Bannhelgi eða nýskipan Þröstur Ólafsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Allar þjóðir sem komnar eru til aldanna eiga sín tabú – ósnertanlega staði eða siðmæli sem flestir lúta, án þess að velta tilgangi þess mikið fyrir sér. Upphaflega spretta svona bannhelgar sem angar frá trúarbrögðum eða nauðvörn aðþrengdra ættbálka eða þjóðarbrota í hörðu umhverfi. Einnig vísvitandi hannaðar til að vernda hagsmuni. Öll þekkjum við heilögu kýrnar á Indlandi, sem óvíða má stugga við. Mér er tjáð að viss helgi hvíli yfir ákveðnum snákategundum einhvers staðar í myrkviðum Afríku. Á Vesturlöndum tengist bannhelgin frekar söguhelgi. Ekki má „sverta“ orðspor þjóðhetju, þótt skúrkur hafi verið, eða draga viðtekna söguskoðun í efa. Það er sameiginlegt allri veraldlegri helgi að samfélagið skýtur loku fyrir aðkomu skynseminnar að meintum helgidómi. Hún er ekki gjaldgeng sem tæki til að greina eða fást við bannhelgina. Margs konar tabú hafa staðið þjóðum fyrir þrifum og skekkt svo innri vefi samfélaga að til vandræða leiddi. Þýsk þjóð þurfti þrjátíu ára stríð fyrrihluta tuttugustu aldar til að losna undan seiðmagni víðtækra menningarlegra, félagslegra og pólitískra héloga og bannhelga; leggja þurfti innviði samfélags þeirra í rúst.Tabú okkar Íslendinga Við Íslendingar ræktum einnig okkar bannhelgar. Höfum t.d. bæði lyft „fullveldinu“ á stall bannhelgi, óaðgengilegt skynsamlegri hugsun. Einnig sauðkindinni. Hún er okkar heilaga kýr. Hefur ein nær ótakmarkaðan rétt til að valsa laus um landið; þeir sem verjast vilja ágangi þessarar gæflyndu skepnu verða að girða sig af – friðhelgi hennar er takmarkalítil. Ef hún hleypur fyrir akandi bíl, ber bílstjóri undantekningarlítið ábyrgð – ekki hún eða eigandi hennar. Sauðkindin gengur á vegum æðri máttarvalda. Þeir sem stunda sauðfjárbúskap mega fjölga skepnunni að vild, bera litla ábyrgð á afleiðingunum; aðrir verða að leysa úr þeim vandkvæðum, sem þetta fyrirkomulag leiðir af sér. Ekkert annað samfélagslegt fyrirbæri fær þjóðarlof fyrir að ganga sjálfala í buddu almennings. Ábúðarfullir stjórnmálamenn hafa klappað bændaforystunni lof í lófa og lagt blessun sína yfir eyðingarmátt offjölgunar á kostnað lýðs og landgæða. Maður spyr sig, hvað valdi því að hvorki hagræn né umhverfisvæn skynsemi eigi aðgang að jafn veigamiklum ákvörðunum sem búvörusamningurinn er? Áratuga milljarða útflutningsblekking, sem lofar betri tíð, er endurvakin, endurhönnuð og flutt á milli landsvæða innan jarðarkringlunnar. Nú síðast var það Kína, áður BNA. Heimamarkaðurinn má ekki vera viðmið.Dreifðar byggðir og sauðfjárbúskapur Um alllangt skeið hafa þau rök verið notuð, að víðtækur sauðfjárbúskapur sé nauðsynlegur til að viðhalda byggð í dreifðum byggðum. Ekki vil ég neita því að það sé fótur fyrir því, að þau héröð finnist þar sem sauðfjárbúskapur skipti máli. Það gildir hins vegar ekki um nánast allt Suðurland og hluta Norður- og Vesturlands. Þar er sauðfjárbúskapur víða aukabúgrein eða hreinlega skemmtilegt tómstundagaman. Á flestum þessara svæða á byggð ekki í vök að verjast – þvert á móti. Náttúra landsins og budda lágtekjufólks eiga hins vegar á brattann að sækja. Hagtölur sýna það svart á hvítu að verðmætasköpun af sauðfjárbúskap er nánast engin. Slík búgrein getur trauðla styrkt dreifðar byggðir. Þar þarf atvinnu sem skilar afgangi og þokkalegum tekjum. Skyldi arðleysi sauðfjárbúskapar hafa ýtt undir eftirsókn eftir ýmiss konar stóriðju til lands og sjávar, víðsvegar um land? Meðan ekki má snerta við og bæta rekstrarumhverfi sauðfjárbúskaparins munu þær byggðir, þar sem hann er mest stundaður, áfram lepja dauðann úr skel. Við vitum hvernig hægt er að gera sauðfjárbúskap arðbæran. Við tókumst á við svipaðan vanda í sjávarútvegi fyrir liðlega þrjátíu árum. Þá tókst að breyta vandræðabarni í fyrirmyndar þegn. Það mun taka sinn tíma, því vanda þarf til verka. Trauðla væri hægt að færa dreifðum byggðum landsins verðmætari gjöf. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Allar þjóðir sem komnar eru til aldanna eiga sín tabú – ósnertanlega staði eða siðmæli sem flestir lúta, án þess að velta tilgangi þess mikið fyrir sér. Upphaflega spretta svona bannhelgar sem angar frá trúarbrögðum eða nauðvörn aðþrengdra ættbálka eða þjóðarbrota í hörðu umhverfi. Einnig vísvitandi hannaðar til að vernda hagsmuni. Öll þekkjum við heilögu kýrnar á Indlandi, sem óvíða má stugga við. Mér er tjáð að viss helgi hvíli yfir ákveðnum snákategundum einhvers staðar í myrkviðum Afríku. Á Vesturlöndum tengist bannhelgin frekar söguhelgi. Ekki má „sverta“ orðspor þjóðhetju, þótt skúrkur hafi verið, eða draga viðtekna söguskoðun í efa. Það er sameiginlegt allri veraldlegri helgi að samfélagið skýtur loku fyrir aðkomu skynseminnar að meintum helgidómi. Hún er ekki gjaldgeng sem tæki til að greina eða fást við bannhelgina. Margs konar tabú hafa staðið þjóðum fyrir þrifum og skekkt svo innri vefi samfélaga að til vandræða leiddi. Þýsk þjóð þurfti þrjátíu ára stríð fyrrihluta tuttugustu aldar til að losna undan seiðmagni víðtækra menningarlegra, félagslegra og pólitískra héloga og bannhelga; leggja þurfti innviði samfélags þeirra í rúst.Tabú okkar Íslendinga Við Íslendingar ræktum einnig okkar bannhelgar. Höfum t.d. bæði lyft „fullveldinu“ á stall bannhelgi, óaðgengilegt skynsamlegri hugsun. Einnig sauðkindinni. Hún er okkar heilaga kýr. Hefur ein nær ótakmarkaðan rétt til að valsa laus um landið; þeir sem verjast vilja ágangi þessarar gæflyndu skepnu verða að girða sig af – friðhelgi hennar er takmarkalítil. Ef hún hleypur fyrir akandi bíl, ber bílstjóri undantekningarlítið ábyrgð – ekki hún eða eigandi hennar. Sauðkindin gengur á vegum æðri máttarvalda. Þeir sem stunda sauðfjárbúskap mega fjölga skepnunni að vild, bera litla ábyrgð á afleiðingunum; aðrir verða að leysa úr þeim vandkvæðum, sem þetta fyrirkomulag leiðir af sér. Ekkert annað samfélagslegt fyrirbæri fær þjóðarlof fyrir að ganga sjálfala í buddu almennings. Ábúðarfullir stjórnmálamenn hafa klappað bændaforystunni lof í lófa og lagt blessun sína yfir eyðingarmátt offjölgunar á kostnað lýðs og landgæða. Maður spyr sig, hvað valdi því að hvorki hagræn né umhverfisvæn skynsemi eigi aðgang að jafn veigamiklum ákvörðunum sem búvörusamningurinn er? Áratuga milljarða útflutningsblekking, sem lofar betri tíð, er endurvakin, endurhönnuð og flutt á milli landsvæða innan jarðarkringlunnar. Nú síðast var það Kína, áður BNA. Heimamarkaðurinn má ekki vera viðmið.Dreifðar byggðir og sauðfjárbúskapur Um alllangt skeið hafa þau rök verið notuð, að víðtækur sauðfjárbúskapur sé nauðsynlegur til að viðhalda byggð í dreifðum byggðum. Ekki vil ég neita því að það sé fótur fyrir því, að þau héröð finnist þar sem sauðfjárbúskapur skipti máli. Það gildir hins vegar ekki um nánast allt Suðurland og hluta Norður- og Vesturlands. Þar er sauðfjárbúskapur víða aukabúgrein eða hreinlega skemmtilegt tómstundagaman. Á flestum þessara svæða á byggð ekki í vök að verjast – þvert á móti. Náttúra landsins og budda lágtekjufólks eiga hins vegar á brattann að sækja. Hagtölur sýna það svart á hvítu að verðmætasköpun af sauðfjárbúskap er nánast engin. Slík búgrein getur trauðla styrkt dreifðar byggðir. Þar þarf atvinnu sem skilar afgangi og þokkalegum tekjum. Skyldi arðleysi sauðfjárbúskapar hafa ýtt undir eftirsókn eftir ýmiss konar stóriðju til lands og sjávar, víðsvegar um land? Meðan ekki má snerta við og bæta rekstrarumhverfi sauðfjárbúskaparins munu þær byggðir, þar sem hann er mest stundaður, áfram lepja dauðann úr skel. Við vitum hvernig hægt er að gera sauðfjárbúskap arðbæran. Við tókumst á við svipaðan vanda í sjávarútvegi fyrir liðlega þrjátíu árum. Þá tókst að breyta vandræðabarni í fyrirmyndar þegn. Það mun taka sinn tíma, því vanda þarf til verka. Trauðla væri hægt að færa dreifðum byggðum landsins verðmætari gjöf. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar