Hundgá og eignarréttur Ingimundur Gíslason skrifar 25. júlí 2017 09:45 Perúanski hagfræðingurinn Hernando de Soto segir frá því fyrir skömmu í sænska dagblaðinu Dagens Industri þegar hann gekk inni á akurlendi á eyjunni Bali. Á um það bil 300 metra millibili hlupu geltandi hundar að honum og afmörkuðu þannig eignarmörk hverrar spildu akursins fyrir sig. Hið sama upplifðum við sem eldri erum hér áður fyrr. Þegar við ókum upp í sveit komu hundar hlaupandi niður að hliði á hverjum sveitabæ og geltu ákaflega. Nú á dögum er umferðin orðin það mikil að hundunum finnst ekki taka því að heilsa vegfarendum á þennan hátt. Þarna voru þeir að skilgreina eignarrétt á landi hver með sínum hætti. De Sato segir að á þeim svæðum heimsins, þar sem eignarréttur er vel skilgreindur og varinn með lagasetningu, sé velferð mest á heimsvísu. Hér á hann við Vesturlönd þar sem búa um tveir milljarðar jarðarbúa. Þar getur fólk verið í viðskiptum án þess að þekkjast. Í hinum hluta heimsins þar sem búa um það bil fimm milljarðar fólks er fátækt og ójöfnuður víða ríkjandi og lýðræði fótum troðið. Þar er samfélagssáttmálinn óskýr og þess vegna geta ólýðræðisleg öfl oft náð undirtökunum með vopnavaldi og mútum. Það er ekki hægt að veita einhverjum sem er óskráður lán og það er ekki hægt að kaupa fasteign, lausa vöru eða annað nema vera viss um að seljandinn eigi það sem ætlunin er að kaupa. Vandi er að þeir sem vilja sem mestan jöfnuð telja að allt tal um eignarrétt sé bara hægri pólitík. Og þeir hafa ýmislegt til síns máls en De Soto segir að eignarrétturinn sé ávallt grunnurinn en auðvitað þarf meira til. Réttarkerfi þarf að vera í lagi og löggjöf vera til um fjármálamarkaði svo eitthvað sé talið til. En hvað með þá sem standa höllum fæti í okkar samfélagi? Þeim er oft hægt að hjálpa með lagasetningu og starfsemi hjálparsamtaka. En ekki má gleyma að þeir eiga ekki eingöngu tækifæri til betra lífs sem launþegar. Leiðin í frumkvöðlastarfsemi með eigin atvinnurekstri er oft opin. Stundum til að byrja með í smáum stíl. Til þess að það geti gerst þarf skýr eignarréttur að vera til staðar.Höfundur er augnlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Perúanski hagfræðingurinn Hernando de Soto segir frá því fyrir skömmu í sænska dagblaðinu Dagens Industri þegar hann gekk inni á akurlendi á eyjunni Bali. Á um það bil 300 metra millibili hlupu geltandi hundar að honum og afmörkuðu þannig eignarmörk hverrar spildu akursins fyrir sig. Hið sama upplifðum við sem eldri erum hér áður fyrr. Þegar við ókum upp í sveit komu hundar hlaupandi niður að hliði á hverjum sveitabæ og geltu ákaflega. Nú á dögum er umferðin orðin það mikil að hundunum finnst ekki taka því að heilsa vegfarendum á þennan hátt. Þarna voru þeir að skilgreina eignarrétt á landi hver með sínum hætti. De Sato segir að á þeim svæðum heimsins, þar sem eignarréttur er vel skilgreindur og varinn með lagasetningu, sé velferð mest á heimsvísu. Hér á hann við Vesturlönd þar sem búa um tveir milljarðar jarðarbúa. Þar getur fólk verið í viðskiptum án þess að þekkjast. Í hinum hluta heimsins þar sem búa um það bil fimm milljarðar fólks er fátækt og ójöfnuður víða ríkjandi og lýðræði fótum troðið. Þar er samfélagssáttmálinn óskýr og þess vegna geta ólýðræðisleg öfl oft náð undirtökunum með vopnavaldi og mútum. Það er ekki hægt að veita einhverjum sem er óskráður lán og það er ekki hægt að kaupa fasteign, lausa vöru eða annað nema vera viss um að seljandinn eigi það sem ætlunin er að kaupa. Vandi er að þeir sem vilja sem mestan jöfnuð telja að allt tal um eignarrétt sé bara hægri pólitík. Og þeir hafa ýmislegt til síns máls en De Soto segir að eignarrétturinn sé ávallt grunnurinn en auðvitað þarf meira til. Réttarkerfi þarf að vera í lagi og löggjöf vera til um fjármálamarkaði svo eitthvað sé talið til. En hvað með þá sem standa höllum fæti í okkar samfélagi? Þeim er oft hægt að hjálpa með lagasetningu og starfsemi hjálparsamtaka. En ekki má gleyma að þeir eiga ekki eingöngu tækifæri til betra lífs sem launþegar. Leiðin í frumkvöðlastarfsemi með eigin atvinnurekstri er oft opin. Stundum til að byrja með í smáum stíl. Til þess að það geti gerst þarf skýr eignarréttur að vera til staðar.Höfundur er augnlæknir.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar