Sauðfjárbændur óánægðir með viðbrögð ráðherra við forsendubresti Heimir Már Pétursson skrifar 20. júlí 2017 13:01 Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir það vonbrigði að landbúnaðarráðherra sé ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða vegna forsendubrests með hruni í útflutningi á lambakjöti. Staðan í sauðfjárræktinni sé fordæmalaus og nauðsynlegt að sauðfjárbændur fái meðal annars stuðning til að fækka sauðfé í landinu. Landssamband sauðfjárbænda sendi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra tillögur að aðgerðum vegna versnandi stöðu sauðfjárbænda að undanförnu sem aðallega megi rekja til hruns í útflutningi á lambakjöti vegna lokunar markaða. Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssambandsins segir útflutning hafa staðið undir um einum þriðja tekna sauðfjárbænda á undanförnum árum. „Undanfarin tvö ár hefur sigið mjög á ógæfuhliðina varðandi þetta. Við höfum verið má segja samkeppnishæf íslensk sauðfjárrækt í alþjóðlegu samhengi. En hins vegar er staðan þannig núna að lokanir á markaði og gengisþróun hefur valdið því að þessi tekjustofn er ekki til staðar lengur fyrir greinina. Við óttumst að það muni hafa alvarlegar afleiðingar,“ segir Oddný Steina. Í ofanálag hafi afurðaverð til bænda lækkað um rúm níu prósent í fyrra. Tillögur Landssambands sauðfjárbænda miði að því að aðlaga greinina þessari stöðu og koma í veg fyrir stjórnlausa atburðarás sem muni koma hart niður á byggð í landinu og koma harðast niður á yngri bændum. Oddný Steina segir margt benda til að sala lambakjöts á Íslandi sé að aukast. Þannig hafi salan verið 4,6 prósentum meiri í maí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Útflutningur á gæðalambakjöti undir íslenskum merkjum gangi enn ágætlega en stórir markaðir í Noregi, Bretlandi, á meginlandi Evrópu og svo í Rússlandi hafi nánast horfið. Landssambandið vill meðal annars leggja útflutningsskyldu á sláturleyfishafa þannig að ákveðið hlutfall á tilteknu verði væri merkt útflutningi. „Við vorum að leggja til að stjórnvöld kæmu til móts við greinina til að fækka fé. Við þurfum að aðlaga greinina að þessari stöðu. Það liggur fyrir og við lögðum líka til leiðir í þá átt að bændur myndu færa sig yfir í önnur verkefni. Auðvitað snýst þetta um að halda landi í byggð og byggja undir þessa framleiðslu. Sauðfjárrækt er verðmæt framleiðslugrein og sauðfjárrækt stendur undir byggð hringinn í kring um landið,“ segir formaðurinn. Oddný Steina segir vonbrigði að landbúnaðarráðherra hafi hafnað tillögum Landssambandsins eftir að hafa dregið bændur á svörum í fjóra mánuði. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Sérstaklega í ljósi þess að greinin hefur verið samkeppnishæf og það verður alger markaðsbrestur. Við teljum að þarna þurfi að grípa með einhverjum hætti inn í,“ segir Oddný Steina Valsdóttir. Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir það vonbrigði að landbúnaðarráðherra sé ekki tilbúinn til að grípa til aðgerða vegna forsendubrests með hruni í útflutningi á lambakjöti. Staðan í sauðfjárræktinni sé fordæmalaus og nauðsynlegt að sauðfjárbændur fái meðal annars stuðning til að fækka sauðfé í landinu. Landssamband sauðfjárbænda sendi Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra tillögur að aðgerðum vegna versnandi stöðu sauðfjárbænda að undanförnu sem aðallega megi rekja til hruns í útflutningi á lambakjöti vegna lokunar markaða. Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssambandsins segir útflutning hafa staðið undir um einum þriðja tekna sauðfjárbænda á undanförnum árum. „Undanfarin tvö ár hefur sigið mjög á ógæfuhliðina varðandi þetta. Við höfum verið má segja samkeppnishæf íslensk sauðfjárrækt í alþjóðlegu samhengi. En hins vegar er staðan þannig núna að lokanir á markaði og gengisþróun hefur valdið því að þessi tekjustofn er ekki til staðar lengur fyrir greinina. Við óttumst að það muni hafa alvarlegar afleiðingar,“ segir Oddný Steina. Í ofanálag hafi afurðaverð til bænda lækkað um rúm níu prósent í fyrra. Tillögur Landssambands sauðfjárbænda miði að því að aðlaga greinina þessari stöðu og koma í veg fyrir stjórnlausa atburðarás sem muni koma hart niður á byggð í landinu og koma harðast niður á yngri bændum. Oddný Steina segir margt benda til að sala lambakjöts á Íslandi sé að aukast. Þannig hafi salan verið 4,6 prósentum meiri í maí á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Útflutningur á gæðalambakjöti undir íslenskum merkjum gangi enn ágætlega en stórir markaðir í Noregi, Bretlandi, á meginlandi Evrópu og svo í Rússlandi hafi nánast horfið. Landssambandið vill meðal annars leggja útflutningsskyldu á sláturleyfishafa þannig að ákveðið hlutfall á tilteknu verði væri merkt útflutningi. „Við vorum að leggja til að stjórnvöld kæmu til móts við greinina til að fækka fé. Við þurfum að aðlaga greinina að þessari stöðu. Það liggur fyrir og við lögðum líka til leiðir í þá átt að bændur myndu færa sig yfir í önnur verkefni. Auðvitað snýst þetta um að halda landi í byggð og byggja undir þessa framleiðslu. Sauðfjárrækt er verðmæt framleiðslugrein og sauðfjárrækt stendur undir byggð hringinn í kring um landið,“ segir formaðurinn. Oddný Steina segir vonbrigði að landbúnaðarráðherra hafi hafnað tillögum Landssambandsins eftir að hafa dregið bændur á svörum í fjóra mánuði. „Þetta eru fordæmalausar aðstæður. Sérstaklega í ljósi þess að greinin hefur verið samkeppnishæf og það verður alger markaðsbrestur. Við teljum að þarna þurfi að grípa með einhverjum hætti inn í,“ segir Oddný Steina Valsdóttir.
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira