Um bætur vegna lögregluaðgerða Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Íslensk sakamálalög tryggja þeim einstaklingum sterkan bótarétt sem að ósekju verða fyrir aðgerðum af hálfu lögreglu vegna sakamála. Þeir sem beittir eru aðgerðum eins og handtöku, líkamsleit, líkamsrannsókn, húsleit eða leit í bifreið, án þess að mál þeirra leiði til sakfellingar, eiga þannig almennt séð nokkuð skýran rétt á miskabótum nema sýnt sé fram á að þeir hafi sjálfir valdið eða stuðlað að aðgerðunum. Sakamálalögin ganga raunar lengra og tryggja einstaklingum rétt til gjafsóknar til að krefja íslenska ríkið um bætur vegna aðgerða eins og þeirra sem að framan eru taldar. Það þýðir að ríkið styrkir einstaklinga til greiðslu lögmannskostnaðar í slíkum dómsmálum óháð efnahag.En ef aðgerðirnar voru löglegar? Það er algengur misskilningur að aðgerðir lögreglu þurfi að hafa verið ólöglegar eða að sýna þurfi fram á sök lögreglu til þess að til bótaréttar gagnvart íslenska ríkinu stofnist í tilvikum sem þessum. Sú aðstaða getur þannig vel verið uppi að t.d. leit á einstaklingi eða leit í bíl hafi verið lögleg og fullkomlega eðlileg miðað við aðstæður, en einstaklingurinn samt átt rétt á miskabótum. Þetta er vegna þess að bætur í málum sem þessum eru ákveðnar á hlutlægum grundvelli og skiptir því ekki máli hvort fullt tilefni hafi verið til aðgerðanna eins og málið horfði við lögreglu á sínum tíma.En ef einstaklingur hefur samþykkt aðgerðirnar? Annar misskilningur sem gjarnan er uppi er sá að með því að einstaklingur samþykki aðgerðir lögreglu þá firri hann sig um leið alltaf rétti til bóta. Sú er alls ekki raunin. Nýleg dómafordæmi staðfesta t.d. að samþykki fyrir líkamsleit girðir ekki fyrir rétt einstaklings til bóta ef önnur skilyrði bótaréttar eru til staðar. Einstaklingur getur m.ö.o. átt rétt á bótum þó hann hafi samþykkt aðgerðirnar. Þetta er eðlilegt vegna þess að með því að samþykkja aðgerðir lögreglu leggur einstaklingur sitt af mörkum til að mál gangi skjótt fyrir sig. Hann á því ekki að firra sig bótarétti fyrir slíka samvinnu. Annað mundi í reynd þýða að maður gæti verið betur settur með því að vera ósamvinnuþýður við lögreglu og knýja hana jafnvel til að afla dómsúrskurða fyrir aðgerðum. Eðlilega er engin lagastoð fyrir svo afkáralegri túlkun bótareglunnar.Grundvallaratriðið er einfalt Loks er rétt að leiðrétta þriðja atriðið sem einnig má kalla misskilning eða mistúlkun um það efni sem hér er til umræðu. Það er það sjónarmið að einstaklingar, sem leita réttar síns vegna aðgerða lögreglu, séu sjálfkrafa með því að beina gagnrýni á störf lögreglu eða valdheimildir hennar. Svo þarf alls ekki að vera. Sem fyrr segir er það ekki aðalatriði í málum af þessu tagi hvort lögreglan eða einstakir lögreglumenn hafi misbeitt valdi sínu eða yfirleitt gert nokkuð rangt. Aðalatriðið er einfaldlega það að við búum við eðlilegt og sanngjarnt réttarfar þar sem einstaklingar eru ekki látnir þola íþyngjandi lögregluaðgerðir bótalaust nema sýnt sé með ótvíræðum hætti fram á að þeir hafi sjálfir kallað þær aðgerðir yfir sig. Það er það einfalda grundvallaratriði sem réttilega er fest í lög.Höfundur er héraðsdómslögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Íslensk sakamálalög tryggja þeim einstaklingum sterkan bótarétt sem að ósekju verða fyrir aðgerðum af hálfu lögreglu vegna sakamála. Þeir sem beittir eru aðgerðum eins og handtöku, líkamsleit, líkamsrannsókn, húsleit eða leit í bifreið, án þess að mál þeirra leiði til sakfellingar, eiga þannig almennt séð nokkuð skýran rétt á miskabótum nema sýnt sé fram á að þeir hafi sjálfir valdið eða stuðlað að aðgerðunum. Sakamálalögin ganga raunar lengra og tryggja einstaklingum rétt til gjafsóknar til að krefja íslenska ríkið um bætur vegna aðgerða eins og þeirra sem að framan eru taldar. Það þýðir að ríkið styrkir einstaklinga til greiðslu lögmannskostnaðar í slíkum dómsmálum óháð efnahag.En ef aðgerðirnar voru löglegar? Það er algengur misskilningur að aðgerðir lögreglu þurfi að hafa verið ólöglegar eða að sýna þurfi fram á sök lögreglu til þess að til bótaréttar gagnvart íslenska ríkinu stofnist í tilvikum sem þessum. Sú aðstaða getur þannig vel verið uppi að t.d. leit á einstaklingi eða leit í bíl hafi verið lögleg og fullkomlega eðlileg miðað við aðstæður, en einstaklingurinn samt átt rétt á miskabótum. Þetta er vegna þess að bætur í málum sem þessum eru ákveðnar á hlutlægum grundvelli og skiptir því ekki máli hvort fullt tilefni hafi verið til aðgerðanna eins og málið horfði við lögreglu á sínum tíma.En ef einstaklingur hefur samþykkt aðgerðirnar? Annar misskilningur sem gjarnan er uppi er sá að með því að einstaklingur samþykki aðgerðir lögreglu þá firri hann sig um leið alltaf rétti til bóta. Sú er alls ekki raunin. Nýleg dómafordæmi staðfesta t.d. að samþykki fyrir líkamsleit girðir ekki fyrir rétt einstaklings til bóta ef önnur skilyrði bótaréttar eru til staðar. Einstaklingur getur m.ö.o. átt rétt á bótum þó hann hafi samþykkt aðgerðirnar. Þetta er eðlilegt vegna þess að með því að samþykkja aðgerðir lögreglu leggur einstaklingur sitt af mörkum til að mál gangi skjótt fyrir sig. Hann á því ekki að firra sig bótarétti fyrir slíka samvinnu. Annað mundi í reynd þýða að maður gæti verið betur settur með því að vera ósamvinnuþýður við lögreglu og knýja hana jafnvel til að afla dómsúrskurða fyrir aðgerðum. Eðlilega er engin lagastoð fyrir svo afkáralegri túlkun bótareglunnar.Grundvallaratriðið er einfalt Loks er rétt að leiðrétta þriðja atriðið sem einnig má kalla misskilning eða mistúlkun um það efni sem hér er til umræðu. Það er það sjónarmið að einstaklingar, sem leita réttar síns vegna aðgerða lögreglu, séu sjálfkrafa með því að beina gagnrýni á störf lögreglu eða valdheimildir hennar. Svo þarf alls ekki að vera. Sem fyrr segir er það ekki aðalatriði í málum af þessu tagi hvort lögreglan eða einstakir lögreglumenn hafi misbeitt valdi sínu eða yfirleitt gert nokkuð rangt. Aðalatriðið er einfaldlega það að við búum við eðlilegt og sanngjarnt réttarfar þar sem einstaklingar eru ekki látnir þola íþyngjandi lögregluaðgerðir bótalaust nema sýnt sé með ótvíræðum hætti fram á að þeir hafi sjálfir kallað þær aðgerðir yfir sig. Það er það einfalda grundvallaratriði sem réttilega er fest í lög.Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun