Djúpt kafað í vasa krabbameinsveikra Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Varla hefur farið fram hjá mörgum þung greiðslubyrði þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi. Í allt of mörgum tilfellum eru krabbameinssjúklingar, og fjölskyldur þeirra, að sligast undan hárri kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þótt eitthvað hafi miðað í rétta átt að undanförnu eru þess enn fjölmörg dæmi að fólk þurfi að greiða hundruð þúsunda í læknis- og lyfjakostnað á meðferðartímanum. En þótt hér sé aðeins nefndur sá kostnaður sem niðurgreiddur er af hinu opinbera, eru þeir ófáir kostnaðarliðirnir sem Sjúkratryggingar taka of lítinn eða engan þátt í. Þar má t.d. nefna tannlæknakostnað en það er þekkt staðreynd að sterk lyf hafa slæm áhrif á tannheilsu. Þá má nefna sálfræðiþjónustu sem margir sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma þurfa að sækja sér. Að auki þurfa margir krabbameinssjúklingar á augndropum að halda sem eru mjög dýrir. Dýrast af öllu er þó tæknifrjóvgunarferli sem krabbameinsveikir þurfa oft og tíðum að gangast undir ef þeir hyggja á barneignir eftir greiningu en sem kunnugt er hafa lyfjagjafir neikvæð áhrif á getnað með eðlilegum hætti. Ung kona greinist nýlega með brjóstakrabbamein og ákvað að fara í tæknifrjóvgun til þess að eiga möguleika á að eignast barn með manni sínum. Fyrsta meðferðin kostar í heild sinni 455.000 krónur, önnur og þriðja meðferð 230 þúsund krónur. Ef meðferðirnar skila ekki árangri eftir þessi þrjú skipti, þarf að greiða 455.000 í hvert sinn eftir það. Þessi tiltekna kona hefur því greitt kr. 1.025.000 krónur en inni í þeirri upphæð er lyfjakostnaður og geymslugjald fósturvísa. Þegar þetta er ritað er óvíst með árangur og því gæti konan þurft að greiða enn hærri upphæð til þess að öðlast möguleika á að eignast barn. Þess eru mörg dæmi meðal félagsmanna Krafts að ungt fólk hafi greitt á aðra eða þriðju milljón króna vegna tæknifrjóvgunar þar sem alls óvíst er með árangur. Það ætti ekki að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinganna, hvort þeir hafi möguleika á að eignast barn eftir krabbameinsgreiningu. Kraftur styður unga félagsmenn sína fjárhagslega til að standa straum af kostnaði vegna læknisverka og lyfjakaupa í gegnum neyðarsjóð félagsins auk þess sem það veitir félagsmönnum sálfræðitíma, án endurgjalds. Enn sem komið er hefur félagið ekki bolmagn til að styrkja ungt fólk í félaginu til að greiða kostnað vegna tæknifrjóvgunar eða tannlæknaþjónustu. Það var vissulega von okkar þegar við stofnuðum neyðarsjóðinn að hann yrði ekki langlífur, þ.e. að sá tími kæmi fljótlega að kostnaðarþátttakan lækkaði verulega eða hyrfi með öllu, eins og þekkist í samanburðarlöndunum. Eins og nú horfir, eru engar líkur á að neyðarsjóðurinn verði óþarfur. Einkaaðilar hafa skynjað þessa neyð ungra krabbameinssjúklinga og fyrir skömmu bauð Apótekarinn félagsmönnum Krafts á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein, endurgjaldslaus lyf sem tengjast sjúkdómnum. Það er sorgleg staðreynd að lítið góðgerðarfélag, eins og Kraftur, og einkaaðilar þurfi að styðja fólk fjárhagslega til að það hafi efni á að berjast við lífshættulegan sjúkdóm. Kraftur myndi gjarnan vilja létta sínum skjólstæðingum lífið á annan hátt, t.d. með því að styrkja fólk til að sækja námskeið, til ferðalaga og til annars konar afþreyingar sem léttir þeim lífið á erfiðum tíma. En meðan ástandið er svona í heilbrigðiskerfinu, bendir fátt til þess að sá draumur verði að veruleika. Enn er ónefndur tilfinnanlegur kostnaður krabbameinsgreindra sem felst í bílastæðagjöldum við Landspítalann. Ungur maður sem greindist fyrir rúmlega einu ári hefur greitt samtals 52.000 krónur í bílastæðagjöld á þessum tíma á meðan hann sækir sér meðferð á spítalanum. Kraftur hefur bent á þetta misrétti og komið með tillögu sem felst í því að sjúklingurinn fái kort sem sett er í bílinn sem veitir honum rétt á endurgjaldslausu bílastæði í tiltekinn tíma á meðan hann þarf að mæta reglulega í meðferðir eða læknisheimsóknir. Heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum hefur einnig barist fyrir þessu máli, en án árangurs. Getum við virkilega talið okkur velferðarþjóðfélag þegar svo er búið að þegnum okkar að fjárhagslegri afkomu þeirra er stefnt í voða, veikist þeir af lífsógnandi sjúkdómi? Höfundur er verkefnastjóri hjá Krafti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Varla hefur farið fram hjá mörgum þung greiðslubyrði þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi. Í allt of mörgum tilfellum eru krabbameinssjúklingar, og fjölskyldur þeirra, að sligast undan hárri kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þótt eitthvað hafi miðað í rétta átt að undanförnu eru þess enn fjölmörg dæmi að fólk þurfi að greiða hundruð þúsunda í læknis- og lyfjakostnað á meðferðartímanum. En þótt hér sé aðeins nefndur sá kostnaður sem niðurgreiddur er af hinu opinbera, eru þeir ófáir kostnaðarliðirnir sem Sjúkratryggingar taka of lítinn eða engan þátt í. Þar má t.d. nefna tannlæknakostnað en það er þekkt staðreynd að sterk lyf hafa slæm áhrif á tannheilsu. Þá má nefna sálfræðiþjónustu sem margir sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma þurfa að sækja sér. Að auki þurfa margir krabbameinssjúklingar á augndropum að halda sem eru mjög dýrir. Dýrast af öllu er þó tæknifrjóvgunarferli sem krabbameinsveikir þurfa oft og tíðum að gangast undir ef þeir hyggja á barneignir eftir greiningu en sem kunnugt er hafa lyfjagjafir neikvæð áhrif á getnað með eðlilegum hætti. Ung kona greinist nýlega með brjóstakrabbamein og ákvað að fara í tæknifrjóvgun til þess að eiga möguleika á að eignast barn með manni sínum. Fyrsta meðferðin kostar í heild sinni 455.000 krónur, önnur og þriðja meðferð 230 þúsund krónur. Ef meðferðirnar skila ekki árangri eftir þessi þrjú skipti, þarf að greiða 455.000 í hvert sinn eftir það. Þessi tiltekna kona hefur því greitt kr. 1.025.000 krónur en inni í þeirri upphæð er lyfjakostnaður og geymslugjald fósturvísa. Þegar þetta er ritað er óvíst með árangur og því gæti konan þurft að greiða enn hærri upphæð til þess að öðlast möguleika á að eignast barn. Þess eru mörg dæmi meðal félagsmanna Krafts að ungt fólk hafi greitt á aðra eða þriðju milljón króna vegna tæknifrjóvgunar þar sem alls óvíst er með árangur. Það ætti ekki að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinganna, hvort þeir hafi möguleika á að eignast barn eftir krabbameinsgreiningu. Kraftur styður unga félagsmenn sína fjárhagslega til að standa straum af kostnaði vegna læknisverka og lyfjakaupa í gegnum neyðarsjóð félagsins auk þess sem það veitir félagsmönnum sálfræðitíma, án endurgjalds. Enn sem komið er hefur félagið ekki bolmagn til að styrkja ungt fólk í félaginu til að greiða kostnað vegna tæknifrjóvgunar eða tannlæknaþjónustu. Það var vissulega von okkar þegar við stofnuðum neyðarsjóðinn að hann yrði ekki langlífur, þ.e. að sá tími kæmi fljótlega að kostnaðarþátttakan lækkaði verulega eða hyrfi með öllu, eins og þekkist í samanburðarlöndunum. Eins og nú horfir, eru engar líkur á að neyðarsjóðurinn verði óþarfur. Einkaaðilar hafa skynjað þessa neyð ungra krabbameinssjúklinga og fyrir skömmu bauð Apótekarinn félagsmönnum Krafts á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein, endurgjaldslaus lyf sem tengjast sjúkdómnum. Það er sorgleg staðreynd að lítið góðgerðarfélag, eins og Kraftur, og einkaaðilar þurfi að styðja fólk fjárhagslega til að það hafi efni á að berjast við lífshættulegan sjúkdóm. Kraftur myndi gjarnan vilja létta sínum skjólstæðingum lífið á annan hátt, t.d. með því að styrkja fólk til að sækja námskeið, til ferðalaga og til annars konar afþreyingar sem léttir þeim lífið á erfiðum tíma. En meðan ástandið er svona í heilbrigðiskerfinu, bendir fátt til þess að sá draumur verði að veruleika. Enn er ónefndur tilfinnanlegur kostnaður krabbameinsgreindra sem felst í bílastæðagjöldum við Landspítalann. Ungur maður sem greindist fyrir rúmlega einu ári hefur greitt samtals 52.000 krónur í bílastæðagjöld á þessum tíma á meðan hann sækir sér meðferð á spítalanum. Kraftur hefur bent á þetta misrétti og komið með tillögu sem felst í því að sjúklingurinn fái kort sem sett er í bílinn sem veitir honum rétt á endurgjaldslausu bílastæði í tiltekinn tíma á meðan hann þarf að mæta reglulega í meðferðir eða læknisheimsóknir. Heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum hefur einnig barist fyrir þessu máli, en án árangurs. Getum við virkilega talið okkur velferðarþjóðfélag þegar svo er búið að þegnum okkar að fjárhagslegri afkomu þeirra er stefnt í voða, veikist þeir af lífsógnandi sjúkdómi? Höfundur er verkefnastjóri hjá Krafti.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun