Kerfisbundið niðurrif Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Greinarhöfundur er ellilífeyrisþegi og mín kynslóð og kynslóðin á undan byggðum alla 20. öldina upp innviði samfélagsins. Við komum á almannatryggingakerfi og ýmsum öðrum kerfum til að styðja við þá sem minna máttu sín. Menntun og menningarmál voru í fararbroddi með byggingu grunn- og framhaldsskóla, mennta- og fjölbrautaskóla svo og háskóla. Endurmenntun var komið á fyrir þá sem höfðu hætt námi og fjöldi fólks leitaði þangað til að taka upp þráðinn að nýju. Sjúkrahús voru byggð og heilsugæslustöðvar voru reistar um allt land. Sundlaugum fjölgaði í Reykjavík og víða um land og komið var upp verkamannabústöðum. Götur voru malbikaðar, hringvegurinn lagður og vatnsföll voru brúuð í meiri mæli en áður og umhverfismál komust á dagskrá.Miklu lakari þjónusta en áður Nú er svo komið að innviðir samfélagsins eru að hruni komnir og ekki má draga það lengur að taka þar til hendinni og endurreisa það. Gatnakerfið er eins og gatasigti svo að dekk og bílar skemmast og hættur aukast vegna þyngri umferðar í lélegu gatnakerfi. Landspítalinn varð myglu að bráð vegna lélegs viðhalds. Samdráttur í allri þjónustu við sjúklinga er til háborinnar skammar fyrir okkar ríku þjóð. Rannsóknir sýna að þriðjungur aldraðra þjáist af næringarskorti á Landspítalanum. Það að sjúklingar fái ekki nauðsynleg og nýjustu lyf er hneyksli svo ekki sé meira sagt. Heilbrigðiskerfið á heima hjá ríkinu og hver sjúklingur er jafndýr hvort sem hann fær þjónustu hjá hinu opinbera eða hjá hinu einkarekna kerfi sem mun geta greitt sér arð en það fyrrnefnda ekki. Hvað veldur þessum mun? Þeir sem eru eldri en 25 ára fá ekki að mennta sig nema á eigin kostnað. Samt hefur þetta fólk oft greitt skatta sem hafa meðal annars farið í að mennta aðra. Það er búið að rústa verkamannabústaðakerfinu og ódýrt húsnæði er ekki í boði lengur. Vegna dráttar í málsmeðferð í dómskerfinu fá fangar afslátt á brotinu þegar kemur að afplánun, sem er einfaldlega hlægilegt.Þarf nýja búsáhaldabyltingu? Það eru til nægir peningar í þjóðfélaginu og það þarf bara að ná í þá í gegnum skattakerfið okkar. Það var ekkert mál að hrista 4,7 milljarða fram úr erminni þegar kom að því að aðstoða einkarekna gangagerð en erfiðara reynist að greiða fyrir lyf og aðra opinbera skylduþjónustu. Menntakerfið er ekki nema svipur hjá sjón og loforð var gefið um að ábatinn af styttingu náms ætti að fara til skólanna sjálfra. Það var svikið eins og annað. Orðheldni er ekki lengur heiðurssamkomulag en hér áður fyrr dugði oft handaband. Svikulir stjórnmálamenn eiga ekki að vera venjan heldur eiga þeir að skilja að loforð er loforð. Það þýðir ekki að breyta tungumálinu og allir vita að strax þýðir undireins en ekki á morgun. Almannabætur hafa dregist aftur úr á meðan þingmenn fá hækkun á launum sínum langt umfram aðra og voru langflestir þeirra því hjartanlega sammála. Það er víða pottur brotinn hjá okkur og leitt að þingmenn eru kerfisbundið að eyðileggja starf tveggja kynslóða sem unnu hörðum höndum við að reisa hér upp vestrænt, nútíma samfélag. Þurfum við aðra búsáhaldabyltingu áður en allt hrynur á ný?Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur er ellilífeyrisþegi og mín kynslóð og kynslóðin á undan byggðum alla 20. öldina upp innviði samfélagsins. Við komum á almannatryggingakerfi og ýmsum öðrum kerfum til að styðja við þá sem minna máttu sín. Menntun og menningarmál voru í fararbroddi með byggingu grunn- og framhaldsskóla, mennta- og fjölbrautaskóla svo og háskóla. Endurmenntun var komið á fyrir þá sem höfðu hætt námi og fjöldi fólks leitaði þangað til að taka upp þráðinn að nýju. Sjúkrahús voru byggð og heilsugæslustöðvar voru reistar um allt land. Sundlaugum fjölgaði í Reykjavík og víða um land og komið var upp verkamannabústöðum. Götur voru malbikaðar, hringvegurinn lagður og vatnsföll voru brúuð í meiri mæli en áður og umhverfismál komust á dagskrá.Miklu lakari þjónusta en áður Nú er svo komið að innviðir samfélagsins eru að hruni komnir og ekki má draga það lengur að taka þar til hendinni og endurreisa það. Gatnakerfið er eins og gatasigti svo að dekk og bílar skemmast og hættur aukast vegna þyngri umferðar í lélegu gatnakerfi. Landspítalinn varð myglu að bráð vegna lélegs viðhalds. Samdráttur í allri þjónustu við sjúklinga er til háborinnar skammar fyrir okkar ríku þjóð. Rannsóknir sýna að þriðjungur aldraðra þjáist af næringarskorti á Landspítalanum. Það að sjúklingar fái ekki nauðsynleg og nýjustu lyf er hneyksli svo ekki sé meira sagt. Heilbrigðiskerfið á heima hjá ríkinu og hver sjúklingur er jafndýr hvort sem hann fær þjónustu hjá hinu opinbera eða hjá hinu einkarekna kerfi sem mun geta greitt sér arð en það fyrrnefnda ekki. Hvað veldur þessum mun? Þeir sem eru eldri en 25 ára fá ekki að mennta sig nema á eigin kostnað. Samt hefur þetta fólk oft greitt skatta sem hafa meðal annars farið í að mennta aðra. Það er búið að rústa verkamannabústaðakerfinu og ódýrt húsnæði er ekki í boði lengur. Vegna dráttar í málsmeðferð í dómskerfinu fá fangar afslátt á brotinu þegar kemur að afplánun, sem er einfaldlega hlægilegt.Þarf nýja búsáhaldabyltingu? Það eru til nægir peningar í þjóðfélaginu og það þarf bara að ná í þá í gegnum skattakerfið okkar. Það var ekkert mál að hrista 4,7 milljarða fram úr erminni þegar kom að því að aðstoða einkarekna gangagerð en erfiðara reynist að greiða fyrir lyf og aðra opinbera skylduþjónustu. Menntakerfið er ekki nema svipur hjá sjón og loforð var gefið um að ábatinn af styttingu náms ætti að fara til skólanna sjálfra. Það var svikið eins og annað. Orðheldni er ekki lengur heiðurssamkomulag en hér áður fyrr dugði oft handaband. Svikulir stjórnmálamenn eiga ekki að vera venjan heldur eiga þeir að skilja að loforð er loforð. Það þýðir ekki að breyta tungumálinu og allir vita að strax þýðir undireins en ekki á morgun. Almannabætur hafa dregist aftur úr á meðan þingmenn fá hækkun á launum sínum langt umfram aðra og voru langflestir þeirra því hjartanlega sammála. Það er víða pottur brotinn hjá okkur og leitt að þingmenn eru kerfisbundið að eyðileggja starf tveggja kynslóða sem unnu hörðum höndum við að reisa hér upp vestrænt, nútíma samfélag. Þurfum við aðra búsáhaldabyltingu áður en allt hrynur á ný?Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar