Djúpt kafað í vasa krabbameinsveikra Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Varla hefur farið fram hjá mörgum þung greiðslubyrði þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi. Í allt of mörgum tilfellum eru krabbameinssjúklingar, og fjölskyldur þeirra, að sligast undan hárri kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þótt eitthvað hafi miðað í rétta átt að undanförnu eru þess enn fjölmörg dæmi að fólk þurfi að greiða hundruð þúsunda í læknis- og lyfjakostnað á meðferðartímanum. En þótt hér sé aðeins nefndur sá kostnaður sem niðurgreiddur er af hinu opinbera, eru þeir ófáir kostnaðarliðirnir sem Sjúkratryggingar taka of lítinn eða engan þátt í. Þar má t.d. nefna tannlæknakostnað en það er þekkt staðreynd að sterk lyf hafa slæm áhrif á tannheilsu. Þá má nefna sálfræðiþjónustu sem margir sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma þurfa að sækja sér. Að auki þurfa margir krabbameinssjúklingar á augndropum að halda sem eru mjög dýrir. Dýrast af öllu er þó tæknifrjóvgunarferli sem krabbameinsveikir þurfa oft og tíðum að gangast undir ef þeir hyggja á barneignir eftir greiningu en sem kunnugt er hafa lyfjagjafir neikvæð áhrif á getnað með eðlilegum hætti. Ung kona greinist nýlega með brjóstakrabbamein og ákvað að fara í tæknifrjóvgun til þess að eiga möguleika á að eignast barn með manni sínum. Fyrsta meðferðin kostar í heild sinni 455.000 krónur, önnur og þriðja meðferð 230 þúsund krónur. Ef meðferðirnar skila ekki árangri eftir þessi þrjú skipti, þarf að greiða 455.000 í hvert sinn eftir það. Þessi tiltekna kona hefur því greitt kr. 1.025.000 krónur en inni í þeirri upphæð er lyfjakostnaður og geymslugjald fósturvísa. Þegar þetta er ritað er óvíst með árangur og því gæti konan þurft að greiða enn hærri upphæð til þess að öðlast möguleika á að eignast barn. Þess eru mörg dæmi meðal félagsmanna Krafts að ungt fólk hafi greitt á aðra eða þriðju milljón króna vegna tæknifrjóvgunar þar sem alls óvíst er með árangur. Það ætti ekki að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinganna, hvort þeir hafi möguleika á að eignast barn eftir krabbameinsgreiningu. Kraftur styður unga félagsmenn sína fjárhagslega til að standa straum af kostnaði vegna læknisverka og lyfjakaupa í gegnum neyðarsjóð félagsins auk þess sem það veitir félagsmönnum sálfræðitíma, án endurgjalds. Enn sem komið er hefur félagið ekki bolmagn til að styrkja ungt fólk í félaginu til að greiða kostnað vegna tæknifrjóvgunar eða tannlæknaþjónustu. Það var vissulega von okkar þegar við stofnuðum neyðarsjóðinn að hann yrði ekki langlífur, þ.e. að sá tími kæmi fljótlega að kostnaðarþátttakan lækkaði verulega eða hyrfi með öllu, eins og þekkist í samanburðarlöndunum. Eins og nú horfir, eru engar líkur á að neyðarsjóðurinn verði óþarfur. Einkaaðilar hafa skynjað þessa neyð ungra krabbameinssjúklinga og fyrir skömmu bauð Apótekarinn félagsmönnum Krafts á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein, endurgjaldslaus lyf sem tengjast sjúkdómnum. Það er sorgleg staðreynd að lítið góðgerðarfélag, eins og Kraftur, og einkaaðilar þurfi að styðja fólk fjárhagslega til að það hafi efni á að berjast við lífshættulegan sjúkdóm. Kraftur myndi gjarnan vilja létta sínum skjólstæðingum lífið á annan hátt, t.d. með því að styrkja fólk til að sækja námskeið, til ferðalaga og til annars konar afþreyingar sem léttir þeim lífið á erfiðum tíma. En meðan ástandið er svona í heilbrigðiskerfinu, bendir fátt til þess að sá draumur verði að veruleika. Enn er ónefndur tilfinnanlegur kostnaður krabbameinsgreindra sem felst í bílastæðagjöldum við Landspítalann. Ungur maður sem greindist fyrir rúmlega einu ári hefur greitt samtals 52.000 krónur í bílastæðagjöld á þessum tíma á meðan hann sækir sér meðferð á spítalanum. Kraftur hefur bent á þetta misrétti og komið með tillögu sem felst í því að sjúklingurinn fái kort sem sett er í bílinn sem veitir honum rétt á endurgjaldslausu bílastæði í tiltekinn tíma á meðan hann þarf að mæta reglulega í meðferðir eða læknisheimsóknir. Heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum hefur einnig barist fyrir þessu máli, en án árangurs. Getum við virkilega talið okkur velferðarþjóðfélag þegar svo er búið að þegnum okkar að fjárhagslegri afkomu þeirra er stefnt í voða, veikist þeir af lífsógnandi sjúkdómi? Höfundur er verkefnastjóri hjá Krafti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Varla hefur farið fram hjá mörgum þung greiðslubyrði þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi. Í allt of mörgum tilfellum eru krabbameinssjúklingar, og fjölskyldur þeirra, að sligast undan hárri kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þótt eitthvað hafi miðað í rétta átt að undanförnu eru þess enn fjölmörg dæmi að fólk þurfi að greiða hundruð þúsunda í læknis- og lyfjakostnað á meðferðartímanum. En þótt hér sé aðeins nefndur sá kostnaður sem niðurgreiddur er af hinu opinbera, eru þeir ófáir kostnaðarliðirnir sem Sjúkratryggingar taka of lítinn eða engan þátt í. Þar má t.d. nefna tannlæknakostnað en það er þekkt staðreynd að sterk lyf hafa slæm áhrif á tannheilsu. Þá má nefna sálfræðiþjónustu sem margir sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma þurfa að sækja sér. Að auki þurfa margir krabbameinssjúklingar á augndropum að halda sem eru mjög dýrir. Dýrast af öllu er þó tæknifrjóvgunarferli sem krabbameinsveikir þurfa oft og tíðum að gangast undir ef þeir hyggja á barneignir eftir greiningu en sem kunnugt er hafa lyfjagjafir neikvæð áhrif á getnað með eðlilegum hætti. Ung kona greinist nýlega með brjóstakrabbamein og ákvað að fara í tæknifrjóvgun til þess að eiga möguleika á að eignast barn með manni sínum. Fyrsta meðferðin kostar í heild sinni 455.000 krónur, önnur og þriðja meðferð 230 þúsund krónur. Ef meðferðirnar skila ekki árangri eftir þessi þrjú skipti, þarf að greiða 455.000 í hvert sinn eftir það. Þessi tiltekna kona hefur því greitt kr. 1.025.000 krónur en inni í þeirri upphæð er lyfjakostnaður og geymslugjald fósturvísa. Þegar þetta er ritað er óvíst með árangur og því gæti konan þurft að greiða enn hærri upphæð til þess að öðlast möguleika á að eignast barn. Þess eru mörg dæmi meðal félagsmanna Krafts að ungt fólk hafi greitt á aðra eða þriðju milljón króna vegna tæknifrjóvgunar þar sem alls óvíst er með árangur. Það ætti ekki að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinganna, hvort þeir hafi möguleika á að eignast barn eftir krabbameinsgreiningu. Kraftur styður unga félagsmenn sína fjárhagslega til að standa straum af kostnaði vegna læknisverka og lyfjakaupa í gegnum neyðarsjóð félagsins auk þess sem það veitir félagsmönnum sálfræðitíma, án endurgjalds. Enn sem komið er hefur félagið ekki bolmagn til að styrkja ungt fólk í félaginu til að greiða kostnað vegna tæknifrjóvgunar eða tannlæknaþjónustu. Það var vissulega von okkar þegar við stofnuðum neyðarsjóðinn að hann yrði ekki langlífur, þ.e. að sá tími kæmi fljótlega að kostnaðarþátttakan lækkaði verulega eða hyrfi með öllu, eins og þekkist í samanburðarlöndunum. Eins og nú horfir, eru engar líkur á að neyðarsjóðurinn verði óþarfur. Einkaaðilar hafa skynjað þessa neyð ungra krabbameinssjúklinga og fyrir skömmu bauð Apótekarinn félagsmönnum Krafts á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein, endurgjaldslaus lyf sem tengjast sjúkdómnum. Það er sorgleg staðreynd að lítið góðgerðarfélag, eins og Kraftur, og einkaaðilar þurfi að styðja fólk fjárhagslega til að það hafi efni á að berjast við lífshættulegan sjúkdóm. Kraftur myndi gjarnan vilja létta sínum skjólstæðingum lífið á annan hátt, t.d. með því að styrkja fólk til að sækja námskeið, til ferðalaga og til annars konar afþreyingar sem léttir þeim lífið á erfiðum tíma. En meðan ástandið er svona í heilbrigðiskerfinu, bendir fátt til þess að sá draumur verði að veruleika. Enn er ónefndur tilfinnanlegur kostnaður krabbameinsgreindra sem felst í bílastæðagjöldum við Landspítalann. Ungur maður sem greindist fyrir rúmlega einu ári hefur greitt samtals 52.000 krónur í bílastæðagjöld á þessum tíma á meðan hann sækir sér meðferð á spítalanum. Kraftur hefur bent á þetta misrétti og komið með tillögu sem felst í því að sjúklingurinn fái kort sem sett er í bílinn sem veitir honum rétt á endurgjaldslausu bílastæði í tiltekinn tíma á meðan hann þarf að mæta reglulega í meðferðir eða læknisheimsóknir. Heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum hefur einnig barist fyrir þessu máli, en án árangurs. Getum við virkilega talið okkur velferðarþjóðfélag þegar svo er búið að þegnum okkar að fjárhagslegri afkomu þeirra er stefnt í voða, veikist þeir af lífsógnandi sjúkdómi? Höfundur er verkefnastjóri hjá Krafti.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar