Öfgasinnaðir mammonistar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 31. júlí 2017 07:00 Dálkahöfundur sem kallar sig Innherja skrifar stundum í Viðskiptablað Morgunblaðsins og má af hinni ábúðarmiklu nafngift ráða að viðkomandi telur sig innvígðan og í hópi útvalinna; „innherji“ er annars vegar löngu aflögð staða á fótboltavelli og hins vegar sá sem stöðu sinnar vegna veit sitthvað sem aðrir vita ekki um rekstur tiltekinna fyrirtækja og stöðuna í viðskiptalífinu. Nafnið sýnir vissa sjálfsmynd; sambærilegt við að dálkahöfundur kallaði sig Menningarvitann eða Gáfnaljósið – í fullri alvöru. Vitrunin á fjallinu Þessir dálkar einkennast af mammonstrúarofsa, eins og verða vill í slíkum safnaðartíðindum, þar sem reynt er að láta öfgafullar kennisetningar mammonista hljóma eins og hvunndagsleg sannindi. Þarna eru stundum viðraðar hugmyndir í anda þeirra trúarbragða að markaðsvæða skuli alla tilveruna, setja verðmiða á allt, koma öllu í eigu einkaaðila, láta allt ganga kaupum og sölum, jörð, vatn, loft, eld. Innherji skrifaði með öðrum orðum grein á dögunum þar sem spurt er nokkuð höstuglega hvort Esjan eigi að vera ókeypis. Þá hafði hann að eigin sögn gengið í fyrsta sinn á Esjuna og af pistlinum að dæma virðist hann ekki hafa byrjað á því að dásama útsýnið eða gefið sér tíma til að gleðjast yfir eigin elju – eða litið í kringum sig og notið þess að vera einn með vindinum og almættinu: nei, fyrsta hugsun hans á fjallinu er þessi: Af hverju er þetta ókeypis? Af hverju er vellíðan mín ókeypis? Má vellíðan vera ókeypis? Hann segir: „Það eru þekkt sannindi að menn kunna oft betur að meta hluti sem þeir greiða fyrir en þá sem þeir fá ókeypis“. Nú má vera að þetta sé kennt sem þriðja lögmál Friedmans í viðskiptafræðideildum háskólanna en þessi fullyrðing verður ekki „þekkt sannindi“ fyrir það. Svona hugsa bara mammonistar. Að baki býr sú trú að mælikvarði allra gæða sé markaðsvirði, peningarnir sem fólk er reiðubúið að greiða fyrir þau. Og það sem ekki sé á markaði og ekki sé greitt fyrir sé þar með einskis virði. Innherja finnst vellíðan sinni eftir fjallgönguna vera sýnd óvirðing þegar ekki býr að baki greiðsla, verða einskis virði, óraunveruleg – ómæld. Þau eru reyndar mörg til sem kunna því betur að meta hluti sem þau borga minna fyrir þá. Og við, sem ekki erum öfgasinnaðir mammonistar, myndum hins vegar taka svo til orða að það séu einmitt „þekkt sannindi“ að allt hið besta í lífinu sé ókeypis, og fáist ekki keypt: kærleikur, gleði, heilbrigði, faðmlag, hlátur, grátur, samvera, góður svefn, hugsjónir, tenging við almættið, unaðssemdir náttúrunnar – lífsaflið sjálft. Sumt í lífinu er ómetanlegt, verður ekki mælt á peningalegan mælikvarða, getur ekki gengið kaupum og sölum: er hvorki ókeypis né keypis. Til dæmis Esjan og tilfinning okkar fyrir henni. Náttúrugæði hf Nú vitum við ekkert hver sá Innherji er sem heimtar að fá að borga einhverjum þegar honum líður vel – en maður sér bóla á svona hugmyndum æ oftar nú þegar þeim öflum vex ásmegin sem vilja koma fleiri sameiginlegum gæðum landsmanna í eigu einkaaðila, eins og gert var við fiskinn í sjónum á sínum tíma. Næsta verkefni mammonistanna er náttúran. Í síðustu Bólu var mikið reynt í þessum efnum, og gekk þar hart fram einn helsti hugmyndafræðingur og höfundur kvótastefnunnar í sjávarútvegi, Ragnar Árnason prófessor við HÍ. Árið alræmda 2006 var haldin ráðstefna í desember á vegum öfgasinnaðra mammonista í HÍ, sem kalla sig „Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál“. Þar varpaði Ragnar fram þeirri hugmynd að stofnað yrði hlutafélagið „Náttúrugæði hf“ sem tæki við öllum náttúrugæðum í opinberri eigu; allir Íslendingar gætu orðið hluthafar og hver og einn ráðstafað sínum hlut að eigin vild. Það hefði aldeilis verið gaman ef Þingvellir hefðu verið keyptir fyrir aflandskrónur af hrokagikkjunum sem óðu hér uppi á þessum árum – Þingvellir group – en ekki var að heyra að Ragnar hefði áhyggjur af samþjöppun í eignarhaldi. Honum var náttúran raunar hugleikin á þessum árum; tveimur árum fyrr, 2004, hafði hann mælt gegn því að Ísland gerðist aðili að Kyoto-bókuninni, enda hefðu gróðurhúsaáhrifin góð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Hann var búinn að reikna það út. Hann er geysilegur hagfræðingur hann Ragnar Árnason, svo mikill að hann væri vís með að reikna það út að heimsendir margborgaði sig. Hagfræðin er að sönnu nytsamleg grein og getur komið að góðu haldi sem hjálpartæki þegar taka þarf ákvarðanir. En hún segir ekki til um rétt og rangt og þegar kemur að náttúrufræðum er Ragnar augljóslega eins og hver annar grillufangari. Það er allt í lagi að til séu sérvitringar sem telja að Þingvellir og aðrar þjóðargersemar séu best komnar í eigu auðmanna sem rukka svo okkur hin fyrir að koma þar nærri – en óþarfi er að láta sem slíkar grillur séu niðurstaða fræðilegra umþenkinga eða vísindalegra rannsókna. Innherji klöngraðist sem sé upp á Esju og gleymdi alveg að dást að útsýninu af því að hann var svo mikið að skima eftir einhverjum sem tæki við greiðslum. Fyrir tvöþúsund árum fór annar maður upp á annað fjall – ofurhátt – og samferðamaður hans sýndi honum útsýnið, sem var öll ríki veraldar, og sagði við hann: „Allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig.“ Hann fékk svarið: „Vík burt Satan.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Dálkahöfundur sem kallar sig Innherja skrifar stundum í Viðskiptablað Morgunblaðsins og má af hinni ábúðarmiklu nafngift ráða að viðkomandi telur sig innvígðan og í hópi útvalinna; „innherji“ er annars vegar löngu aflögð staða á fótboltavelli og hins vegar sá sem stöðu sinnar vegna veit sitthvað sem aðrir vita ekki um rekstur tiltekinna fyrirtækja og stöðuna í viðskiptalífinu. Nafnið sýnir vissa sjálfsmynd; sambærilegt við að dálkahöfundur kallaði sig Menningarvitann eða Gáfnaljósið – í fullri alvöru. Vitrunin á fjallinu Þessir dálkar einkennast af mammonstrúarofsa, eins og verða vill í slíkum safnaðartíðindum, þar sem reynt er að láta öfgafullar kennisetningar mammonista hljóma eins og hvunndagsleg sannindi. Þarna eru stundum viðraðar hugmyndir í anda þeirra trúarbragða að markaðsvæða skuli alla tilveruna, setja verðmiða á allt, koma öllu í eigu einkaaðila, láta allt ganga kaupum og sölum, jörð, vatn, loft, eld. Innherji skrifaði með öðrum orðum grein á dögunum þar sem spurt er nokkuð höstuglega hvort Esjan eigi að vera ókeypis. Þá hafði hann að eigin sögn gengið í fyrsta sinn á Esjuna og af pistlinum að dæma virðist hann ekki hafa byrjað á því að dásama útsýnið eða gefið sér tíma til að gleðjast yfir eigin elju – eða litið í kringum sig og notið þess að vera einn með vindinum og almættinu: nei, fyrsta hugsun hans á fjallinu er þessi: Af hverju er þetta ókeypis? Af hverju er vellíðan mín ókeypis? Má vellíðan vera ókeypis? Hann segir: „Það eru þekkt sannindi að menn kunna oft betur að meta hluti sem þeir greiða fyrir en þá sem þeir fá ókeypis“. Nú má vera að þetta sé kennt sem þriðja lögmál Friedmans í viðskiptafræðideildum háskólanna en þessi fullyrðing verður ekki „þekkt sannindi“ fyrir það. Svona hugsa bara mammonistar. Að baki býr sú trú að mælikvarði allra gæða sé markaðsvirði, peningarnir sem fólk er reiðubúið að greiða fyrir þau. Og það sem ekki sé á markaði og ekki sé greitt fyrir sé þar með einskis virði. Innherja finnst vellíðan sinni eftir fjallgönguna vera sýnd óvirðing þegar ekki býr að baki greiðsla, verða einskis virði, óraunveruleg – ómæld. Þau eru reyndar mörg til sem kunna því betur að meta hluti sem þau borga minna fyrir þá. Og við, sem ekki erum öfgasinnaðir mammonistar, myndum hins vegar taka svo til orða að það séu einmitt „þekkt sannindi“ að allt hið besta í lífinu sé ókeypis, og fáist ekki keypt: kærleikur, gleði, heilbrigði, faðmlag, hlátur, grátur, samvera, góður svefn, hugsjónir, tenging við almættið, unaðssemdir náttúrunnar – lífsaflið sjálft. Sumt í lífinu er ómetanlegt, verður ekki mælt á peningalegan mælikvarða, getur ekki gengið kaupum og sölum: er hvorki ókeypis né keypis. Til dæmis Esjan og tilfinning okkar fyrir henni. Náttúrugæði hf Nú vitum við ekkert hver sá Innherji er sem heimtar að fá að borga einhverjum þegar honum líður vel – en maður sér bóla á svona hugmyndum æ oftar nú þegar þeim öflum vex ásmegin sem vilja koma fleiri sameiginlegum gæðum landsmanna í eigu einkaaðila, eins og gert var við fiskinn í sjónum á sínum tíma. Næsta verkefni mammonistanna er náttúran. Í síðustu Bólu var mikið reynt í þessum efnum, og gekk þar hart fram einn helsti hugmyndafræðingur og höfundur kvótastefnunnar í sjávarútvegi, Ragnar Árnason prófessor við HÍ. Árið alræmda 2006 var haldin ráðstefna í desember á vegum öfgasinnaðra mammonista í HÍ, sem kalla sig „Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál“. Þar varpaði Ragnar fram þeirri hugmynd að stofnað yrði hlutafélagið „Náttúrugæði hf“ sem tæki við öllum náttúrugæðum í opinberri eigu; allir Íslendingar gætu orðið hluthafar og hver og einn ráðstafað sínum hlut að eigin vild. Það hefði aldeilis verið gaman ef Þingvellir hefðu verið keyptir fyrir aflandskrónur af hrokagikkjunum sem óðu hér uppi á þessum árum – Þingvellir group – en ekki var að heyra að Ragnar hefði áhyggjur af samþjöppun í eignarhaldi. Honum var náttúran raunar hugleikin á þessum árum; tveimur árum fyrr, 2004, hafði hann mælt gegn því að Ísland gerðist aðili að Kyoto-bókuninni, enda hefðu gróðurhúsaáhrifin góð áhrif á íslenskan sjávarútveg. Hann var búinn að reikna það út. Hann er geysilegur hagfræðingur hann Ragnar Árnason, svo mikill að hann væri vís með að reikna það út að heimsendir margborgaði sig. Hagfræðin er að sönnu nytsamleg grein og getur komið að góðu haldi sem hjálpartæki þegar taka þarf ákvarðanir. En hún segir ekki til um rétt og rangt og þegar kemur að náttúrufræðum er Ragnar augljóslega eins og hver annar grillufangari. Það er allt í lagi að til séu sérvitringar sem telja að Þingvellir og aðrar þjóðargersemar séu best komnar í eigu auðmanna sem rukka svo okkur hin fyrir að koma þar nærri – en óþarfi er að láta sem slíkar grillur séu niðurstaða fræðilegra umþenkinga eða vísindalegra rannsókna. Innherji klöngraðist sem sé upp á Esju og gleymdi alveg að dást að útsýninu af því að hann var svo mikið að skima eftir einhverjum sem tæki við greiðslum. Fyrir tvöþúsund árum fór annar maður upp á annað fjall – ofurhátt – og samferðamaður hans sýndi honum útsýnið, sem var öll ríki veraldar, og sagði við hann: „Allt þetta mun ég gefa þér ef þú fellur fram og tilbiður mig.“ Hann fékk svarið: „Vík burt Satan.“
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun