Djúpt kafað í vasa krabbameinsveikra Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Varla hefur farið fram hjá mörgum þung greiðslubyrði þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi. Í allt of mörgum tilfellum eru krabbameinssjúklingar, og fjölskyldur þeirra, að sligast undan hárri kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þótt eitthvað hafi miðað í rétta átt að undanförnu eru þess enn fjölmörg dæmi að fólk þurfi að greiða hundruð þúsunda í læknis- og lyfjakostnað á meðferðartímanum. En þótt hér sé aðeins nefndur sá kostnaður sem niðurgreiddur er af hinu opinbera, eru þeir ófáir kostnaðarliðirnir sem Sjúkratryggingar taka of lítinn eða engan þátt í. Þar má t.d. nefna tannlæknakostnað en það er þekkt staðreynd að sterk lyf hafa slæm áhrif á tannheilsu. Þá má nefna sálfræðiþjónustu sem margir sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma þurfa að sækja sér. Að auki þurfa margir krabbameinssjúklingar á augndropum að halda sem eru mjög dýrir. Dýrast af öllu er þó tæknifrjóvgunarferli sem krabbameinsveikir þurfa oft og tíðum að gangast undir ef þeir hyggja á barneignir eftir greiningu en sem kunnugt er hafa lyfjagjafir neikvæð áhrif á getnað með eðlilegum hætti. Ung kona greinist nýlega með brjóstakrabbamein og ákvað að fara í tæknifrjóvgun til þess að eiga möguleika á að eignast barn með manni sínum. Fyrsta meðferðin kostar í heild sinni 455.000 krónur, önnur og þriðja meðferð 230 þúsund krónur. Ef meðferðirnar skila ekki árangri eftir þessi þrjú skipti, þarf að greiða 455.000 í hvert sinn eftir það. Þessi tiltekna kona hefur því greitt kr. 1.025.000 krónur en inni í þeirri upphæð er lyfjakostnaður og geymslugjald fósturvísa. Þegar þetta er ritað er óvíst með árangur og því gæti konan þurft að greiða enn hærri upphæð til þess að öðlast möguleika á að eignast barn. Þess eru mörg dæmi meðal félagsmanna Krafts að ungt fólk hafi greitt á aðra eða þriðju milljón króna vegna tæknifrjóvgunar þar sem alls óvíst er með árangur. Það ætti ekki að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinganna, hvort þeir hafi möguleika á að eignast barn eftir krabbameinsgreiningu. Kraftur styður unga félagsmenn sína fjárhagslega til að standa straum af kostnaði vegna læknisverka og lyfjakaupa í gegnum neyðarsjóð félagsins auk þess sem það veitir félagsmönnum sálfræðitíma, án endurgjalds. Enn sem komið er hefur félagið ekki bolmagn til að styrkja ungt fólk í félaginu til að greiða kostnað vegna tæknifrjóvgunar eða tannlæknaþjónustu. Það var vissulega von okkar þegar við stofnuðum neyðarsjóðinn að hann yrði ekki langlífur, þ.e. að sá tími kæmi fljótlega að kostnaðarþátttakan lækkaði verulega eða hyrfi með öllu, eins og þekkist í samanburðarlöndunum. Eins og nú horfir, eru engar líkur á að neyðarsjóðurinn verði óþarfur. Einkaaðilar hafa skynjað þessa neyð ungra krabbameinssjúklinga og fyrir skömmu bauð Apótekarinn félagsmönnum Krafts á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein, endurgjaldslaus lyf sem tengjast sjúkdómnum. Það er sorgleg staðreynd að lítið góðgerðarfélag, eins og Kraftur, og einkaaðilar þurfi að styðja fólk fjárhagslega til að það hafi efni á að berjast við lífshættulegan sjúkdóm. Kraftur myndi gjarnan vilja létta sínum skjólstæðingum lífið á annan hátt, t.d. með því að styrkja fólk til að sækja námskeið, til ferðalaga og til annars konar afþreyingar sem léttir þeim lífið á erfiðum tíma. En meðan ástandið er svona í heilbrigðiskerfinu, bendir fátt til þess að sá draumur verði að veruleika. Enn er ónefndur tilfinnanlegur kostnaður krabbameinsgreindra sem felst í bílastæðagjöldum við Landspítalann. Ungur maður sem greindist fyrir rúmlega einu ári hefur greitt samtals 52.000 krónur í bílastæðagjöld á þessum tíma á meðan hann sækir sér meðferð á spítalanum. Kraftur hefur bent á þetta misrétti og komið með tillögu sem felst í því að sjúklingurinn fái kort sem sett er í bílinn sem veitir honum rétt á endurgjaldslausu bílastæði í tiltekinn tíma á meðan hann þarf að mæta reglulega í meðferðir eða læknisheimsóknir. Heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum hefur einnig barist fyrir þessu máli, en án árangurs. Getum við virkilega talið okkur velferðarþjóðfélag þegar svo er búið að þegnum okkar að fjárhagslegri afkomu þeirra er stefnt í voða, veikist þeir af lífsógnandi sjúkdómi? Höfundur er verkefnastjóri hjá Krafti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Varla hefur farið fram hjá mörgum þung greiðslubyrði þeirra sem greinast með krabbamein hér á landi. Í allt of mörgum tilfellum eru krabbameinssjúklingar, og fjölskyldur þeirra, að sligast undan hárri kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Þótt eitthvað hafi miðað í rétta átt að undanförnu eru þess enn fjölmörg dæmi að fólk þurfi að greiða hundruð þúsunda í læknis- og lyfjakostnað á meðferðartímanum. En þótt hér sé aðeins nefndur sá kostnaður sem niðurgreiddur er af hinu opinbera, eru þeir ófáir kostnaðarliðirnir sem Sjúkratryggingar taka of lítinn eða engan þátt í. Þar má t.d. nefna tannlæknakostnað en það er þekkt staðreynd að sterk lyf hafa slæm áhrif á tannheilsu. Þá má nefna sálfræðiþjónustu sem margir sem glíma við lífsógnandi sjúkdóma þurfa að sækja sér. Að auki þurfa margir krabbameinssjúklingar á augndropum að halda sem eru mjög dýrir. Dýrast af öllu er þó tæknifrjóvgunarferli sem krabbameinsveikir þurfa oft og tíðum að gangast undir ef þeir hyggja á barneignir eftir greiningu en sem kunnugt er hafa lyfjagjafir neikvæð áhrif á getnað með eðlilegum hætti. Ung kona greinist nýlega með brjóstakrabbamein og ákvað að fara í tæknifrjóvgun til þess að eiga möguleika á að eignast barn með manni sínum. Fyrsta meðferðin kostar í heild sinni 455.000 krónur, önnur og þriðja meðferð 230 þúsund krónur. Ef meðferðirnar skila ekki árangri eftir þessi þrjú skipti, þarf að greiða 455.000 í hvert sinn eftir það. Þessi tiltekna kona hefur því greitt kr. 1.025.000 krónur en inni í þeirri upphæð er lyfjakostnaður og geymslugjald fósturvísa. Þegar þetta er ritað er óvíst með árangur og því gæti konan þurft að greiða enn hærri upphæð til þess að öðlast möguleika á að eignast barn. Þess eru mörg dæmi meðal félagsmanna Krafts að ungt fólk hafi greitt á aðra eða þriðju milljón króna vegna tæknifrjóvgunar þar sem alls óvíst er með árangur. Það ætti ekki að vera háð fjárhagsstöðu einstaklinganna, hvort þeir hafi möguleika á að eignast barn eftir krabbameinsgreiningu. Kraftur styður unga félagsmenn sína fjárhagslega til að standa straum af kostnaði vegna læknisverka og lyfjakaupa í gegnum neyðarsjóð félagsins auk þess sem það veitir félagsmönnum sálfræðitíma, án endurgjalds. Enn sem komið er hefur félagið ekki bolmagn til að styrkja ungt fólk í félaginu til að greiða kostnað vegna tæknifrjóvgunar eða tannlæknaþjónustu. Það var vissulega von okkar þegar við stofnuðum neyðarsjóðinn að hann yrði ekki langlífur, þ.e. að sá tími kæmi fljótlega að kostnaðarþátttakan lækkaði verulega eða hyrfi með öllu, eins og þekkist í samanburðarlöndunum. Eins og nú horfir, eru engar líkur á að neyðarsjóðurinn verði óþarfur. Einkaaðilar hafa skynjað þessa neyð ungra krabbameinssjúklinga og fyrir skömmu bauð Apótekarinn félagsmönnum Krafts á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein, endurgjaldslaus lyf sem tengjast sjúkdómnum. Það er sorgleg staðreynd að lítið góðgerðarfélag, eins og Kraftur, og einkaaðilar þurfi að styðja fólk fjárhagslega til að það hafi efni á að berjast við lífshættulegan sjúkdóm. Kraftur myndi gjarnan vilja létta sínum skjólstæðingum lífið á annan hátt, t.d. með því að styrkja fólk til að sækja námskeið, til ferðalaga og til annars konar afþreyingar sem léttir þeim lífið á erfiðum tíma. En meðan ástandið er svona í heilbrigðiskerfinu, bendir fátt til þess að sá draumur verði að veruleika. Enn er ónefndur tilfinnanlegur kostnaður krabbameinsgreindra sem felst í bílastæðagjöldum við Landspítalann. Ungur maður sem greindist fyrir rúmlega einu ári hefur greitt samtals 52.000 krónur í bílastæðagjöld á þessum tíma á meðan hann sækir sér meðferð á spítalanum. Kraftur hefur bent á þetta misrétti og komið með tillögu sem felst í því að sjúklingurinn fái kort sem sett er í bílinn sem veitir honum rétt á endurgjaldslausu bílastæði í tiltekinn tíma á meðan hann þarf að mæta reglulega í meðferðir eða læknisheimsóknir. Heilbrigðisstarfsfólk á spítalanum hefur einnig barist fyrir þessu máli, en án árangurs. Getum við virkilega talið okkur velferðarþjóðfélag þegar svo er búið að þegnum okkar að fjárhagslegri afkomu þeirra er stefnt í voða, veikist þeir af lífsógnandi sjúkdómi? Höfundur er verkefnastjóri hjá Krafti.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar