Gleðilega Gleðigöngu – baráttan heldur áfram María Helga Guðmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2017 15:13 Í dag verður Gleðigangan, stoltsganga hinsegin fólks á Íslandi, gengin í nítjánda sinn. Undanfarna daga hefur hinsegin samfélagið fagnað menningu sinni og margbreytileika, eflt samstöðu sína og glaðst yfir þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni fyrir réttlátari heimi. Og árangurinn er svo sannarlega eftirtektarverður. Þrotlaus barátta og fræðslustarf margra kynslóða hinsegin fólks hefur dregið úr fordómum og fáfræði og knúið fram mikilvægar réttarbætur og viðhorfsbreytingar. Þegar hinsegin fólk tók í fyrsta sinn þátt í kröfugöngu, 1. maí 1982, voru aðeins tveir hommar, brautryðjendurnir Guðni Baldursson og Helgi Viðar Magnússon, sem treystu sér til að taka þátt – og var ekki vel tekið af skipuleggjendum. Í dag samgleðst nærri þriðjungur þjóðarinnar hinsegin samfélaginu með þátttöku í hátíðahöldunum og ráðherrar, borgarstjóri, forseti Íslands, fyrirtæki og fjölmiðlar taka virkan þátt í gleðinni. En baráttunni er ekki lokið og Gleðigangan er hvort tveggja í senn: hátíð og kröfuganga. Samtökin '78 taka þátt í Gleðigöngunni í ár til að minna á að löggjöf um réttindi hinsegin fólks á Íslandi er úr öllum takti við tímann. Á Regnbogakortinu 2017, árlegri úttekt Evrópusamtaka hinsegin fólks, ILGA-Europe, á lagalegu umhverfi hinsegin fólks í Evrópu fær Ísland aðeins 47% – falleinkunn. Þetta er skammarlega lágt fyrir þjóð sem getur og vill vera til fyrirmyndar. Samtökin ’78 fagna stuðningi forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og jafnréttisráðherra, heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Hinsegin daga. Við erum viss um að þeim þætti jafn gaman og okkur að fagna ágætiseinkunn á Regnbogakortinu á fertugsafmæli Samtakanna '78 næsta sumar. Nú er tækifærið. Með samhentu átaki getum við komið á löggjöf sem bannar hvers kyns mismunun gagnvart hinsegin fólki, tryggir sjálfræði allra yfir líkama sínum, kyneinkennum og kyni, tekst markvisst á við hatursglæpi og hatursorðræðu og tryggir að hinsegin hælisleitendur fái hér tækifæri til að hefja nýtt og öruggara líf. Við skorum því á Alþingi og ríkisstjórn að koma Íslandi aftur í fremstu röð veturinn 2017-18 og erum boðin og búin að vinna með þeim að því markmiði. Samtökin ‘78 óska stjórn og sjálfboðaliðum Hinsegin daga til hamingju með frábæra hátíð og öllum þátttakendum nær og fjær til hamingju með Hinsegin daga. Sjáumst í miðbænum á eftir og göngum ótrauð saman til móts við betri heim!Höfundur er formaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag verður Gleðigangan, stoltsganga hinsegin fólks á Íslandi, gengin í nítjánda sinn. Undanfarna daga hefur hinsegin samfélagið fagnað menningu sinni og margbreytileika, eflt samstöðu sína og glaðst yfir þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni fyrir réttlátari heimi. Og árangurinn er svo sannarlega eftirtektarverður. Þrotlaus barátta og fræðslustarf margra kynslóða hinsegin fólks hefur dregið úr fordómum og fáfræði og knúið fram mikilvægar réttarbætur og viðhorfsbreytingar. Þegar hinsegin fólk tók í fyrsta sinn þátt í kröfugöngu, 1. maí 1982, voru aðeins tveir hommar, brautryðjendurnir Guðni Baldursson og Helgi Viðar Magnússon, sem treystu sér til að taka þátt – og var ekki vel tekið af skipuleggjendum. Í dag samgleðst nærri þriðjungur þjóðarinnar hinsegin samfélaginu með þátttöku í hátíðahöldunum og ráðherrar, borgarstjóri, forseti Íslands, fyrirtæki og fjölmiðlar taka virkan þátt í gleðinni. En baráttunni er ekki lokið og Gleðigangan er hvort tveggja í senn: hátíð og kröfuganga. Samtökin '78 taka þátt í Gleðigöngunni í ár til að minna á að löggjöf um réttindi hinsegin fólks á Íslandi er úr öllum takti við tímann. Á Regnbogakortinu 2017, árlegri úttekt Evrópusamtaka hinsegin fólks, ILGA-Europe, á lagalegu umhverfi hinsegin fólks í Evrópu fær Ísland aðeins 47% – falleinkunn. Þetta er skammarlega lágt fyrir þjóð sem getur og vill vera til fyrirmyndar. Samtökin ’78 fagna stuðningi forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og jafnréttisráðherra, heilbrigðisráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við Hinsegin daga. Við erum viss um að þeim þætti jafn gaman og okkur að fagna ágætiseinkunn á Regnbogakortinu á fertugsafmæli Samtakanna '78 næsta sumar. Nú er tækifærið. Með samhentu átaki getum við komið á löggjöf sem bannar hvers kyns mismunun gagnvart hinsegin fólki, tryggir sjálfræði allra yfir líkama sínum, kyneinkennum og kyni, tekst markvisst á við hatursglæpi og hatursorðræðu og tryggir að hinsegin hælisleitendur fái hér tækifæri til að hefja nýtt og öruggara líf. Við skorum því á Alþingi og ríkisstjórn að koma Íslandi aftur í fremstu röð veturinn 2017-18 og erum boðin og búin að vinna með þeim að því markmiði. Samtökin ‘78 óska stjórn og sjálfboðaliðum Hinsegin daga til hamingju með frábæra hátíð og öllum þátttakendum nær og fjær til hamingju með Hinsegin daga. Sjáumst í miðbænum á eftir og göngum ótrauð saman til móts við betri heim!Höfundur er formaður Samtakanna '78.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun