Að slátra mjólkurkúnni Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Það er með ólíkindum að lesa og heyra af því hvernig menn telja sjókvíaeldi einkamál þeirra sem hafa atvinnu af því. Við veiðiréttareigendur sem höfum bent á leiðir til að stunda laxeldi betur en nú er gert þykjum óskaplega afskiptasöm. Kannski ekki að ástæðulausu. Við vitum hvaða afleiðingar það getur haft fyrir lífsviðurværi okkar ef hrun verður í villta laxastofninum en tekjur af starfsemi veiðifélaga skipta sköpum fyrir margar fjölskyldur í sveitum landsins. Allt hjálpast þetta að, þó hrun verði í einni starfsemi hjá okkur þá bætir annað það upp því eggin eru ekki öll í sömu körfunni. Hér á bæ hafa veiðileigutekjur oftsinnis bjargað miklu þegar illa hefur gengið annaðhvort í mjólkurframleiðslunni til dæmis þegar kvótinn var settur á eða þegar samdráttur er í lambakjötinu. Jörðin komst í eigu afa og ömmu árið 1927, ári eftir að Veiðifélag Norðurár var stofnað en það var einmitt stofnað því veiðiréttareigendur sáu að þannig væri hagsmunum þeirra og árinnar best borgið, til heilla og framfara. Að þurfa að sjá á eftir veiðileigutekjum er svolítið eins og þurfa að slátra bestu mjólkurkúnni. Það gerir maður ekki ótilneyddur. Fiskeldi er komið til að vera. Stór hluti daglegrar fisksneyslu er eldisfiskur. Það eru til þekktar leiðir til að vanda sig í fiskeldi til dæmis með því að stunda það á landi. Ekki er hægt að segja að hér á Íslandi hefi verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Það þarf að móta rekstrarumhverfið áður en farið er af stað svo allir sem vilja starfa í greininni viti að hverju þeir ganga. Í umfjöllun um sjókvíaeldið hefur margoft verið bent á hættuna sem steðjar að lífríkinu vegna þess og hvers lags ógn sjókvíaeldið er við náttúrulega laxastofninn. Hvaða tryggingar eru settar fram fyrir þeim skaða sem við, sem höfum tekjur af villta laxinum, gætum orðið fyrir? Hann gæti orðið verulegur. Skaðinn lendir á veiðifélögunum. Hver er tilbúinn að ábyrgjast tjónið? Það er hreinasta hörmung að upplifa það aftur og aftur að engin virðing sé borin fyrir náttúrulegu lífríki. Skammtímahagsmunir þeirra sem vilja græða aðeins meiri pening vega þyngra. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að lesa og heyra af því hvernig menn telja sjókvíaeldi einkamál þeirra sem hafa atvinnu af því. Við veiðiréttareigendur sem höfum bent á leiðir til að stunda laxeldi betur en nú er gert þykjum óskaplega afskiptasöm. Kannski ekki að ástæðulausu. Við vitum hvaða afleiðingar það getur haft fyrir lífsviðurværi okkar ef hrun verður í villta laxastofninum en tekjur af starfsemi veiðifélaga skipta sköpum fyrir margar fjölskyldur í sveitum landsins. Allt hjálpast þetta að, þó hrun verði í einni starfsemi hjá okkur þá bætir annað það upp því eggin eru ekki öll í sömu körfunni. Hér á bæ hafa veiðileigutekjur oftsinnis bjargað miklu þegar illa hefur gengið annaðhvort í mjólkurframleiðslunni til dæmis þegar kvótinn var settur á eða þegar samdráttur er í lambakjötinu. Jörðin komst í eigu afa og ömmu árið 1927, ári eftir að Veiðifélag Norðurár var stofnað en það var einmitt stofnað því veiðiréttareigendur sáu að þannig væri hagsmunum þeirra og árinnar best borgið, til heilla og framfara. Að þurfa að sjá á eftir veiðileigutekjum er svolítið eins og þurfa að slátra bestu mjólkurkúnni. Það gerir maður ekki ótilneyddur. Fiskeldi er komið til að vera. Stór hluti daglegrar fisksneyslu er eldisfiskur. Það eru til þekktar leiðir til að vanda sig í fiskeldi til dæmis með því að stunda það á landi. Ekki er hægt að segja að hér á Íslandi hefi verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Það þarf að móta rekstrarumhverfið áður en farið er af stað svo allir sem vilja starfa í greininni viti að hverju þeir ganga. Í umfjöllun um sjókvíaeldið hefur margoft verið bent á hættuna sem steðjar að lífríkinu vegna þess og hvers lags ógn sjókvíaeldið er við náttúrulega laxastofninn. Hvaða tryggingar eru settar fram fyrir þeim skaða sem við, sem höfum tekjur af villta laxinum, gætum orðið fyrir? Hann gæti orðið verulegur. Skaðinn lendir á veiðifélögunum. Hver er tilbúinn að ábyrgjast tjónið? Það er hreinasta hörmung að upplifa það aftur og aftur að engin virðing sé borin fyrir náttúrulegu lífríki. Skammtímahagsmunir þeirra sem vilja græða aðeins meiri pening vega þyngra. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar