Lífið

Sjáðu ótrúlegan flutning Jóhönnu Guðrúnar: Tók All By Myself á Fiskideginum mikla

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sú getur þanið raddböndin.
Sú getur þanið raddböndin.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir er án efa ein allra besta söngkona landsins. Hún hafnaði til að mynda í öðru sæti í Eurovision árið 2009 og hefur oft á tíðum sýnt hversu frábær söngkona hún er.

Fyrir nokkrum dögum birtist myndband á You-Tube rás hennar þegar hún tók lagið All By Myself með Celine Dion á Fiskideginum mikla á síðasta ári.

Hátíðin fer fram 10.-13. ágúst næstkomandi á Dalvík en umræddur flutningur verða að teljast á algjörum heimsmælikvarða.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.