„Við erum það sem við gerum“ Þórir Stephensen skrifar 26. júlí 2017 07:00 Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði frábæra grein í Fréttablaðið 3. júlí sl. Fyrirsögnin var „Við berum það sem við gerum.“ Síðar í greininni kemur svo annað snjallyrði, sem ég hef gert að fyrirsögn hér: „Við erum það sem við gerum.“ Þarna ræðir hann mál lögmannsins Róberts Árna Hreiðarssonar, sem nýlega hefur hlotið „uppreisn æru“ eftir afleit mál, sem allir þekkja í dag. Ég ætla ekki að endurtaka neitt af málflutningi Guðmundar Andra. Greinin er enn á vísir.is og ég skora á blaðið að láta hana standa þar enn um sinn, svo menn getið lesið þennan þarfa boðskap. Ég skora svo ekki síður á alla, sem láta sig framtíð manns og heims einhverju skipta, að lesa greinina vel. Málflutningur skáldsins er, að mínum dómi, fullkomlega í samræmi við þá siðfræði sem lúthersk kirkja boðar. Ég á ekki von á því, að aðrir hefðu gert þessu máli betri skil, a.m.k. ekki ég. Hins vegar hlýt ég að þakka Guði fyrir þann innblástur sem hann gaf Guðmundi Andra í þessari hugleiðingu. Að lokum langar mig að vekja enn frekari athygli á snjallyrðunum tveimur, sem hann gefur þarna íslensku máli, menningu og hugsun. „Við erum það sem við gerum.“ „Við berum það sem við gerum.“ Þetta eru gullkorn, sem hljóta að verða að „klassík“ ekki síður en margar þekktar tilvitnanir í verk hinna vænstu manna fyrr og síðar, sumar umvafðar glæsileik hinnar latnesku tungu. Ég skil ekki þann prédikara, sem ekki nýtir sér fljótlega þær gersemar, sem okkur hafa nú verið gefnar. Kannski sannast það þá á honum, að við mennirnir erum einnig það sem við gerum ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði frábæra grein í Fréttablaðið 3. júlí sl. Fyrirsögnin var „Við berum það sem við gerum.“ Síðar í greininni kemur svo annað snjallyrði, sem ég hef gert að fyrirsögn hér: „Við erum það sem við gerum.“ Þarna ræðir hann mál lögmannsins Róberts Árna Hreiðarssonar, sem nýlega hefur hlotið „uppreisn æru“ eftir afleit mál, sem allir þekkja í dag. Ég ætla ekki að endurtaka neitt af málflutningi Guðmundar Andra. Greinin er enn á vísir.is og ég skora á blaðið að láta hana standa þar enn um sinn, svo menn getið lesið þennan þarfa boðskap. Ég skora svo ekki síður á alla, sem láta sig framtíð manns og heims einhverju skipta, að lesa greinina vel. Málflutningur skáldsins er, að mínum dómi, fullkomlega í samræmi við þá siðfræði sem lúthersk kirkja boðar. Ég á ekki von á því, að aðrir hefðu gert þessu máli betri skil, a.m.k. ekki ég. Hins vegar hlýt ég að þakka Guði fyrir þann innblástur sem hann gaf Guðmundi Andra í þessari hugleiðingu. Að lokum langar mig að vekja enn frekari athygli á snjallyrðunum tveimur, sem hann gefur þarna íslensku máli, menningu og hugsun. „Við erum það sem við gerum.“ „Við berum það sem við gerum.“ Þetta eru gullkorn, sem hljóta að verða að „klassík“ ekki síður en margar þekktar tilvitnanir í verk hinna vænstu manna fyrr og síðar, sumar umvafðar glæsileik hinnar latnesku tungu. Ég skil ekki þann prédikara, sem ekki nýtir sér fljótlega þær gersemar, sem okkur hafa nú verið gefnar. Kannski sannast það þá á honum, að við mennirnir erum einnig það sem við gerum ekki.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar