Jónína segir hana og Jóhönnu eiga brautryðjendum mikið að þakka Heimir Már Pétursson skrifar 30. júlí 2017 19:30 Jóhanna Sigurðardóttir og Jónína Leósdóttir í Færeyjum. Vísir/Sindri Reyr Jónína Leósdóttir rithöfundur og eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra segir þær eiga brautryðjendum í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra mikið að þakka. Það búi ekki allir við jafn góða stöðu og Íslendingar og því sé gaman að geta farið með Jóhönnu um heiminn og sagt sögu þeirra. Uppi varð fótur og fit í færeyskum og íslenskum fjölmiðlum þegar færeyski þingmaðurinn Jenis av Rana neitaði að mæta í heiðurskvöldverð lögmanns Færeyja fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og Jónínu Leósdóttur eiginkonu hennar í opinberri heimsókn þeirra til Færeyja í nóvember 2010. Það spillti þó ekki heimsókn þeirra til Færeyja enda Færeyingar höfðingjar heim að sækja eins og á Færeyja Pride í síðustu viku þar sem þær hjónin voru heiðursgestir. Nú hafa þær farið víða um heim til að kynna sögu sína með hjálp bókar Jónínu „Við Jóhanna“ sem kom út árið 2014 enda vakti hjúskaparstaða forsætisráðherrans heimsathygli.Hvernig er að vera komin allt í einu í þetta hlutverk að fara með Jóhönnu um heiminn og segja ykkar sögu? „Mér finnst það náttúrlega mjög skemmtilegt vegna þess að við erum að gefa svolítið til baka. Við eigum svo mikið þeim að þakka sem voru brautryðjendur á Íslandi og leyfðu okkur að koma í kjölfarið og geta notið þess að lifa. Ganga í hjónaband og annað slíkt,“ segir Jónína eftir að hún hafði lesið upp úr bók sinni í bókaverslun í SMS verslunarmiðstöðinni í Þórshöfn á miðvikudag. „Og það er mjög gaman að geta farið með Jóhönnu og séð hvað margir hafa fylgst með stöðu mála á Íslandi. Þekkja hana og vilja fá af sér myndir með henni. Þetta er svolítið ævintýralegt,“ segir Jónína. Hins vegar séu ekki allir eins heppnir og Íslendingar og íbúar víða um Evrópu hvað réttindi samkynhneigðra varðar og þær vilji vekja athygli á því.Upprifjun tilhugalífsins reif upp sár Jónína segir að þeim sé boðið víða eins og á Færeyja Pride í síðustu viku en aðeins einu sinni hafi yfirvöld í öðru ríki þó talið nauðsynlegt að veita þeim lögregluvernd. Það var í Vilnius höfuðborg Litháen í fyrra þar sem mótmælt var fyrir utan rússneskt leikhús þar sem þær fluttu erindi. „Þá voru Rússar þarna fyrir utan í Vilnius að mótmæla og fannst þetta vanhelgun á þessu leikhúsi. Að við skyldum vera þarna að tala um þessa hluti. Þannig að við höfum upplifað ýmislegt en yfirleitt eintómt jákvætt og fólk er þakklátt fyrir að fá að heyra þessa sögu,“ segir Jónína. Jóhanna og hún áttu báðar börn frá fyrri samböndum þegar leiðir þeirra lágu saman.Má kannski segja að þessi bók sé barnið ykkar Jóhönnu? „Já, mér hefur ekki dottið þetta í hug fyrr. En þetta er mjög skemmtileg samlíking, já,“ svarar Jónína. En hún og Jóhanna höfðu haldið sambandi sínu leyndu fyrir öllum nema þeirra nánustu í fimmtán ár þegar Jóhanna varð forsætisráðherra árið 2009. Það hafi á köflum verið erfitt að rifja þennan tíma upp í bókinni. „Því þessi fimmtán ár sem liðu frá því sambandið hófst þangað til við fórum að búa saman voru súrsæt. Okkur leið mjög vel saman en við gátum ekki búið saman. Þannig að þetta var erfiður tími. Að rifja hann allan upp þegar við vorum komnar í gegnum það og farnar að eiga okkar yndislega líf saman reif dálítið ofan af sárunum,“ segir Jónína Leósdóttir. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Jónína Leósdóttir rithöfundur og eiginkona Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra segir þær eiga brautryðjendum í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra mikið að þakka. Það búi ekki allir við jafn góða stöðu og Íslendingar og því sé gaman að geta farið með Jóhönnu um heiminn og sagt sögu þeirra. Uppi varð fótur og fit í færeyskum og íslenskum fjölmiðlum þegar færeyski þingmaðurinn Jenis av Rana neitaði að mæta í heiðurskvöldverð lögmanns Færeyja fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og Jónínu Leósdóttur eiginkonu hennar í opinberri heimsókn þeirra til Færeyja í nóvember 2010. Það spillti þó ekki heimsókn þeirra til Færeyja enda Færeyingar höfðingjar heim að sækja eins og á Færeyja Pride í síðustu viku þar sem þær hjónin voru heiðursgestir. Nú hafa þær farið víða um heim til að kynna sögu sína með hjálp bókar Jónínu „Við Jóhanna“ sem kom út árið 2014 enda vakti hjúskaparstaða forsætisráðherrans heimsathygli.Hvernig er að vera komin allt í einu í þetta hlutverk að fara með Jóhönnu um heiminn og segja ykkar sögu? „Mér finnst það náttúrlega mjög skemmtilegt vegna þess að við erum að gefa svolítið til baka. Við eigum svo mikið þeim að þakka sem voru brautryðjendur á Íslandi og leyfðu okkur að koma í kjölfarið og geta notið þess að lifa. Ganga í hjónaband og annað slíkt,“ segir Jónína eftir að hún hafði lesið upp úr bók sinni í bókaverslun í SMS verslunarmiðstöðinni í Þórshöfn á miðvikudag. „Og það er mjög gaman að geta farið með Jóhönnu og séð hvað margir hafa fylgst með stöðu mála á Íslandi. Þekkja hana og vilja fá af sér myndir með henni. Þetta er svolítið ævintýralegt,“ segir Jónína. Hins vegar séu ekki allir eins heppnir og Íslendingar og íbúar víða um Evrópu hvað réttindi samkynhneigðra varðar og þær vilji vekja athygli á því.Upprifjun tilhugalífsins reif upp sár Jónína segir að þeim sé boðið víða eins og á Færeyja Pride í síðustu viku en aðeins einu sinni hafi yfirvöld í öðru ríki þó talið nauðsynlegt að veita þeim lögregluvernd. Það var í Vilnius höfuðborg Litháen í fyrra þar sem mótmælt var fyrir utan rússneskt leikhús þar sem þær fluttu erindi. „Þá voru Rússar þarna fyrir utan í Vilnius að mótmæla og fannst þetta vanhelgun á þessu leikhúsi. Að við skyldum vera þarna að tala um þessa hluti. Þannig að við höfum upplifað ýmislegt en yfirleitt eintómt jákvætt og fólk er þakklátt fyrir að fá að heyra þessa sögu,“ segir Jónína. Jóhanna og hún áttu báðar börn frá fyrri samböndum þegar leiðir þeirra lágu saman.Má kannski segja að þessi bók sé barnið ykkar Jóhönnu? „Já, mér hefur ekki dottið þetta í hug fyrr. En þetta er mjög skemmtileg samlíking, já,“ svarar Jónína. En hún og Jóhanna höfðu haldið sambandi sínu leyndu fyrir öllum nema þeirra nánustu í fimmtán ár þegar Jóhanna varð forsætisráðherra árið 2009. Það hafi á köflum verið erfitt að rifja þennan tíma upp í bókinni. „Því þessi fimmtán ár sem liðu frá því sambandið hófst þangað til við fórum að búa saman voru súrsæt. Okkur leið mjög vel saman en við gátum ekki búið saman. Þannig að þetta var erfiður tími. Að rifja hann allan upp þegar við vorum komnar í gegnum það og farnar að eiga okkar yndislega líf saman reif dálítið ofan af sárunum,“ segir Jónína Leósdóttir.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira