Lífið

Sjáðu ótrúlegan flutning Jóhönnu Guðrúnar: Tók All By Myself á Fiskideginum mikla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sú getur þanið raddböndin.
Sú getur þanið raddböndin.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er án efa ein allra besta söngkona landsins. Hún hafnaði til að mynda í öðru sæti í Eurovision árið 2009 og hefur oft á tíðum sýnt hversu frábær söngkona hún er.

Fyrir nokkrum dögum birtist myndband á You-Tube rás hennar þegar hún tók lagið All By Myself með Celine Dion á Fiskideginum mikla á síðasta ári.

Hátíðin fer fram 10.-13. ágúst næstkomandi á Dalvík en umræddur flutningur verða að teljast á algjörum heimsmælikvarða.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.