
Öll börn í umferðinni eru okkar börn
Hlutverk foreldra í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust. Nú þegar skólar eru að hefjast viljum við benda foreldrum á að kynna vel fyrir barninu hvaða leið er best í skólann. Stysta leiðin er ekki alltaf sú öruggasta og mikilvægt að börnin geri sér grein fyrir hvers eðlis umferðin er svo að þau geti ferðast um á öruggan hátt.
Þegar börnum er ekið í skólann eykst umferð í kringum skólasvæði. Nauðsynlegt er að gæta vel að því að barni sé alltaf hleypt út úr bílnum þeim megin sem gangstéttin er, aldrei út á akbraut. Öll börn eiga að vera í bílbelti og börn undir 135 cm á hæð eiga að vera í bílstól.
Á heimasíðu Samgöngustofu er að finna ýmsa fræðslu varðandi öryggi barna í umferðinni. Hér eru tíu örugg ráð sem gott er að hafa í huga:
1. Æfum leiðina í og úr skóla með barninu.
2. Veljum öruggustu leiðina í skólann – það þarf ekki
endilega að vera sú stysta.
3. Leggjum tímanlega af stað.
4. Setjum einfaldar og fáar reglur sem barnið
á að fara eftir.
5. Kennum barninu að fara yfir götu,
með og án gönguljósa.
6. Verum sýnileg, notum endurskinsmerki.
7. Notum hjólreiðahjálm, bæði börn og fullorðnir.
8. Notum viðeigandi öryggisbúnað í bifreið,
bæði börn og fullorðnir.
9. Tökum tillit til annarra vegfarenda,
sérstaklega í nánd við skóla.
10. Förum eftir leiðbeiningum skólans um umferð
á skólasvæðinu
Fullorðnir eru fyrirmyndir barna og þau læra meira af því sem fullorðnir gera en því sem þeir segja.
Höfundur er sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu.
Skoðun

Varmadælu-rafbílar
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Fúskleysi er framkvæmanlegt
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Erum við svona smá?
Ólafur Stephensen skrifar

Er apótekið opið? – af skyldum lyfsala
Már Egilsson skrifar

Vissulega lítið vit í slíkum samningi
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Er verið að færa menntun kennara hálfa öld aftur í tímann?
Atli Harðarson skrifar

Lækkum kosningaaldurinn í 16 ára
Geir Finnsson skrifar

Verðbólguvarnir á ferðalögum
Björn Berg Gunnarsson skrifar

Staða lóðamála í Reykjavík
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

700 hjálmar
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Bréf til Kára
Aríel Pétursson skrifar

Grænasta sveitarfélagið skammað af ráðherra
Pawel Bartoszek skrifar

Búsetufrelsi – Hver erum við?
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Samfylkingin kynnir verkefnalista fyrir þinglok
Kristrún Frostadóttir skrifar

Rangfærslur um skýrslu vegna Nýja Skerjafjarðar
Matthías Arngrímsson skrifar

Virði en ekki byrði
Ásgerður Pálsdóttir skrifar

Er gjaldmiðill sem sveiflast eins og íslenska veðrið endilega málið?
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Hver eru forgangsmál Sjálfstæðisflokksins?
Guðjón Jensson skrifar

Þú ert ekki bara óábyrgur, eins og þú segir sjálfur réttilega, Guðlaugur Þór
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Hvert fer útsvarið mitt?
Sandra Gunnarsdóttir skrifar

Hver mun sinna þér?
Sandra B. Franks skrifar

Hvað amar eiginlega að okkur?
Jakob Frímann Magnússon skrifar

Hugarafl 20 ára
Eymundur Eymundsson skrifar

Sök bítur...
Sigursteinn Másson skrifar

Nýtur náttúran verndar í Reykjavík?
Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar

Samtalið við Seyðfirðinga sem aldrei varð
Magnús Guðmundsson skrifar

Nám fyrir öll!
Drífa Lýðsdóttir,Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Er búsetufrelsisfólk annars flokks?
Guðrún Njálsdóttir skrifar

Tillaga um beina kosningu borgarstjóra
Helgi Áss Grétarsson skrifar