Um bætur vegna lögregluaðgerða Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 2. ágúst 2017 06:00 Íslensk sakamálalög tryggja þeim einstaklingum sterkan bótarétt sem að ósekju verða fyrir aðgerðum af hálfu lögreglu vegna sakamála. Þeir sem beittir eru aðgerðum eins og handtöku, líkamsleit, líkamsrannsókn, húsleit eða leit í bifreið, án þess að mál þeirra leiði til sakfellingar, eiga þannig almennt séð nokkuð skýran rétt á miskabótum nema sýnt sé fram á að þeir hafi sjálfir valdið eða stuðlað að aðgerðunum. Sakamálalögin ganga raunar lengra og tryggja einstaklingum rétt til gjafsóknar til að krefja íslenska ríkið um bætur vegna aðgerða eins og þeirra sem að framan eru taldar. Það þýðir að ríkið styrkir einstaklinga til greiðslu lögmannskostnaðar í slíkum dómsmálum óháð efnahag.En ef aðgerðirnar voru löglegar? Það er algengur misskilningur að aðgerðir lögreglu þurfi að hafa verið ólöglegar eða að sýna þurfi fram á sök lögreglu til þess að til bótaréttar gagnvart íslenska ríkinu stofnist í tilvikum sem þessum. Sú aðstaða getur þannig vel verið uppi að t.d. leit á einstaklingi eða leit í bíl hafi verið lögleg og fullkomlega eðlileg miðað við aðstæður, en einstaklingurinn samt átt rétt á miskabótum. Þetta er vegna þess að bætur í málum sem þessum eru ákveðnar á hlutlægum grundvelli og skiptir því ekki máli hvort fullt tilefni hafi verið til aðgerðanna eins og málið horfði við lögreglu á sínum tíma.En ef einstaklingur hefur samþykkt aðgerðirnar? Annar misskilningur sem gjarnan er uppi er sá að með því að einstaklingur samþykki aðgerðir lögreglu þá firri hann sig um leið alltaf rétti til bóta. Sú er alls ekki raunin. Nýleg dómafordæmi staðfesta t.d. að samþykki fyrir líkamsleit girðir ekki fyrir rétt einstaklings til bóta ef önnur skilyrði bótaréttar eru til staðar. Einstaklingur getur m.ö.o. átt rétt á bótum þó hann hafi samþykkt aðgerðirnar. Þetta er eðlilegt vegna þess að með því að samþykkja aðgerðir lögreglu leggur einstaklingur sitt af mörkum til að mál gangi skjótt fyrir sig. Hann á því ekki að firra sig bótarétti fyrir slíka samvinnu. Annað mundi í reynd þýða að maður gæti verið betur settur með því að vera ósamvinnuþýður við lögreglu og knýja hana jafnvel til að afla dómsúrskurða fyrir aðgerðum. Eðlilega er engin lagastoð fyrir svo afkáralegri túlkun bótareglunnar.Grundvallaratriðið er einfalt Loks er rétt að leiðrétta þriðja atriðið sem einnig má kalla misskilning eða mistúlkun um það efni sem hér er til umræðu. Það er það sjónarmið að einstaklingar, sem leita réttar síns vegna aðgerða lögreglu, séu sjálfkrafa með því að beina gagnrýni á störf lögreglu eða valdheimildir hennar. Svo þarf alls ekki að vera. Sem fyrr segir er það ekki aðalatriði í málum af þessu tagi hvort lögreglan eða einstakir lögreglumenn hafi misbeitt valdi sínu eða yfirleitt gert nokkuð rangt. Aðalatriðið er einfaldlega það að við búum við eðlilegt og sanngjarnt réttarfar þar sem einstaklingar eru ekki látnir þola íþyngjandi lögregluaðgerðir bótalaust nema sýnt sé með ótvíræðum hætti fram á að þeir hafi sjálfir kallað þær aðgerðir yfir sig. Það er það einfalda grundvallaratriði sem réttilega er fest í lög.Höfundur er héraðsdómslögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Íslensk sakamálalög tryggja þeim einstaklingum sterkan bótarétt sem að ósekju verða fyrir aðgerðum af hálfu lögreglu vegna sakamála. Þeir sem beittir eru aðgerðum eins og handtöku, líkamsleit, líkamsrannsókn, húsleit eða leit í bifreið, án þess að mál þeirra leiði til sakfellingar, eiga þannig almennt séð nokkuð skýran rétt á miskabótum nema sýnt sé fram á að þeir hafi sjálfir valdið eða stuðlað að aðgerðunum. Sakamálalögin ganga raunar lengra og tryggja einstaklingum rétt til gjafsóknar til að krefja íslenska ríkið um bætur vegna aðgerða eins og þeirra sem að framan eru taldar. Það þýðir að ríkið styrkir einstaklinga til greiðslu lögmannskostnaðar í slíkum dómsmálum óháð efnahag.En ef aðgerðirnar voru löglegar? Það er algengur misskilningur að aðgerðir lögreglu þurfi að hafa verið ólöglegar eða að sýna þurfi fram á sök lögreglu til þess að til bótaréttar gagnvart íslenska ríkinu stofnist í tilvikum sem þessum. Sú aðstaða getur þannig vel verið uppi að t.d. leit á einstaklingi eða leit í bíl hafi verið lögleg og fullkomlega eðlileg miðað við aðstæður, en einstaklingurinn samt átt rétt á miskabótum. Þetta er vegna þess að bætur í málum sem þessum eru ákveðnar á hlutlægum grundvelli og skiptir því ekki máli hvort fullt tilefni hafi verið til aðgerðanna eins og málið horfði við lögreglu á sínum tíma.En ef einstaklingur hefur samþykkt aðgerðirnar? Annar misskilningur sem gjarnan er uppi er sá að með því að einstaklingur samþykki aðgerðir lögreglu þá firri hann sig um leið alltaf rétti til bóta. Sú er alls ekki raunin. Nýleg dómafordæmi staðfesta t.d. að samþykki fyrir líkamsleit girðir ekki fyrir rétt einstaklings til bóta ef önnur skilyrði bótaréttar eru til staðar. Einstaklingur getur m.ö.o. átt rétt á bótum þó hann hafi samþykkt aðgerðirnar. Þetta er eðlilegt vegna þess að með því að samþykkja aðgerðir lögreglu leggur einstaklingur sitt af mörkum til að mál gangi skjótt fyrir sig. Hann á því ekki að firra sig bótarétti fyrir slíka samvinnu. Annað mundi í reynd þýða að maður gæti verið betur settur með því að vera ósamvinnuþýður við lögreglu og knýja hana jafnvel til að afla dómsúrskurða fyrir aðgerðum. Eðlilega er engin lagastoð fyrir svo afkáralegri túlkun bótareglunnar.Grundvallaratriðið er einfalt Loks er rétt að leiðrétta þriðja atriðið sem einnig má kalla misskilning eða mistúlkun um það efni sem hér er til umræðu. Það er það sjónarmið að einstaklingar, sem leita réttar síns vegna aðgerða lögreglu, séu sjálfkrafa með því að beina gagnrýni á störf lögreglu eða valdheimildir hennar. Svo þarf alls ekki að vera. Sem fyrr segir er það ekki aðalatriði í málum af þessu tagi hvort lögreglan eða einstakir lögreglumenn hafi misbeitt valdi sínu eða yfirleitt gert nokkuð rangt. Aðalatriðið er einfaldlega það að við búum við eðlilegt og sanngjarnt réttarfar þar sem einstaklingar eru ekki látnir þola íþyngjandi lögregluaðgerðir bótalaust nema sýnt sé með ótvíræðum hætti fram á að þeir hafi sjálfir kallað þær aðgerðir yfir sig. Það er það einfalda grundvallaratriði sem réttilega er fest í lög.Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar