The Computer says no! Hjálmar Árnason skrifar 21. ágúst 2017 15:02 Skólaleiði virðist orðin nokkuð almennur í skólum landsins, skvt. lauslegum könnunum og umsögnum margra nemenda á m.a. samfélagsmiðlum. Margar ástæður liggja þar örugglega að baki. Ein þeirra er tvímælalaust sú að skólakerfið í grunninn byggir á sömu aðferðum og meðal Forn-Grikkja þar sem hinn fróði stóð uppi á kassa og predikaði. Var lykill almennings (nemenda) að þekkingunni. Síðan þá hefur margt gerst (nema í skólakerfinu). Með tilkomu iðnbyltingarinnar spratt upp rík þörf fyrir hefðbundin lokapróf þar sem einstaklingur átti að sanna kunnáttu sína (gjarna með minnisatriðum) á afmörkuðum tíma með tilheyrandi stressi, tíma og kostnaði. Iðnaðarsamfélagið þurfti að flokka mannskapinn svo raða mætti rétt á færiböndin.Nýir tímarMeð upplýsingasamfélaginu má segja að allar forsendur fyrir grunngildum skólakerfisins hafi breyst. Nemendur þurfa ekki mikið að muna, googlið, Sirrý o.fl. veita allar helstu upplýsingar og geta meira að segja reiknað fyrir okkur. Í grunninn virðist sú staðreynd ekki hafa náð inn í sjálft kerfið sem menntun okkar byggir á. Skólabyggingar, kjarasamningar, prófafargan og skipulag allt virðist byggja á hinum óhagganlega grunni gamla kerfisins þar sem kennarinn var í aðalhlutverki og „passivur“ nemandinn í stöðu hins prúða neytanda. „Mitt er að kenna – ykkar að læra.“ Í þessu umhverfi leiðist nemendum almennt. Kannanir og skrif benda eindregið til þess. Nemendum, sem í daglegu lífi þeysa um fjölskrúðuga netheima, einfaldlega leiðist í hinu kyrrstæða umhverfi gamla skólans þar sem kennarinn er í öndvegi fyrir framan dapran nemandann.Lagasetning um breyttan skólaÞetta vita allir í raun. Samt sitjum við svo pikkföst í gömlum og úreltum aðferðum predikarans. Kerfið hreyfist hættulega rólega. Í Bandaríkjunum hafa stjórnmálamenn og meira að segja embættismenn áttað sig á því að skóli samtímans getur ekki byggt á úreltum aðferðum þátíðar með nemandann bældan þiggjanda. Í nokkrum fylkjum (New Hampshire, Maine, Virgina, New York o.fl.) hafa verið innleidd lög sem beinlínis skikka skóla og fræðsluyfirvöld til að laga sig að nýjum veruleika upplýsingasamfélagsins. Þar er gert ráð fyrir virkni nemenda í hópastarfi þar sem til grundvallar eru lögð verkefni við hæfi hvers og eins. Leiðin er kölluð ýmsum nöfnum (hlítarnám, Problem Based Learning, leiðsagnarnám o.fl.). Hratt fjölgar þeim fylkjum, fræðsluumdæmum og skólum sem innleiða hina nýju kennsluhætti þar sem nemendur vinna áhugasamir að verkefnum sem metin eru jafnóðum. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Almennt gengur nemendum mun betur að tileinka sér námið, ánægja vex (það er aftur orðinn leikur að læra). Áhyggjuefni hlýtur hins vegar að teljast hversu pinnföst við virðumst vera hér í skóla gærdagsins. Ástæða er til að kalla eftir einhverri sýn af hálfu hins opinbera. Ef við ætlum okkur að hanga í samkeppni þjóða í millum verður ráðuneyti menntamála að móta sér einhverja stefnu eða a.m.k. hvetja til breytinga innan skólakerfisins í stað þess að standa stöðugt á ískrandi bremsunni. Hagur þjóðar er í húfi.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Skólaleiði virðist orðin nokkuð almennur í skólum landsins, skvt. lauslegum könnunum og umsögnum margra nemenda á m.a. samfélagsmiðlum. Margar ástæður liggja þar örugglega að baki. Ein þeirra er tvímælalaust sú að skólakerfið í grunninn byggir á sömu aðferðum og meðal Forn-Grikkja þar sem hinn fróði stóð uppi á kassa og predikaði. Var lykill almennings (nemenda) að þekkingunni. Síðan þá hefur margt gerst (nema í skólakerfinu). Með tilkomu iðnbyltingarinnar spratt upp rík þörf fyrir hefðbundin lokapróf þar sem einstaklingur átti að sanna kunnáttu sína (gjarna með minnisatriðum) á afmörkuðum tíma með tilheyrandi stressi, tíma og kostnaði. Iðnaðarsamfélagið þurfti að flokka mannskapinn svo raða mætti rétt á færiböndin.Nýir tímarMeð upplýsingasamfélaginu má segja að allar forsendur fyrir grunngildum skólakerfisins hafi breyst. Nemendur þurfa ekki mikið að muna, googlið, Sirrý o.fl. veita allar helstu upplýsingar og geta meira að segja reiknað fyrir okkur. Í grunninn virðist sú staðreynd ekki hafa náð inn í sjálft kerfið sem menntun okkar byggir á. Skólabyggingar, kjarasamningar, prófafargan og skipulag allt virðist byggja á hinum óhagganlega grunni gamla kerfisins þar sem kennarinn var í aðalhlutverki og „passivur“ nemandinn í stöðu hins prúða neytanda. „Mitt er að kenna – ykkar að læra.“ Í þessu umhverfi leiðist nemendum almennt. Kannanir og skrif benda eindregið til þess. Nemendum, sem í daglegu lífi þeysa um fjölskrúðuga netheima, einfaldlega leiðist í hinu kyrrstæða umhverfi gamla skólans þar sem kennarinn er í öndvegi fyrir framan dapran nemandann.Lagasetning um breyttan skólaÞetta vita allir í raun. Samt sitjum við svo pikkföst í gömlum og úreltum aðferðum predikarans. Kerfið hreyfist hættulega rólega. Í Bandaríkjunum hafa stjórnmálamenn og meira að segja embættismenn áttað sig á því að skóli samtímans getur ekki byggt á úreltum aðferðum þátíðar með nemandann bældan þiggjanda. Í nokkrum fylkjum (New Hampshire, Maine, Virgina, New York o.fl.) hafa verið innleidd lög sem beinlínis skikka skóla og fræðsluyfirvöld til að laga sig að nýjum veruleika upplýsingasamfélagsins. Þar er gert ráð fyrir virkni nemenda í hópastarfi þar sem til grundvallar eru lögð verkefni við hæfi hvers og eins. Leiðin er kölluð ýmsum nöfnum (hlítarnám, Problem Based Learning, leiðsagnarnám o.fl.). Hratt fjölgar þeim fylkjum, fræðsluumdæmum og skólum sem innleiða hina nýju kennsluhætti þar sem nemendur vinna áhugasamir að verkefnum sem metin eru jafnóðum. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Almennt gengur nemendum mun betur að tileinka sér námið, ánægja vex (það er aftur orðinn leikur að læra). Áhyggjuefni hlýtur hins vegar að teljast hversu pinnföst við virðumst vera hér í skóla gærdagsins. Ástæða er til að kalla eftir einhverri sýn af hálfu hins opinbera. Ef við ætlum okkur að hanga í samkeppni þjóða í millum verður ráðuneyti menntamála að móta sér einhverja stefnu eða a.m.k. hvetja til breytinga innan skólakerfisins í stað þess að standa stöðugt á ískrandi bremsunni. Hagur þjóðar er í húfi.Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun