Markmiðið er að veita sjúklingum svigrúm Teitur Björn Einarsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Ívilnanir í skattalögum eru ávallt vandmeðfarnar. Af nýlegum fréttum að dæma, af höfnun skattayfirvalda um skattívilnun vegna veikinda manns með krabbamein, er fullt tilefni til að yfirfara lög og reglur sem gilda um heimild Ríkisskattstjóra til að veita skattaívilnun vegna veikinda og skoða nánar skattframkvæmdina í slíkum málum. Gæta þarf að því að lögin veiti ekki Ríkisskattstjóra of víðtækt svigrúm til matskenndra ákvarðana. Í almennri skattframkvæmd er sérstaklega mikilvægt að tryggt sé að samræmis og jafnræðis sé gætt. Ekkert í lögum gefur til að mynda Ríkisskattstjóra heimild til að líta til efnahags einstaklinga við ákvarðanir um ívilnanir þótt líta eigi til gjaldþols. Í lögunum er kveðið á um að ráðherra sé heimilt að setja reglugerð um nánari skilyrði um veitingu ívilnana. Mér vitandi hefur það ekki verið gert og er bagalegt að um jafn matskennda stjórnvaldsákvörðun skuli ekki gilda almenn stjórnvaldsfyrirmæli til fyllingar lögunum. Þá er ástæða til að endurskoða þau skilyrði sem sett eru fyrir heimild til ívilnunar í lögum um tekjuskatt. Þegar um er að ræða slys eða veikindi er skilyrði fyrir ívilnun að slíkt hafi skert gjaldþol manns verulega. Ekki er skilgreint frekar hvað telst veruleg skerðing á gjaldþoli. En þegar um önnur ívilnunarefni er að ræða, eins og menntun barns, framfærslu vandamanna eða eignartjón, þá er áherslan á þann kostnað sem fallið hefur á einstaklinginn af þeim orsökum. Á þessu er nokkur munur og æskilegt væri að meira samræmis gætti í lagaákvæðinu að þessu leyti. Í áratugi hefur löggjafinn talið ástæðu til að hafa í lögum heimild til ívilnunar vegna alvarlegra veikinda og slysa. Að sama skapi er ljóst að slík heimild er undantekning frá almennri skattframkvæmd og löggjafinn hefur ætlast til þess að farið yrði varlega í sakirnar við veitingu slíkra ívilnana. Það gefur þó skattayfirvöldum ekki heimild til að túlka hin matskenndu tilvik svo svakalega þröngt að markmið laganna, sem er að veita sjúkum örlítið svigrúm frá íþyngjandi skattkröfum ríkisins, verði að engu haft.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ívilnanir í skattalögum eru ávallt vandmeðfarnar. Af nýlegum fréttum að dæma, af höfnun skattayfirvalda um skattívilnun vegna veikinda manns með krabbamein, er fullt tilefni til að yfirfara lög og reglur sem gilda um heimild Ríkisskattstjóra til að veita skattaívilnun vegna veikinda og skoða nánar skattframkvæmdina í slíkum málum. Gæta þarf að því að lögin veiti ekki Ríkisskattstjóra of víðtækt svigrúm til matskenndra ákvarðana. Í almennri skattframkvæmd er sérstaklega mikilvægt að tryggt sé að samræmis og jafnræðis sé gætt. Ekkert í lögum gefur til að mynda Ríkisskattstjóra heimild til að líta til efnahags einstaklinga við ákvarðanir um ívilnanir þótt líta eigi til gjaldþols. Í lögunum er kveðið á um að ráðherra sé heimilt að setja reglugerð um nánari skilyrði um veitingu ívilnana. Mér vitandi hefur það ekki verið gert og er bagalegt að um jafn matskennda stjórnvaldsákvörðun skuli ekki gilda almenn stjórnvaldsfyrirmæli til fyllingar lögunum. Þá er ástæða til að endurskoða þau skilyrði sem sett eru fyrir heimild til ívilnunar í lögum um tekjuskatt. Þegar um er að ræða slys eða veikindi er skilyrði fyrir ívilnun að slíkt hafi skert gjaldþol manns verulega. Ekki er skilgreint frekar hvað telst veruleg skerðing á gjaldþoli. En þegar um önnur ívilnunarefni er að ræða, eins og menntun barns, framfærslu vandamanna eða eignartjón, þá er áherslan á þann kostnað sem fallið hefur á einstaklinginn af þeim orsökum. Á þessu er nokkur munur og æskilegt væri að meira samræmis gætti í lagaákvæðinu að þessu leyti. Í áratugi hefur löggjafinn talið ástæðu til að hafa í lögum heimild til ívilnunar vegna alvarlegra veikinda og slysa. Að sama skapi er ljóst að slík heimild er undantekning frá almennri skattframkvæmd og löggjafinn hefur ætlast til þess að farið yrði varlega í sakirnar við veitingu slíkra ívilnana. Það gefur þó skattayfirvöldum ekki heimild til að túlka hin matskenndu tilvik svo svakalega þröngt að markmið laganna, sem er að veita sjúkum örlítið svigrúm frá íþyngjandi skattkröfum ríkisins, verði að engu haft.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar