Hversu oft ættu fyrirtæki að mæla viðhorf starfsmanna? Gunnhildur Arnardóttir skrifar 16. ágúst 2017 07:00 Það hefur lengi þekkst að mæla viðhorf starfsmanna í árlegum vinnustaðakönnunum. Slíkar mælingar eru mikilvægar og gefa margvíslegar upplýsingar um upplifun starfsmanna á mikilvægum þáttum. Vandamálið er hins vegar að frá því mælingin er gerð og þar til niðurstöður liggja fyrir líða oft margir mánuðir. Sífellt fleiri stjórnendur eru að gera sér grein fyrir hversu mikils virði er að mæla oftar. Hraðvirkari upplýsingagjöf á stjórnunarupplýsingum hefur bein áhrif á fjárhagslegan árangur fyrirtækja. Með því að gera stuttar hnitmiðaðar viðhorfsmælingar sést strax hvar er verið að gera vel og hvar má gera betur. Einnig er komið til móts við nýja kynslóð starfsmanna sem vilja njóta trausts yfirmanns síns og vera þátttakandi í að móta vinnustaðinn. Að láta reglulega álit sitt í ljós á mikilvægustu þáttum í vinnustaðaumhverfinu sem strax eru birtir og ræddir fær starfsmanninn til að upplifa að álit hans skipti máli. Að sama skapi fá stjórnendur endurgjöf frá starfsmönnum varðandi það hvort þeir drífi verkefni áfram, hvort starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast, hvort samskipti séu opin og eðlileg og hvort borin sé virðing fyrir þeim. En það er ekki nóg að mæla, það þarf að skilja gögnin, kynna niðurstöður strax fyrir hverjum hóp fyrir sig, ræða opinskátt um niðurstöðuna og hverju þarf að breyta. Þannig myndast stöðug lærdómskúrfa og gagnsæi sem nýtist öllum á vinnustaðnum. Ákvörðunartaka verður hnitmiðaðri, stjórnendur eflast og starfsmenn upplifa mikilvægi sitt. Fyrstu hugleiðingar stjórnenda eru oft þær að starfsmenn fái leiða á að svara og svörunarhlutfall muni minnka með tímanum. HR Monitor er íslenskt fyrirtæki sem býður vinnustöðum upp á mánaðarlegar rauntímamælingar. Á meðan mæling stendur yfir fá allir stjórnendur daglega upplýsingar um svörunarhlutfall í sinni deild. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að því oftar sem upplifun er mæld því hærra er svörunarhlutfallið. Þetta er í takt við niðurstöður þeirra sem starfa með slíkar mælingar erlendis. Richard Branson segir: „Viðskiptavinurinn er ekki númer eitt, það er starfsmaðurinn sem er númer eitt. Ef þú hugsar vel um starfsmennina þá hugsa þeir vel um viðskiptavininn.“ Viðhorf starfsmanna ætti því að mæla mánaðarlega rétt eins og aðrar lykiltölur fyrirtækisins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það hefur lengi þekkst að mæla viðhorf starfsmanna í árlegum vinnustaðakönnunum. Slíkar mælingar eru mikilvægar og gefa margvíslegar upplýsingar um upplifun starfsmanna á mikilvægum þáttum. Vandamálið er hins vegar að frá því mælingin er gerð og þar til niðurstöður liggja fyrir líða oft margir mánuðir. Sífellt fleiri stjórnendur eru að gera sér grein fyrir hversu mikils virði er að mæla oftar. Hraðvirkari upplýsingagjöf á stjórnunarupplýsingum hefur bein áhrif á fjárhagslegan árangur fyrirtækja. Með því að gera stuttar hnitmiðaðar viðhorfsmælingar sést strax hvar er verið að gera vel og hvar má gera betur. Einnig er komið til móts við nýja kynslóð starfsmanna sem vilja njóta trausts yfirmanns síns og vera þátttakandi í að móta vinnustaðinn. Að láta reglulega álit sitt í ljós á mikilvægustu þáttum í vinnustaðaumhverfinu sem strax eru birtir og ræddir fær starfsmanninn til að upplifa að álit hans skipti máli. Að sama skapi fá stjórnendur endurgjöf frá starfsmönnum varðandi það hvort þeir drífi verkefni áfram, hvort starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast, hvort samskipti séu opin og eðlileg og hvort borin sé virðing fyrir þeim. En það er ekki nóg að mæla, það þarf að skilja gögnin, kynna niðurstöður strax fyrir hverjum hóp fyrir sig, ræða opinskátt um niðurstöðuna og hverju þarf að breyta. Þannig myndast stöðug lærdómskúrfa og gagnsæi sem nýtist öllum á vinnustaðnum. Ákvörðunartaka verður hnitmiðaðri, stjórnendur eflast og starfsmenn upplifa mikilvægi sitt. Fyrstu hugleiðingar stjórnenda eru oft þær að starfsmenn fái leiða á að svara og svörunarhlutfall muni minnka með tímanum. HR Monitor er íslenskt fyrirtæki sem býður vinnustöðum upp á mánaðarlegar rauntímamælingar. Á meðan mæling stendur yfir fá allir stjórnendur daglega upplýsingar um svörunarhlutfall í sinni deild. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að því oftar sem upplifun er mæld því hærra er svörunarhlutfallið. Þetta er í takt við niðurstöður þeirra sem starfa með slíkar mælingar erlendis. Richard Branson segir: „Viðskiptavinurinn er ekki númer eitt, það er starfsmaðurinn sem er númer eitt. Ef þú hugsar vel um starfsmennina þá hugsa þeir vel um viðskiptavininn.“ Viðhorf starfsmanna ætti því að mæla mánaðarlega rétt eins og aðrar lykiltölur fyrirtækisins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar