Öll börn í umferðinni eru okkar börn Hildur Guðjónsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 07:00 Umferðarfræðsla er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi og uppeldi barna. Leik- og grunnskólar landsins sinna þessum þætti vel og starfrækir Samgöngustofa umferðarskóla fyrir elstu leikskólabörnin á hverju vori þar sem kennarar fræða börnin um umferðina og umferðartengda hegðun. Hlutverk foreldra í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust. Nú þegar skólar eru að hefjast viljum við benda foreldrum á að kynna vel fyrir barninu hvaða leið er best í skólann. Stysta leiðin er ekki alltaf sú öruggasta og mikilvægt að börnin geri sér grein fyrir hvers eðlis umferðin er svo að þau geti ferðast um á öruggan hátt. Þegar börnum er ekið í skólann eykst umferð í kringum skólasvæði. Nauðsynlegt er að gæta vel að því að barni sé alltaf hleypt út úr bílnum þeim megin sem gangstéttin er, aldrei út á akbraut. Öll börn eiga að vera í bílbelti og börn undir 135 cm á hæð eiga að vera í bílstól. Á heimasíðu Samgöngustofu er að finna ýmsa fræðslu varðandi öryggi barna í umferðinni. Hér eru tíu örugg ráð sem gott er að hafa í huga:1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu.2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – það þarf ekki endilega að vera sú stysta.3. Leggjum tímanlega af stað.4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir.5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án gönguljósa.6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki.7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir.9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla.10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu Fullorðnir eru fyrirmyndir barna og þau læra meira af því sem fullorðnir gera en því sem þeir segja. Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umferðarfræðsla er órjúfanlegur þáttur í skólastarfi og uppeldi barna. Leik- og grunnskólar landsins sinna þessum þætti vel og starfrækir Samgöngustofa umferðarskóla fyrir elstu leikskólabörnin á hverju vori þar sem kennarar fræða börnin um umferðina og umferðartengda hegðun. Hlutverk foreldra í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust. Nú þegar skólar eru að hefjast viljum við benda foreldrum á að kynna vel fyrir barninu hvaða leið er best í skólann. Stysta leiðin er ekki alltaf sú öruggasta og mikilvægt að börnin geri sér grein fyrir hvers eðlis umferðin er svo að þau geti ferðast um á öruggan hátt. Þegar börnum er ekið í skólann eykst umferð í kringum skólasvæði. Nauðsynlegt er að gæta vel að því að barni sé alltaf hleypt út úr bílnum þeim megin sem gangstéttin er, aldrei út á akbraut. Öll börn eiga að vera í bílbelti og börn undir 135 cm á hæð eiga að vera í bílstól. Á heimasíðu Samgöngustofu er að finna ýmsa fræðslu varðandi öryggi barna í umferðinni. Hér eru tíu örugg ráð sem gott er að hafa í huga:1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu.2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – það þarf ekki endilega að vera sú stysta.3. Leggjum tímanlega af stað.4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið á að fara eftir.5. Kennum barninu að fara yfir götu, með og án gönguljósa.6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki.7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið, bæði börn og fullorðnir.9. Tökum tillit til annarra vegfarenda, sérstaklega í nánd við skóla.10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð á skólasvæðinu Fullorðnir eru fyrirmyndir barna og þau læra meira af því sem fullorðnir gera en því sem þeir segja. Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu.
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar