Hundgá og eignarréttur Ingimundur Gíslason skrifar 25. júlí 2017 09:45 Perúanski hagfræðingurinn Hernando de Soto segir frá því fyrir skömmu í sænska dagblaðinu Dagens Industri þegar hann gekk inni á akurlendi á eyjunni Bali. Á um það bil 300 metra millibili hlupu geltandi hundar að honum og afmörkuðu þannig eignarmörk hverrar spildu akursins fyrir sig. Hið sama upplifðum við sem eldri erum hér áður fyrr. Þegar við ókum upp í sveit komu hundar hlaupandi niður að hliði á hverjum sveitabæ og geltu ákaflega. Nú á dögum er umferðin orðin það mikil að hundunum finnst ekki taka því að heilsa vegfarendum á þennan hátt. Þarna voru þeir að skilgreina eignarrétt á landi hver með sínum hætti. De Sato segir að á þeim svæðum heimsins, þar sem eignarréttur er vel skilgreindur og varinn með lagasetningu, sé velferð mest á heimsvísu. Hér á hann við Vesturlönd þar sem búa um tveir milljarðar jarðarbúa. Þar getur fólk verið í viðskiptum án þess að þekkjast. Í hinum hluta heimsins þar sem búa um það bil fimm milljarðar fólks er fátækt og ójöfnuður víða ríkjandi og lýðræði fótum troðið. Þar er samfélagssáttmálinn óskýr og þess vegna geta ólýðræðisleg öfl oft náð undirtökunum með vopnavaldi og mútum. Það er ekki hægt að veita einhverjum sem er óskráður lán og það er ekki hægt að kaupa fasteign, lausa vöru eða annað nema vera viss um að seljandinn eigi það sem ætlunin er að kaupa. Vandi er að þeir sem vilja sem mestan jöfnuð telja að allt tal um eignarrétt sé bara hægri pólitík. Og þeir hafa ýmislegt til síns máls en De Soto segir að eignarrétturinn sé ávallt grunnurinn en auðvitað þarf meira til. Réttarkerfi þarf að vera í lagi og löggjöf vera til um fjármálamarkaði svo eitthvað sé talið til. En hvað með þá sem standa höllum fæti í okkar samfélagi? Þeim er oft hægt að hjálpa með lagasetningu og starfsemi hjálparsamtaka. En ekki má gleyma að þeir eiga ekki eingöngu tækifæri til betra lífs sem launþegar. Leiðin í frumkvöðlastarfsemi með eigin atvinnurekstri er oft opin. Stundum til að byrja með í smáum stíl. Til þess að það geti gerst þarf skýr eignarréttur að vera til staðar.Höfundur er augnlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Perúanski hagfræðingurinn Hernando de Soto segir frá því fyrir skömmu í sænska dagblaðinu Dagens Industri þegar hann gekk inni á akurlendi á eyjunni Bali. Á um það bil 300 metra millibili hlupu geltandi hundar að honum og afmörkuðu þannig eignarmörk hverrar spildu akursins fyrir sig. Hið sama upplifðum við sem eldri erum hér áður fyrr. Þegar við ókum upp í sveit komu hundar hlaupandi niður að hliði á hverjum sveitabæ og geltu ákaflega. Nú á dögum er umferðin orðin það mikil að hundunum finnst ekki taka því að heilsa vegfarendum á þennan hátt. Þarna voru þeir að skilgreina eignarrétt á landi hver með sínum hætti. De Sato segir að á þeim svæðum heimsins, þar sem eignarréttur er vel skilgreindur og varinn með lagasetningu, sé velferð mest á heimsvísu. Hér á hann við Vesturlönd þar sem búa um tveir milljarðar jarðarbúa. Þar getur fólk verið í viðskiptum án þess að þekkjast. Í hinum hluta heimsins þar sem búa um það bil fimm milljarðar fólks er fátækt og ójöfnuður víða ríkjandi og lýðræði fótum troðið. Þar er samfélagssáttmálinn óskýr og þess vegna geta ólýðræðisleg öfl oft náð undirtökunum með vopnavaldi og mútum. Það er ekki hægt að veita einhverjum sem er óskráður lán og það er ekki hægt að kaupa fasteign, lausa vöru eða annað nema vera viss um að seljandinn eigi það sem ætlunin er að kaupa. Vandi er að þeir sem vilja sem mestan jöfnuð telja að allt tal um eignarrétt sé bara hægri pólitík. Og þeir hafa ýmislegt til síns máls en De Soto segir að eignarrétturinn sé ávallt grunnurinn en auðvitað þarf meira til. Réttarkerfi þarf að vera í lagi og löggjöf vera til um fjármálamarkaði svo eitthvað sé talið til. En hvað með þá sem standa höllum fæti í okkar samfélagi? Þeim er oft hægt að hjálpa með lagasetningu og starfsemi hjálparsamtaka. En ekki má gleyma að þeir eiga ekki eingöngu tækifæri til betra lífs sem launþegar. Leiðin í frumkvöðlastarfsemi með eigin atvinnurekstri er oft opin. Stundum til að byrja með í smáum stíl. Til þess að það geti gerst þarf skýr eignarréttur að vera til staðar.Höfundur er augnlæknir.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun