Eftir 3-0 sigur Liverpool á Bayern München á Audi Cup í gær ítrekaði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, að Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho væri ekki til sölu.
Barcelona hefur áhuga á Coutinho og vill fá hann til að fylla skarð landa síns, Neymars, sem er væntanlega á förum til Paris Saint-Germain.
„Ég skil að Coutinho sé mikils metinn en þeir geta sparað sér ómakið,“ sagði Klopp eftir leikinn gegn Bayern í gær.
Coutinho kom til Liverpool frá Inter í janúar 2013. Hann hefur skorað 42 mörk í 182 leikjum fyrir félagið.
Síðasta tímabil var það besta hjá Coutinho hvað markaskorun varðar en hann gerði 13 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni.
Klopp: Börsungar geta sparað sér ómakið

Tengdar fréttir

Neymar fær leyfi hjá Barcelona til að fara til PSG
Brasilíumaðurinn Neymar hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Barcelona en spænska félagið hefur tapað stríðinu við Paris Saint-Germain.

Liverpool fór létt með Bayern í München
Sadio Mane, Mohamed Salah og Daniel Sturridge allir á skotskónum í 3-0 sigri Liverpool.

Klopp segir Coutinho ekki til sölu
Barcelona hefur sýnt brasilíska miðjumanninum áhuga en Liverpool vill ekki selja.

Sturridge meiddist þegar hann skoraði
Daniel Sturridge meiddist á læri þegar hann skoraði í 3-0 sigri Liverpool á Bayern München í kvöld.

Forseti PSG reiknar með að Neymar komi
Viðræður um Brasilíumanninn halda áfram næstu dagana.