Komdu að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 07:00 Undanfarið hefur mikið verið fjallað um kennara, eða öllu heldur kennaraskort, í fjölmiðlum. Grunnskólarnir eru að fara af stað en illa gengur að manna stöður í mörgum þeirra. Undanþágum fyrir leiðbeinendur, fólk án kennsluréttinda, fer fjölgandi. Aðsókn í kennaranám er í lágmarki. Þetta er ekkert nýtt, árlegur hluti af fréttunum á haustin, en virðist þó vekja meiri athygli núna en oft áður. Það sem ætti kannski að vera fréttnæmast, en hefur minna farið fyrir, er að við eigum feykinóg af kennaramenntuðu fólki hér á Íslandi. Það bara skilar sér ekki inn í skólana. Hver er ástæðan? Launakjör og vinnuaðstæður. Hljómar ekki flókið en samt virðist sífellt þurfa að taka þennan slag. Ég er alltaf að fá sömu spurningarnar varðandi starfið: Hvað er svona erfitt? Af hverju er svona mikið álag? Af hverju samþykkja kennarar að taka að sér þessi verkefni? Er ég hvort sem er ekki bara að kenna X marga tíma á viku og hef nægan tíma þess á milli? Allar þessar útskýringar frá fólki sem veit betur en ég bæði hvernig á að sinna starfinu og hvernig á að gera það skilvirkara. „Þetta er bara svona!“ Og auðvitað uppáhaldið mitt: „En þú átt alltaf svo gott frí.“ Ef þetta frí (sem kennarar eiga sannarlega ekki meira af en aðrir launþegar) er svona stórkostleg gulrót af hverju eru skólastjórar þá ekki að berja af sér umsækjendur? Af hverju þarf kennaradeildin þá ekki inntökupróf eins og lögfræðin? Kona spyr sig. Ég er að minnsta kosti orðin ákaflega þreytt á því að þurfa sífellt að útskýra starfið mitt, eins og ég þurfi að réttlæta tilvist mína á vinnumarkaðnum, hvers vegna ég eigi að fá hærri laun og betri aðbúnað í samræmi við menntun og álag. Nýr samkennari minn lýsti áhugaverðri reynslu frá síðasta vetri fyrir mér. Í skólanum þar sem hún var að kenna voru ákveðin vandamál til staðar og hún var sífellt að ræða um þau og hvernig mætti leysa, hvaða úrræði væru til staðar. Hún fékk klapp á bakið með orðunum „þú ert greinilega nýr kennari.“ Ekki því samkennarar hennar vildu gera lítið úr henni heldur því þeir höfðu eytt svo mörgum árum í nákvæmlega sömu mál og ekkert haggaðist. Á endanum gefast sumir bara upp og sætta sig við orðinn hlut. Aðrir halda áfram að berjast við það sem virðast vera vindmyllur og fagna hverju skrefi í rétta átt. Verst hvað skrefin eru smá og fáir sem hafa úthald í að berjast. Þar gæti kannski hvatakerfi formanns allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis komið inn. Þeir sem berjast lengst fá launahækkun. Eða kannski þeir sem gefast fyrst upp? Það væri lausn til að losna við óþægilega umræðu... Að minnsta kosti mætti téður formaður eyða eins og viku í kennslustofu áður en svona er kastað fram. Eða bara fara rétt með í viðtölum. Samkvæmt núgildandi kjarasamningi er það nefnilega starfsaldurinn sem hækkar kennara í launum, ekki lífaldurinn. Það sem svo gleymist oft í umræðunni eru nemendurnir. Börnin sem eiga rétt á kennslu samkvæmt lögum. Börnin sem koma inn í skóla fyrir alla, skóla án aðgreiningar, og fá samt ekki þann stuðning sem þau þurfa. Öll börnin, ekki bara þau með námsörðugleika eða einhvers konar aðrar greiningar, því ef eitt barn fær ekki stuðning bitnar það á hinum. Fjarri mér að ætla að beita börnunum fyrir mig í einhvers konar pistli til að sækja samúð. Slíkt hvarflar ekki að mér. Eða að öðrum kennurum. Þar liggur kannski vandinn, kennarar hafa í svo mörg ár verið uppteknir við að láta ástandið ekki bitna á börnunum, redda því sem þarf að redda, sinna því sem þarf að sinna, þó þeir hafi hvorki tíma né laun til þess. Það er nefnilega þannig að kennslan er hugsjónastarf, þú endist ekki nema hafa virkilegan og raunverulegan áhuga á að sinna því. Verst að hugsjónirnar borga ekki reikningana.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um kennara, eða öllu heldur kennaraskort, í fjölmiðlum. Grunnskólarnir eru að fara af stað en illa gengur að manna stöður í mörgum þeirra. Undanþágum fyrir leiðbeinendur, fólk án kennsluréttinda, fer fjölgandi. Aðsókn í kennaranám er í lágmarki. Þetta er ekkert nýtt, árlegur hluti af fréttunum á haustin, en virðist þó vekja meiri athygli núna en oft áður. Það sem ætti kannski að vera fréttnæmast, en hefur minna farið fyrir, er að við eigum feykinóg af kennaramenntuðu fólki hér á Íslandi. Það bara skilar sér ekki inn í skólana. Hver er ástæðan? Launakjör og vinnuaðstæður. Hljómar ekki flókið en samt virðist sífellt þurfa að taka þennan slag. Ég er alltaf að fá sömu spurningarnar varðandi starfið: Hvað er svona erfitt? Af hverju er svona mikið álag? Af hverju samþykkja kennarar að taka að sér þessi verkefni? Er ég hvort sem er ekki bara að kenna X marga tíma á viku og hef nægan tíma þess á milli? Allar þessar útskýringar frá fólki sem veit betur en ég bæði hvernig á að sinna starfinu og hvernig á að gera það skilvirkara. „Þetta er bara svona!“ Og auðvitað uppáhaldið mitt: „En þú átt alltaf svo gott frí.“ Ef þetta frí (sem kennarar eiga sannarlega ekki meira af en aðrir launþegar) er svona stórkostleg gulrót af hverju eru skólastjórar þá ekki að berja af sér umsækjendur? Af hverju þarf kennaradeildin þá ekki inntökupróf eins og lögfræðin? Kona spyr sig. Ég er að minnsta kosti orðin ákaflega þreytt á því að þurfa sífellt að útskýra starfið mitt, eins og ég þurfi að réttlæta tilvist mína á vinnumarkaðnum, hvers vegna ég eigi að fá hærri laun og betri aðbúnað í samræmi við menntun og álag. Nýr samkennari minn lýsti áhugaverðri reynslu frá síðasta vetri fyrir mér. Í skólanum þar sem hún var að kenna voru ákveðin vandamál til staðar og hún var sífellt að ræða um þau og hvernig mætti leysa, hvaða úrræði væru til staðar. Hún fékk klapp á bakið með orðunum „þú ert greinilega nýr kennari.“ Ekki því samkennarar hennar vildu gera lítið úr henni heldur því þeir höfðu eytt svo mörgum árum í nákvæmlega sömu mál og ekkert haggaðist. Á endanum gefast sumir bara upp og sætta sig við orðinn hlut. Aðrir halda áfram að berjast við það sem virðast vera vindmyllur og fagna hverju skrefi í rétta átt. Verst hvað skrefin eru smá og fáir sem hafa úthald í að berjast. Þar gæti kannski hvatakerfi formanns allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis komið inn. Þeir sem berjast lengst fá launahækkun. Eða kannski þeir sem gefast fyrst upp? Það væri lausn til að losna við óþægilega umræðu... Að minnsta kosti mætti téður formaður eyða eins og viku í kennslustofu áður en svona er kastað fram. Eða bara fara rétt með í viðtölum. Samkvæmt núgildandi kjarasamningi er það nefnilega starfsaldurinn sem hækkar kennara í launum, ekki lífaldurinn. Það sem svo gleymist oft í umræðunni eru nemendurnir. Börnin sem eiga rétt á kennslu samkvæmt lögum. Börnin sem koma inn í skóla fyrir alla, skóla án aðgreiningar, og fá samt ekki þann stuðning sem þau þurfa. Öll börnin, ekki bara þau með námsörðugleika eða einhvers konar aðrar greiningar, því ef eitt barn fær ekki stuðning bitnar það á hinum. Fjarri mér að ætla að beita börnunum fyrir mig í einhvers konar pistli til að sækja samúð. Slíkt hvarflar ekki að mér. Eða að öðrum kennurum. Þar liggur kannski vandinn, kennarar hafa í svo mörg ár verið uppteknir við að láta ástandið ekki bitna á börnunum, redda því sem þarf að redda, sinna því sem þarf að sinna, þó þeir hafi hvorki tíma né laun til þess. Það er nefnilega þannig að kennslan er hugsjónastarf, þú endist ekki nema hafa virkilegan og raunverulegan áhuga á að sinna því. Verst að hugsjónirnar borga ekki reikningana.Höfundur er grunnskólakennari.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun