Bannhelgi eða nýskipan Þröstur Ólafsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Allar þjóðir sem komnar eru til aldanna eiga sín tabú – ósnertanlega staði eða siðmæli sem flestir lúta, án þess að velta tilgangi þess mikið fyrir sér. Upphaflega spretta svona bannhelgar sem angar frá trúarbrögðum eða nauðvörn aðþrengdra ættbálka eða þjóðarbrota í hörðu umhverfi. Einnig vísvitandi hannaðar til að vernda hagsmuni. Öll þekkjum við heilögu kýrnar á Indlandi, sem óvíða má stugga við. Mér er tjáð að viss helgi hvíli yfir ákveðnum snákategundum einhvers staðar í myrkviðum Afríku. Á Vesturlöndum tengist bannhelgin frekar söguhelgi. Ekki má „sverta“ orðspor þjóðhetju, þótt skúrkur hafi verið, eða draga viðtekna söguskoðun í efa. Það er sameiginlegt allri veraldlegri helgi að samfélagið skýtur loku fyrir aðkomu skynseminnar að meintum helgidómi. Hún er ekki gjaldgeng sem tæki til að greina eða fást við bannhelgina. Margs konar tabú hafa staðið þjóðum fyrir þrifum og skekkt svo innri vefi samfélaga að til vandræða leiddi. Þýsk þjóð þurfti þrjátíu ára stríð fyrrihluta tuttugustu aldar til að losna undan seiðmagni víðtækra menningarlegra, félagslegra og pólitískra héloga og bannhelga; leggja þurfti innviði samfélags þeirra í rúst.Tabú okkar Íslendinga Við Íslendingar ræktum einnig okkar bannhelgar. Höfum t.d. bæði lyft „fullveldinu“ á stall bannhelgi, óaðgengilegt skynsamlegri hugsun. Einnig sauðkindinni. Hún er okkar heilaga kýr. Hefur ein nær ótakmarkaðan rétt til að valsa laus um landið; þeir sem verjast vilja ágangi þessarar gæflyndu skepnu verða að girða sig af – friðhelgi hennar er takmarkalítil. Ef hún hleypur fyrir akandi bíl, ber bílstjóri undantekningarlítið ábyrgð – ekki hún eða eigandi hennar. Sauðkindin gengur á vegum æðri máttarvalda. Þeir sem stunda sauðfjárbúskap mega fjölga skepnunni að vild, bera litla ábyrgð á afleiðingunum; aðrir verða að leysa úr þeim vandkvæðum, sem þetta fyrirkomulag leiðir af sér. Ekkert annað samfélagslegt fyrirbæri fær þjóðarlof fyrir að ganga sjálfala í buddu almennings. Ábúðarfullir stjórnmálamenn hafa klappað bændaforystunni lof í lófa og lagt blessun sína yfir eyðingarmátt offjölgunar á kostnað lýðs og landgæða. Maður spyr sig, hvað valdi því að hvorki hagræn né umhverfisvæn skynsemi eigi aðgang að jafn veigamiklum ákvörðunum sem búvörusamningurinn er? Áratuga milljarða útflutningsblekking, sem lofar betri tíð, er endurvakin, endurhönnuð og flutt á milli landsvæða innan jarðarkringlunnar. Nú síðast var það Kína, áður BNA. Heimamarkaðurinn má ekki vera viðmið.Dreifðar byggðir og sauðfjárbúskapur Um alllangt skeið hafa þau rök verið notuð, að víðtækur sauðfjárbúskapur sé nauðsynlegur til að viðhalda byggð í dreifðum byggðum. Ekki vil ég neita því að það sé fótur fyrir því, að þau héröð finnist þar sem sauðfjárbúskapur skipti máli. Það gildir hins vegar ekki um nánast allt Suðurland og hluta Norður- og Vesturlands. Þar er sauðfjárbúskapur víða aukabúgrein eða hreinlega skemmtilegt tómstundagaman. Á flestum þessara svæða á byggð ekki í vök að verjast – þvert á móti. Náttúra landsins og budda lágtekjufólks eiga hins vegar á brattann að sækja. Hagtölur sýna það svart á hvítu að verðmætasköpun af sauðfjárbúskap er nánast engin. Slík búgrein getur trauðla styrkt dreifðar byggðir. Þar þarf atvinnu sem skilar afgangi og þokkalegum tekjum. Skyldi arðleysi sauðfjárbúskapar hafa ýtt undir eftirsókn eftir ýmiss konar stóriðju til lands og sjávar, víðsvegar um land? Meðan ekki má snerta við og bæta rekstrarumhverfi sauðfjárbúskaparins munu þær byggðir, þar sem hann er mest stundaður, áfram lepja dauðann úr skel. Við vitum hvernig hægt er að gera sauðfjárbúskap arðbæran. Við tókumst á við svipaðan vanda í sjávarútvegi fyrir liðlega þrjátíu árum. Þá tókst að breyta vandræðabarni í fyrirmyndar þegn. Það mun taka sinn tíma, því vanda þarf til verka. Trauðla væri hægt að færa dreifðum byggðum landsins verðmætari gjöf. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Allar þjóðir sem komnar eru til aldanna eiga sín tabú – ósnertanlega staði eða siðmæli sem flestir lúta, án þess að velta tilgangi þess mikið fyrir sér. Upphaflega spretta svona bannhelgar sem angar frá trúarbrögðum eða nauðvörn aðþrengdra ættbálka eða þjóðarbrota í hörðu umhverfi. Einnig vísvitandi hannaðar til að vernda hagsmuni. Öll þekkjum við heilögu kýrnar á Indlandi, sem óvíða má stugga við. Mér er tjáð að viss helgi hvíli yfir ákveðnum snákategundum einhvers staðar í myrkviðum Afríku. Á Vesturlöndum tengist bannhelgin frekar söguhelgi. Ekki má „sverta“ orðspor þjóðhetju, þótt skúrkur hafi verið, eða draga viðtekna söguskoðun í efa. Það er sameiginlegt allri veraldlegri helgi að samfélagið skýtur loku fyrir aðkomu skynseminnar að meintum helgidómi. Hún er ekki gjaldgeng sem tæki til að greina eða fást við bannhelgina. Margs konar tabú hafa staðið þjóðum fyrir þrifum og skekkt svo innri vefi samfélaga að til vandræða leiddi. Þýsk þjóð þurfti þrjátíu ára stríð fyrrihluta tuttugustu aldar til að losna undan seiðmagni víðtækra menningarlegra, félagslegra og pólitískra héloga og bannhelga; leggja þurfti innviði samfélags þeirra í rúst.Tabú okkar Íslendinga Við Íslendingar ræktum einnig okkar bannhelgar. Höfum t.d. bæði lyft „fullveldinu“ á stall bannhelgi, óaðgengilegt skynsamlegri hugsun. Einnig sauðkindinni. Hún er okkar heilaga kýr. Hefur ein nær ótakmarkaðan rétt til að valsa laus um landið; þeir sem verjast vilja ágangi þessarar gæflyndu skepnu verða að girða sig af – friðhelgi hennar er takmarkalítil. Ef hún hleypur fyrir akandi bíl, ber bílstjóri undantekningarlítið ábyrgð – ekki hún eða eigandi hennar. Sauðkindin gengur á vegum æðri máttarvalda. Þeir sem stunda sauðfjárbúskap mega fjölga skepnunni að vild, bera litla ábyrgð á afleiðingunum; aðrir verða að leysa úr þeim vandkvæðum, sem þetta fyrirkomulag leiðir af sér. Ekkert annað samfélagslegt fyrirbæri fær þjóðarlof fyrir að ganga sjálfala í buddu almennings. Ábúðarfullir stjórnmálamenn hafa klappað bændaforystunni lof í lófa og lagt blessun sína yfir eyðingarmátt offjölgunar á kostnað lýðs og landgæða. Maður spyr sig, hvað valdi því að hvorki hagræn né umhverfisvæn skynsemi eigi aðgang að jafn veigamiklum ákvörðunum sem búvörusamningurinn er? Áratuga milljarða útflutningsblekking, sem lofar betri tíð, er endurvakin, endurhönnuð og flutt á milli landsvæða innan jarðarkringlunnar. Nú síðast var það Kína, áður BNA. Heimamarkaðurinn má ekki vera viðmið.Dreifðar byggðir og sauðfjárbúskapur Um alllangt skeið hafa þau rök verið notuð, að víðtækur sauðfjárbúskapur sé nauðsynlegur til að viðhalda byggð í dreifðum byggðum. Ekki vil ég neita því að það sé fótur fyrir því, að þau héröð finnist þar sem sauðfjárbúskapur skipti máli. Það gildir hins vegar ekki um nánast allt Suðurland og hluta Norður- og Vesturlands. Þar er sauðfjárbúskapur víða aukabúgrein eða hreinlega skemmtilegt tómstundagaman. Á flestum þessara svæða á byggð ekki í vök að verjast – þvert á móti. Náttúra landsins og budda lágtekjufólks eiga hins vegar á brattann að sækja. Hagtölur sýna það svart á hvítu að verðmætasköpun af sauðfjárbúskap er nánast engin. Slík búgrein getur trauðla styrkt dreifðar byggðir. Þar þarf atvinnu sem skilar afgangi og þokkalegum tekjum. Skyldi arðleysi sauðfjárbúskapar hafa ýtt undir eftirsókn eftir ýmiss konar stóriðju til lands og sjávar, víðsvegar um land? Meðan ekki má snerta við og bæta rekstrarumhverfi sauðfjárbúskaparins munu þær byggðir, þar sem hann er mest stundaður, áfram lepja dauðann úr skel. Við vitum hvernig hægt er að gera sauðfjárbúskap arðbæran. Við tókumst á við svipaðan vanda í sjávarútvegi fyrir liðlega þrjátíu árum. Þá tókst að breyta vandræðabarni í fyrirmyndar þegn. Það mun taka sinn tíma, því vanda þarf til verka. Trauðla væri hægt að færa dreifðum byggðum landsins verðmætari gjöf. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er hagfræðingur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun