar á fyrstu fimm holunum á seinni níu þýddi að hún hélt áfram að halda í við næstu kylfinga en hún átti heldur betur eftir að toppa sig þegar hún setti niður innáhöggið fyrir erni á lokaholunni. Skaut það henni upp í 3. sætið í bili ásamt þremur öðrum kylfingum en það eiga enn nokkrir kylfingar eftir að klára.
Golf Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Sjá meira