Hversu oft ættu fyrirtæki að mæla viðhorf starfsmanna? Gunnhildur Arnardóttir skrifar 16. ágúst 2017 07:00 Það hefur lengi þekkst að mæla viðhorf starfsmanna í árlegum vinnustaðakönnunum. Slíkar mælingar eru mikilvægar og gefa margvíslegar upplýsingar um upplifun starfsmanna á mikilvægum þáttum. Vandamálið er hins vegar að frá því mælingin er gerð og þar til niðurstöður liggja fyrir líða oft margir mánuðir. Sífellt fleiri stjórnendur eru að gera sér grein fyrir hversu mikils virði er að mæla oftar. Hraðvirkari upplýsingagjöf á stjórnunarupplýsingum hefur bein áhrif á fjárhagslegan árangur fyrirtækja. Með því að gera stuttar hnitmiðaðar viðhorfsmælingar sést strax hvar er verið að gera vel og hvar má gera betur. Einnig er komið til móts við nýja kynslóð starfsmanna sem vilja njóta trausts yfirmanns síns og vera þátttakandi í að móta vinnustaðinn. Að láta reglulega álit sitt í ljós á mikilvægustu þáttum í vinnustaðaumhverfinu sem strax eru birtir og ræddir fær starfsmanninn til að upplifa að álit hans skipti máli. Að sama skapi fá stjórnendur endurgjöf frá starfsmönnum varðandi það hvort þeir drífi verkefni áfram, hvort starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast, hvort samskipti séu opin og eðlileg og hvort borin sé virðing fyrir þeim. En það er ekki nóg að mæla, það þarf að skilja gögnin, kynna niðurstöður strax fyrir hverjum hóp fyrir sig, ræða opinskátt um niðurstöðuna og hverju þarf að breyta. Þannig myndast stöðug lærdómskúrfa og gagnsæi sem nýtist öllum á vinnustaðnum. Ákvörðunartaka verður hnitmiðaðri, stjórnendur eflast og starfsmenn upplifa mikilvægi sitt. Fyrstu hugleiðingar stjórnenda eru oft þær að starfsmenn fái leiða á að svara og svörunarhlutfall muni minnka með tímanum. HR Monitor er íslenskt fyrirtæki sem býður vinnustöðum upp á mánaðarlegar rauntímamælingar. Á meðan mæling stendur yfir fá allir stjórnendur daglega upplýsingar um svörunarhlutfall í sinni deild. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að því oftar sem upplifun er mæld því hærra er svörunarhlutfallið. Þetta er í takt við niðurstöður þeirra sem starfa með slíkar mælingar erlendis. Richard Branson segir: „Viðskiptavinurinn er ekki númer eitt, það er starfsmaðurinn sem er númer eitt. Ef þú hugsar vel um starfsmennina þá hugsa þeir vel um viðskiptavininn.“ Viðhorf starfsmanna ætti því að mæla mánaðarlega rétt eins og aðrar lykiltölur fyrirtækisins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það hefur lengi þekkst að mæla viðhorf starfsmanna í árlegum vinnustaðakönnunum. Slíkar mælingar eru mikilvægar og gefa margvíslegar upplýsingar um upplifun starfsmanna á mikilvægum þáttum. Vandamálið er hins vegar að frá því mælingin er gerð og þar til niðurstöður liggja fyrir líða oft margir mánuðir. Sífellt fleiri stjórnendur eru að gera sér grein fyrir hversu mikils virði er að mæla oftar. Hraðvirkari upplýsingagjöf á stjórnunarupplýsingum hefur bein áhrif á fjárhagslegan árangur fyrirtækja. Með því að gera stuttar hnitmiðaðar viðhorfsmælingar sést strax hvar er verið að gera vel og hvar má gera betur. Einnig er komið til móts við nýja kynslóð starfsmanna sem vilja njóta trausts yfirmanns síns og vera þátttakandi í að móta vinnustaðinn. Að láta reglulega álit sitt í ljós á mikilvægustu þáttum í vinnustaðaumhverfinu sem strax eru birtir og ræddir fær starfsmanninn til að upplifa að álit hans skipti máli. Að sama skapi fá stjórnendur endurgjöf frá starfsmönnum varðandi það hvort þeir drífi verkefni áfram, hvort starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast, hvort samskipti séu opin og eðlileg og hvort borin sé virðing fyrir þeim. En það er ekki nóg að mæla, það þarf að skilja gögnin, kynna niðurstöður strax fyrir hverjum hóp fyrir sig, ræða opinskátt um niðurstöðuna og hverju þarf að breyta. Þannig myndast stöðug lærdómskúrfa og gagnsæi sem nýtist öllum á vinnustaðnum. Ákvörðunartaka verður hnitmiðaðri, stjórnendur eflast og starfsmenn upplifa mikilvægi sitt. Fyrstu hugleiðingar stjórnenda eru oft þær að starfsmenn fái leiða á að svara og svörunarhlutfall muni minnka með tímanum. HR Monitor er íslenskt fyrirtæki sem býður vinnustöðum upp á mánaðarlegar rauntímamælingar. Á meðan mæling stendur yfir fá allir stjórnendur daglega upplýsingar um svörunarhlutfall í sinni deild. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að því oftar sem upplifun er mæld því hærra er svörunarhlutfallið. Þetta er í takt við niðurstöður þeirra sem starfa með slíkar mælingar erlendis. Richard Branson segir: „Viðskiptavinurinn er ekki númer eitt, það er starfsmaðurinn sem er númer eitt. Ef þú hugsar vel um starfsmennina þá hugsa þeir vel um viðskiptavininn.“ Viðhorf starfsmanna ætti því að mæla mánaðarlega rétt eins og aðrar lykiltölur fyrirtækisins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun