Sameinumst um leiðtogakjör í borginni Friðrik Þór Gunnarsson skrifar 21. ágúst 2017 06:00 Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni með um 25% fylgi. Það er þó lítil huggun í því, þegar horft er til þess að flokkurinn hefur verið í minnihluta í hartnær 20 ár. Reykjavíkurborg er fyrrum vígi Sjálfstæðismanna, en undanfarin misseri hefur rödd okkar verið lítið styrkari en dauft bergmál. Reykjavíkurborg þarf á öflugri og styrkri stjórn að halda til að hún verði á nýjan leik leiðandi á sem flestum sviðum og til að hún verði fyrsti valkostur þegar fólk velur sér búsetu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sjaldan átt jafn mikið undir því að gengið sé samstíga og taktfast í átt að kosningum. Sú vegferð er hafin, en haldið var öflugt Reykjavíkurþing í byrjun sumars á vegum Varðar. Nú er komið að því velja öflugan og samhentan framboðslista. Lista sem blæs von í brjóst borgarbúa með metnaðarfullri stefnu sem gerir fólki kleift að koma sér þaki yfir höfuðið, leysa umferðarvandann, bæta almenna grunnþjónustu, að skólarnir okkar verði enn betri og að Reykjavík geti á nýjan leik státað af því að vera í fremstu röð allra sveitarfélaga. Fram er komin tillaga frá Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um að haldið verði leiðtogaval og síðan stillt upp í önnur sæti af kjörnefnd. Þetta er nýstárleg og spennandi leið sem hefur fengið góðar undirtektir hjá flokksmönnum. Undanfarin ár hefur þátttakan í almennum prófkjörum því miður farið stöðugt minnkandi, en það er spurn hvort þær jákvæðu undirtektir sem leiðtogakjörið hefur fengið séu líklegar til þess að valda því að áhuginn á þátttöku vaxi og dafni á ný. Blandaða leiðin þar sem oddvitinn er kjörinn í sérkosningu tryggir að fylkt verði liði á bak við leiðtoga með sterkt umboð. Kjörnefnd mun svo stilla upp í önnur sæti og tryggja að raddir allra borgarbúa heyrist. Raddir ungra, raddir eldri borgara, raddir kvenna, raddir karla, raddir miðbæjarins og raddir efri byggða. Með slíkum lista er Sjálfstæðisflokknum ekkert að vanbúnaði að fara í kosningabaráttu og vinna borgina.Höfundur er formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavíkþ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í borginni með um 25% fylgi. Það er þó lítil huggun í því, þegar horft er til þess að flokkurinn hefur verið í minnihluta í hartnær 20 ár. Reykjavíkurborg er fyrrum vígi Sjálfstæðismanna, en undanfarin misseri hefur rödd okkar verið lítið styrkari en dauft bergmál. Reykjavíkurborg þarf á öflugri og styrkri stjórn að halda til að hún verði á nýjan leik leiðandi á sem flestum sviðum og til að hún verði fyrsti valkostur þegar fólk velur sér búsetu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sjaldan átt jafn mikið undir því að gengið sé samstíga og taktfast í átt að kosningum. Sú vegferð er hafin, en haldið var öflugt Reykjavíkurþing í byrjun sumars á vegum Varðar. Nú er komið að því velja öflugan og samhentan framboðslista. Lista sem blæs von í brjóst borgarbúa með metnaðarfullri stefnu sem gerir fólki kleift að koma sér þaki yfir höfuðið, leysa umferðarvandann, bæta almenna grunnþjónustu, að skólarnir okkar verði enn betri og að Reykjavík geti á nýjan leik státað af því að vera í fremstu röð allra sveitarfélaga. Fram er komin tillaga frá Verði, fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um að haldið verði leiðtogaval og síðan stillt upp í önnur sæti af kjörnefnd. Þetta er nýstárleg og spennandi leið sem hefur fengið góðar undirtektir hjá flokksmönnum. Undanfarin ár hefur þátttakan í almennum prófkjörum því miður farið stöðugt minnkandi, en það er spurn hvort þær jákvæðu undirtektir sem leiðtogakjörið hefur fengið séu líklegar til þess að valda því að áhuginn á þátttöku vaxi og dafni á ný. Blandaða leiðin þar sem oddvitinn er kjörinn í sérkosningu tryggir að fylkt verði liði á bak við leiðtoga með sterkt umboð. Kjörnefnd mun svo stilla upp í önnur sæti og tryggja að raddir allra borgarbúa heyrist. Raddir ungra, raddir eldri borgara, raddir kvenna, raddir karla, raddir miðbæjarins og raddir efri byggða. Með slíkum lista er Sjálfstæðisflokknum ekkert að vanbúnaði að fara í kosningabaráttu og vinna borgina.Höfundur er formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavíkþ.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar