Gleðilega Gleðigöngu – baráttan heldur áfram María Helga Guðmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 15:13 Í dag verður Gleðigangan, stoltsganga hinsegin fólks á Íslandi, gengin í nítjánda sinn. Undanfarna daga hefur hinsegin samfélagið fagnað menningu sinni og margbreytileika, eflt samstöðu sína og glaðst yfir þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni fyrir réttlátari heimi. Og árangurinn er svo sannarlega eftirtektarverður. Þrotlaus barátta og fræðslustarf margra kynslóða hinsegin fólks hefur dregið úr fordómum og fáfræði og knúið fram mikilvægar réttarbætur og viðhorfsbreytingar. Þegar hinsegin fólk tók í fyrsta sinn þátt í kröfugöngu, 1. maí 1982, voru aðeins tveir hommar, brautryðjendurnir Guðni Baldursson og Helgi Viðar Magnússon, sem treystu sér til að taka þátt – og var ekki vel tekið af skipuleggjendum. Í dag samgleðst nærri þriðjungur þjóðarinnar hinsegin samfélaginu með þátttöku í hátíðahöldunum og ráðherrar, borgarstjóri, forseti Íslands, fyrirtæki og fjölmiðlar taka virkan þátt í gleðinni. En baráttunni er ekki lokið og Gleðigangan er hvort tveggja í senn: hátíð og kröfuganga. Samtökin '78 taka þátt í Gleðigöngunni í ár til að minna á að löggjöf um réttindi hinsegin fólks á Íslandi er úr öllum takti við tímann. Á Regnbogakortinu 2017, árlegri úttekt Evrópusamtaka hinsegin fólks, ILGA-Europe, á lagalegu umhverfi hinsegin fólks í Evrópu fær Ísland aðeins 47% – falleinkunn. Þetta er skammarlega lágt fyrir þjóð sem getur og vill vera til fyrirmyndar. Samtökin ’78 fagna stuðningi forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og jafnréttisráðherra, heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Hinsegin daga. Við erum viss um að þeim þætti jafn gaman og okkur að fagna ágætiseinkunn á Regnbogakortinu á fertugsafmæli Samtakanna '78 næsta sumar. Nú er tækifærið. Með samhentu átaki getum við komið á löggjöf sem bannar hvers kyns mismunun gagnvart hinsegin fólki, tryggir sjálfræði allra yfir líkama sínum, kyneinkennum og kyni, tekst markvisst á við hatursglæpi og hatursorðræðu og tryggir að hinsegin hælisleitendur fái hér tækifæri til að hefja nýtt og öruggara líf. Við skorum því á Alþingi og ríkisstjórn að koma Íslandi aftur í fremstu röð veturinn 2017-18 og erum boðin og búin að vinna með þeim að því markmiði. Samtökin ‘78 óska stjórn og sjálfboðaliðum Hinsegin daga til hamingju með frábæra hátíð og öllum þátttakendum nær og fjær til hamingju með Hinsegin daga. Sjáumst í miðbænum á eftir og göngum ótrauð saman til móts við betri heim!Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður Gleðigangan, stoltsganga hinsegin fólks á Íslandi, gengin í nítjánda sinn. Undanfarna daga hefur hinsegin samfélagið fagnað menningu sinni og margbreytileika, eflt samstöðu sína og glaðst yfir þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni fyrir réttlátari heimi. Og árangurinn er svo sannarlega eftirtektarverður. Þrotlaus barátta og fræðslustarf margra kynslóða hinsegin fólks hefur dregið úr fordómum og fáfræði og knúið fram mikilvægar réttarbætur og viðhorfsbreytingar. Þegar hinsegin fólk tók í fyrsta sinn þátt í kröfugöngu, 1. maí 1982, voru aðeins tveir hommar, brautryðjendurnir Guðni Baldursson og Helgi Viðar Magnússon, sem treystu sér til að taka þátt – og var ekki vel tekið af skipuleggjendum. Í dag samgleðst nærri þriðjungur þjóðarinnar hinsegin samfélaginu með þátttöku í hátíðahöldunum og ráðherrar, borgarstjóri, forseti Íslands, fyrirtæki og fjölmiðlar taka virkan þátt í gleðinni. En baráttunni er ekki lokið og Gleðigangan er hvort tveggja í senn: hátíð og kröfuganga. Samtökin '78 taka þátt í Gleðigöngunni í ár til að minna á að löggjöf um réttindi hinsegin fólks á Íslandi er úr öllum takti við tímann. Á Regnbogakortinu 2017, árlegri úttekt Evrópusamtaka hinsegin fólks, ILGA-Europe, á lagalegu umhverfi hinsegin fólks í Evrópu fær Ísland aðeins 47% – falleinkunn. Þetta er skammarlega lágt fyrir þjóð sem getur og vill vera til fyrirmyndar. Samtökin ’78 fagna stuðningi forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og jafnréttisráðherra, heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Hinsegin daga. Við erum viss um að þeim þætti jafn gaman og okkur að fagna ágætiseinkunn á Regnbogakortinu á fertugsafmæli Samtakanna '78 næsta sumar. Nú er tækifærið. Með samhentu átaki getum við komið á löggjöf sem bannar hvers kyns mismunun gagnvart hinsegin fólki, tryggir sjálfræði allra yfir líkama sínum, kyneinkennum og kyni, tekst markvisst á við hatursglæpi og hatursorðræðu og tryggir að hinsegin hælisleitendur fái hér tækifæri til að hefja nýtt og öruggara líf. Við skorum því á Alþingi og ríkisstjórn að koma Íslandi aftur í fremstu röð veturinn 2017-18 og erum boðin og búin að vinna með þeim að því markmiði. Samtökin ‘78 óska stjórn og sjálfboðaliðum Hinsegin daga til hamingju með frábæra hátíð og öllum þátttakendum nær og fjær til hamingju með Hinsegin daga. Sjáumst í miðbænum á eftir og göngum ótrauð saman til móts við betri heim!Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun