Hlutverk kennara Logi Már Einarsson skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Nýlega sagði formaður mennta- og allsherjarnefndar Alþingis að ein leið til að sporna við kennaraskorti væri aukin einkavæðing og frammistöðutenging launa kennara. Það er sjálfsagt auðvelt að árangurstengja laun verðbréfasala. Og æskilegt að umbuna góðum kennara fyrir vel unnin störf. En þegar greiða á bónus fyrir barnakennslu flækjast málin. Á að veita þeim kennara umbun sem fær nemanda, vel nestaðan hæfileikum, úr góðum aðstæðum og stendur sig vel á vorprófi, betur en öðrum sem kennir þeim með erfiðari bakgrunn, sem nær miklum framförum, þótt hann fái ekki jafn háar einkunnir og sá fyrr nefndi? Við eigum að hafna menntakerfi sem gerir einstökum skólum færi á að lokka til sín valda nemendur og rukka jafnvel aukagjöld af þeim sem ráða við þau. Slíkt leiðir til slæmrar aðgreiningar. Við þurfum að reka sterka opinbera skóla sem tryggja öllum nemendum jafnt aðgengi að góðri menntun í umhverfi sem endurspeglar fjölbreytni samfélagsins. Í því felst líka dýrmætt uppeldi og menntun. Það þarf að nálgast hvern einstakling á forsendum styrkleika hans og búa hann undir flókið líf fullorðinsáranna. Markmið skóla er heldur ekki eingöngu að nemandi leysi námsefni sitt óaðfinnanlega. Hlutverk hans er að gera hverjum og einum kleift að þróa sem best hæfileika sína og þroska með honum eiginleika svo sem víðsýni, umburðarlyndi, samkennd og aðra lyndisþætti sem gera hann að nýtum og farsælum borgara. Eiginleikar sem sumir verða seint og illa mældir en stuðla að betra og friðsælla samfélagi. Menntun mun leika lykilhlutverk í þeim gríðarlegu breytingum sem samfélagið stendur frammi fyrir fyrir m.a. vegna yfirstandandi tæknibyltingar. Svarið við þeim er alls ekki að veikja opinbera skólakerfið, heldur að styrkja það og fjármagna mun betur. Tryggjum kennurum sanngjörn laun, bætum vinnuaðstöðu þeirra og lögum aðbúnað skóla, þannig að þeir geti sem best sinnt mikilvægu hlutverki sínu í þágu okkar allra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sagði formaður mennta- og allsherjarnefndar Alþingis að ein leið til að sporna við kennaraskorti væri aukin einkavæðing og frammistöðutenging launa kennara. Það er sjálfsagt auðvelt að árangurstengja laun verðbréfasala. Og æskilegt að umbuna góðum kennara fyrir vel unnin störf. En þegar greiða á bónus fyrir barnakennslu flækjast málin. Á að veita þeim kennara umbun sem fær nemanda, vel nestaðan hæfileikum, úr góðum aðstæðum og stendur sig vel á vorprófi, betur en öðrum sem kennir þeim með erfiðari bakgrunn, sem nær miklum framförum, þótt hann fái ekki jafn háar einkunnir og sá fyrr nefndi? Við eigum að hafna menntakerfi sem gerir einstökum skólum færi á að lokka til sín valda nemendur og rukka jafnvel aukagjöld af þeim sem ráða við þau. Slíkt leiðir til slæmrar aðgreiningar. Við þurfum að reka sterka opinbera skóla sem tryggja öllum nemendum jafnt aðgengi að góðri menntun í umhverfi sem endurspeglar fjölbreytni samfélagsins. Í því felst líka dýrmætt uppeldi og menntun. Það þarf að nálgast hvern einstakling á forsendum styrkleika hans og búa hann undir flókið líf fullorðinsáranna. Markmið skóla er heldur ekki eingöngu að nemandi leysi námsefni sitt óaðfinnanlega. Hlutverk hans er að gera hverjum og einum kleift að þróa sem best hæfileika sína og þroska með honum eiginleika svo sem víðsýni, umburðarlyndi, samkennd og aðra lyndisþætti sem gera hann að nýtum og farsælum borgara. Eiginleikar sem sumir verða seint og illa mældir en stuðla að betra og friðsælla samfélagi. Menntun mun leika lykilhlutverk í þeim gríðarlegu breytingum sem samfélagið stendur frammi fyrir fyrir m.a. vegna yfirstandandi tæknibyltingar. Svarið við þeim er alls ekki að veikja opinbera skólakerfið, heldur að styrkja það og fjármagna mun betur. Tryggjum kennurum sanngjörn laun, bætum vinnuaðstöðu þeirra og lögum aðbúnað skóla, þannig að þeir geti sem best sinnt mikilvægu hlutverki sínu í þágu okkar allra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun