The Computer says no! Hjálmar Árnason skrifar 21. ágúst 2017 15:02 Skólaleiði virðist orðin nokkuð almennur í skólum landsins, skvt. lauslegum könnunum og umsögnum margra nemenda á m.a. samfélagsmiðlum. Margar ástæður liggja þar örugglega að baki. Ein þeirra er tvímælalaust sú að skólakerfið í grunninn byggir á sömu aðferðum og meðal Forn-Grikkja þar sem hinn fróði stóð uppi á kassa og predikaði. Var lykill almennings (nemenda) að þekkingunni. Síðan þá hefur margt gerst (nema í skólakerfinu). Með tilkomu iðnbyltingarinnar spratt upp rík þörf fyrir hefðbundin lokapróf þar sem einstaklingur átti að sanna kunnáttu sína (gjarna með minnisatriðum) á afmörkuðum tíma með tilheyrandi stressi, tíma og kostnaði. Iðnaðarsamfélagið þurfti að flokka mannskapinn svo raða mætti rétt á færiböndin.Nýir tímarMeð upplýsingasamfélaginu má segja að allar forsendur fyrir grunngildum skólakerfisins hafi breyst. Nemendur þurfa ekki mikið að muna, googlið, Sirrý o.fl. veita allar helstu upplýsingar og geta meira að segja reiknað fyrir okkur. Í grunninn virðist sú staðreynd ekki hafa náð inn í sjálft kerfið sem menntun okkar byggir á. Skólabyggingar, kjarasamningar, prófafargan og skipulag allt virðist byggja á hinum óhagganlega grunni gamla kerfisins þar sem kennarinn var í aðalhlutverki og „passivur“ nemandinn í stöðu hins prúða neytanda. „Mitt er að kenna – ykkar að læra.“ Í þessu umhverfi leiðist nemendum almennt. Kannanir og skrif benda eindregið til þess. Nemendum, sem í daglegu lífi þeysa um fjölskrúðuga netheima, einfaldlega leiðist í hinu kyrrstæða umhverfi gamla skólans þar sem kennarinn er í öndvegi fyrir framan dapran nemandann.Lagasetning um breyttan skólaÞetta vita allir í raun. Samt sitjum við svo pikkföst í gömlum og úreltum aðferðum predikarans. Kerfið hreyfist hættulega rólega. Í Bandaríkjunum hafa stjórnmálamenn og meira að segja embættismenn áttað sig á því að skóli samtímans getur ekki byggt á úreltum aðferðum þátíðar með nemandann bældan þiggjanda. Í nokkrum fylkjum (New Hampshire, Maine, Virgina, New York o.fl.) hafa verið innleidd lög sem beinlínis skikka skóla og fræðsluyfirvöld til að laga sig að nýjum veruleika upplýsingasamfélagsins. Þar er gert ráð fyrir virkni nemenda í hópastarfi þar sem til grundvallar eru lögð verkefni við hæfi hvers og eins. Leiðin er kölluð ýmsum nöfnum (hlítarnám, Problem Based Learning, leiðsagnarnám o.fl.). Hratt fjölgar þeim fylkjum, fræðsluumdæmum og skólum sem innleiða hina nýju kennsluhætti þar sem nemendur vinna áhugasamir að verkefnum sem metin eru jafnóðum. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Almennt gengur nemendum mun betur að tileinka sér námið, ánægja vex (það er aftur orðinn leikur að læra). Áhyggjuefni hlýtur hins vegar að teljast hversu pinnföst við virðumst vera hér í skóla gærdagsins. Ástæða er til að kalla eftir einhverri sýn af hálfu hins opinbera. Ef við ætlum okkur að hanga í samkeppni þjóða í millum verður ráðuneyti menntamála að móta sér einhverja stefnu eða a.m.k. hvetja til breytinga innan skólakerfisins í stað þess að standa stöðugt á ískrandi bremsunni. Hagur þjóðar er í húfi.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Skólaleiði virðist orðin nokkuð almennur í skólum landsins, skvt. lauslegum könnunum og umsögnum margra nemenda á m.a. samfélagsmiðlum. Margar ástæður liggja þar örugglega að baki. Ein þeirra er tvímælalaust sú að skólakerfið í grunninn byggir á sömu aðferðum og meðal Forn-Grikkja þar sem hinn fróði stóð uppi á kassa og predikaði. Var lykill almennings (nemenda) að þekkingunni. Síðan þá hefur margt gerst (nema í skólakerfinu). Með tilkomu iðnbyltingarinnar spratt upp rík þörf fyrir hefðbundin lokapróf þar sem einstaklingur átti að sanna kunnáttu sína (gjarna með minnisatriðum) á afmörkuðum tíma með tilheyrandi stressi, tíma og kostnaði. Iðnaðarsamfélagið þurfti að flokka mannskapinn svo raða mætti rétt á færiböndin.Nýir tímarMeð upplýsingasamfélaginu má segja að allar forsendur fyrir grunngildum skólakerfisins hafi breyst. Nemendur þurfa ekki mikið að muna, googlið, Sirrý o.fl. veita allar helstu upplýsingar og geta meira að segja reiknað fyrir okkur. Í grunninn virðist sú staðreynd ekki hafa náð inn í sjálft kerfið sem menntun okkar byggir á. Skólabyggingar, kjarasamningar, prófafargan og skipulag allt virðist byggja á hinum óhagganlega grunni gamla kerfisins þar sem kennarinn var í aðalhlutverki og „passivur“ nemandinn í stöðu hins prúða neytanda. „Mitt er að kenna – ykkar að læra.“ Í þessu umhverfi leiðist nemendum almennt. Kannanir og skrif benda eindregið til þess. Nemendum, sem í daglegu lífi þeysa um fjölskrúðuga netheima, einfaldlega leiðist í hinu kyrrstæða umhverfi gamla skólans þar sem kennarinn er í öndvegi fyrir framan dapran nemandann.Lagasetning um breyttan skólaÞetta vita allir í raun. Samt sitjum við svo pikkföst í gömlum og úreltum aðferðum predikarans. Kerfið hreyfist hættulega rólega. Í Bandaríkjunum hafa stjórnmálamenn og meira að segja embættismenn áttað sig á því að skóli samtímans getur ekki byggt á úreltum aðferðum þátíðar með nemandann bældan þiggjanda. Í nokkrum fylkjum (New Hampshire, Maine, Virgina, New York o.fl.) hafa verið innleidd lög sem beinlínis skikka skóla og fræðsluyfirvöld til að laga sig að nýjum veruleika upplýsingasamfélagsins. Þar er gert ráð fyrir virkni nemenda í hópastarfi þar sem til grundvallar eru lögð verkefni við hæfi hvers og eins. Leiðin er kölluð ýmsum nöfnum (hlítarnám, Problem Based Learning, leiðsagnarnám o.fl.). Hratt fjölgar þeim fylkjum, fræðsluumdæmum og skólum sem innleiða hina nýju kennsluhætti þar sem nemendur vinna áhugasamir að verkefnum sem metin eru jafnóðum. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Almennt gengur nemendum mun betur að tileinka sér námið, ánægja vex (það er aftur orðinn leikur að læra). Áhyggjuefni hlýtur hins vegar að teljast hversu pinnföst við virðumst vera hér í skóla gærdagsins. Ástæða er til að kalla eftir einhverri sýn af hálfu hins opinbera. Ef við ætlum okkur að hanga í samkeppni þjóða í millum verður ráðuneyti menntamála að móta sér einhverja stefnu eða a.m.k. hvetja til breytinga innan skólakerfisins í stað þess að standa stöðugt á ískrandi bremsunni. Hagur þjóðar er í húfi.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun