Rússland, Óvinur Evrópu – Fyrri hluti Ingvar Gíslason skrifar 1. september 2017 07:00 Þegar sú stund rann upp í sögu Evrópu að Sovétríkin voru formlega lögð niður árið 1991 var ég stjórnmálaritstjóri og leiðarahöfundur dagblaðsins Tímans, aðalmálgagns Framsóknarflokksins. Þess er að minnast að Framsóknarflokkurinn var þá mikilvægt stjórnmálaafl sem lét til sín taka. Mér er vitaskuld minnisstætt að ég ritaði ýmislegt um þessa þróun heimsmála og fagnaði ekki síst því sem næst stóð að Eystrasaltsþjóðirnar öðluðust sjálfstæði og þjóðfrelsi eftir margra ára innlimun í Sovétríkin. Ekki lét ég undir höfuð leggjast að bera lof á Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fyrir skörulega framgöngu og frumkvæði þess að Ísland varð í raun fyrst allra vestrænna ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltslandanna. Mér bjó einnig mjög í hug að benda á, að nú væri að því komið, að vestrænar þjóðir mótuðu skýra stefnu um friðvænleg samskipti við hið nýja Rússaveldi, viðurkenndu þá breytingu sem orðin var í stjórnkerfi þess, líta á þróunina sem upphaf að raunverulegum Evrópufriði, þar sem Rússland fengi viðurkenningu sem Evrópuríki, en ekki litið á það sem einhverja fjarlægja „austurblokk“.Eðlilegar ríkisþarfir Til þess að gera slíka friðarstefnu gildandi var að sjálfsögðu nauðsynlegt að virða stöðu og eðlilegar ríkisþarfir Rússlands, sýna því skilning um það sem hlaut að vera því samboðið. Þar kemur margt til greina, m.a. það að króa ekki ríki Rússa af sem landlukt óvinaflæmi. Litháar áttu í snörpum deilum um sambandsslitin við Sovétveldið , en þeir unnu það til friðar að sínu leyti að afmarka skika lands kringum Kaliningrad (Königsberg) sem flotastöð fyrir Rússa! Allt annað var uppá teningnum hvað varðaði samninga við Úkraínu, þar sem Gorbatsjov sá fyrir það sem nú er orðið, að hatrammar deilur standa um Krímskagann sem Rússaveldi hlaut að vera í mun að ekki væri lokað fyrir aðgang þess að Svartahafi og þær sjóleiðir sem þaðan liggja. Um þetta hef ég ekki fleiri orð að sinni, en bið góðan lesanda að geta í eyðurnar, sjá þróunina í ljósi raunsæis. En lesandi góður! Nú ætla ég, mér til skemmtunar og þér trúlega til furðu, að venda mínu kvæði í kross. Sú kúvending er vel við hæfi, því allt er þvers og kruss í evrópskri friðarpólitík og býsna fjarlæg því sem ég vonaði á þeirri minnistæðu stund þegar Sovétríkin leystust upp fyrir meira en aldarfjórðungi. Sú von mín brást að ráðandi menn í Evrópu og Bandaríkjunum ynnu það til friðarins að virða Rússland sem stórveldi í Evrópu, hvað sem Sovéttímanum leið. Um þetta er öll von úti. Rússland er nú óvinur Evrópu númer eitt. Í stað þess að halda áfram að skrifa eins og leiðarahöfundur eða stjórnmálaskýrandi ætla ég að segja sögu af skrýtnum körlum, m.a. drykkfelldum belsebúbum og hrekkjalómum að hætti Íslenskrar fyndni. Framhald greinarinnar mun birtast síðar undir nafninu Sagan af Jeltsín og Pútín. Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Þegar sú stund rann upp í sögu Evrópu að Sovétríkin voru formlega lögð niður árið 1991 var ég stjórnmálaritstjóri og leiðarahöfundur dagblaðsins Tímans, aðalmálgagns Framsóknarflokksins. Þess er að minnast að Framsóknarflokkurinn var þá mikilvægt stjórnmálaafl sem lét til sín taka. Mér er vitaskuld minnisstætt að ég ritaði ýmislegt um þessa þróun heimsmála og fagnaði ekki síst því sem næst stóð að Eystrasaltsþjóðirnar öðluðust sjálfstæði og þjóðfrelsi eftir margra ára innlimun í Sovétríkin. Ekki lét ég undir höfuð leggjast að bera lof á Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fyrir skörulega framgöngu og frumkvæði þess að Ísland varð í raun fyrst allra vestrænna ríkja til þess að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltslandanna. Mér bjó einnig mjög í hug að benda á, að nú væri að því komið, að vestrænar þjóðir mótuðu skýra stefnu um friðvænleg samskipti við hið nýja Rússaveldi, viðurkenndu þá breytingu sem orðin var í stjórnkerfi þess, líta á þróunina sem upphaf að raunverulegum Evrópufriði, þar sem Rússland fengi viðurkenningu sem Evrópuríki, en ekki litið á það sem einhverja fjarlægja „austurblokk“.Eðlilegar ríkisþarfir Til þess að gera slíka friðarstefnu gildandi var að sjálfsögðu nauðsynlegt að virða stöðu og eðlilegar ríkisþarfir Rússlands, sýna því skilning um það sem hlaut að vera því samboðið. Þar kemur margt til greina, m.a. það að króa ekki ríki Rússa af sem landlukt óvinaflæmi. Litháar áttu í snörpum deilum um sambandsslitin við Sovétveldið , en þeir unnu það til friðar að sínu leyti að afmarka skika lands kringum Kaliningrad (Königsberg) sem flotastöð fyrir Rússa! Allt annað var uppá teningnum hvað varðaði samninga við Úkraínu, þar sem Gorbatsjov sá fyrir það sem nú er orðið, að hatrammar deilur standa um Krímskagann sem Rússaveldi hlaut að vera í mun að ekki væri lokað fyrir aðgang þess að Svartahafi og þær sjóleiðir sem þaðan liggja. Um þetta hef ég ekki fleiri orð að sinni, en bið góðan lesanda að geta í eyðurnar, sjá þróunina í ljósi raunsæis. En lesandi góður! Nú ætla ég, mér til skemmtunar og þér trúlega til furðu, að venda mínu kvæði í kross. Sú kúvending er vel við hæfi, því allt er þvers og kruss í evrópskri friðarpólitík og býsna fjarlæg því sem ég vonaði á þeirri minnistæðu stund þegar Sovétríkin leystust upp fyrir meira en aldarfjórðungi. Sú von mín brást að ráðandi menn í Evrópu og Bandaríkjunum ynnu það til friðarins að virða Rússland sem stórveldi í Evrópu, hvað sem Sovéttímanum leið. Um þetta er öll von úti. Rússland er nú óvinur Evrópu númer eitt. Í stað þess að halda áfram að skrifa eins og leiðarahöfundur eða stjórnmálaskýrandi ætla ég að segja sögu af skrýtnum körlum, m.a. drykkfelldum belsebúbum og hrekkjalómum að hætti Íslenskrar fyndni. Framhald greinarinnar mun birtast síðar undir nafninu Sagan af Jeltsín og Pútín. Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar