Ábyrgð ferðamanna, ábyrgð okkar allra Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 26. júlí 2017 07:00 Ábyrgð okkar sem sinnum markaðssetningu í ferðaþjónustu er mikil. Við kynnum landið okkar, fræðum og upplýsum ferðamenn sem eru á leið – eða eru komnir – til landsins, og kveikjum áhuga hjá þeim sem kannski hafa aldrei látið sér detta í hug að koma hingað. Það er mikilvægt að það kynningar- og markaðsefni sem við bjóðum upp á endurspegli þessa ábyrgð. Við þurfum að gæta þess að allar upplýsingar sem við veitum séu réttar og í samræmi við lög og reglur í landinu. Það eru ekki bara textar sem þurfa að vera réttir heldur þurfa myndir að lúta sömu kröfu. Myndir af fólki á klettanöf, veltandi um í mosa, á ísjökum, bílar utan vega og fólk standandi á steinum í beljandi ám eru dæmi um myndir sem eru ekki til þess fallnar að kynna landið með ábyrgum hætti. Þetta á jafnt við kynningar- og markaðsefni frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem og allar auglýsingar sem við sjáum hvar sem er í fréttablöðum, samfélagsmiðlum eða auglýsingum vítt og breitt um landið s.s. frá bönkum, bensínstöðvum, bílaumboðum, verslunum og mörgum fleirum. Í júní hófst sumarherferð markaðsátaksins Inspired by Iceland. Að því standa Íslandsstofa, í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Icelandair, og Samtök ferðaþjónustunnar sem eru fulltrúi fjölmargra leiðandi fyrirtækja úr ferðaþjónustunni. Aðaláhersla herferðarinnar er að hvetja ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Það er gert með því að samþykkja loforð sem kallast „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland. Loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland í öllum veðrum. Við teljum að með þessari sumarherferð sé hægt að hafa jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á ferðum þeirra um landið. Við trúum því að ferðamenn sem komi til Íslands vilji ferðast með ábyrgum hætti en viti oft ekki hvað það felur í sér. Ánægðir og vel upplýstir ferðamenn hafa jákvæð áhrif á orðspor og ímynd landsins til lengri tíma. Misvísandi skilaboð og upplýsingar um lög og reglur munu ekki skapa ánægju eða jákvæða upplifun af landi og þjóð. Ísland er fyrsta landið sem býður gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Í dag hafa yfir 20.000 manns samþykkt loforðið á vef inspiredbyiceland.com frá yfir 100 löndum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi hafa tekið mjög vel í herferðina og deilt henni og nýtt í sinni markaðssetningu. Við öll, Íslendingar og fyrirtæki, getum tekið þátt í þessu verkefni með því að hvetja ferðamenn til þess að samþykkja loforðið með því að samþykkja það sjálf og deila því á samfélagsmiðlum. Við Íslendingar getum líka tileinkað okkur loforðið í ferðum okkar um landið. Við skorum einnig á fyrirtæki að skoða eigið markaðs- og kynningarefni og athuga hvort eitthvað þar megi betur fara. Því oft á tíðum gera (ferða)menn það sem fyrir þeim er haft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ábyrgð okkar sem sinnum markaðssetningu í ferðaþjónustu er mikil. Við kynnum landið okkar, fræðum og upplýsum ferðamenn sem eru á leið – eða eru komnir – til landsins, og kveikjum áhuga hjá þeim sem kannski hafa aldrei látið sér detta í hug að koma hingað. Það er mikilvægt að það kynningar- og markaðsefni sem við bjóðum upp á endurspegli þessa ábyrgð. Við þurfum að gæta þess að allar upplýsingar sem við veitum séu réttar og í samræmi við lög og reglur í landinu. Það eru ekki bara textar sem þurfa að vera réttir heldur þurfa myndir að lúta sömu kröfu. Myndir af fólki á klettanöf, veltandi um í mosa, á ísjökum, bílar utan vega og fólk standandi á steinum í beljandi ám eru dæmi um myndir sem eru ekki til þess fallnar að kynna landið með ábyrgum hætti. Þetta á jafnt við kynningar- og markaðsefni frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem og allar auglýsingar sem við sjáum hvar sem er í fréttablöðum, samfélagsmiðlum eða auglýsingum vítt og breitt um landið s.s. frá bönkum, bensínstöðvum, bílaumboðum, verslunum og mörgum fleirum. Í júní hófst sumarherferð markaðsátaksins Inspired by Iceland. Að því standa Íslandsstofa, í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Icelandair, og Samtök ferðaþjónustunnar sem eru fulltrúi fjölmargra leiðandi fyrirtækja úr ferðaþjónustunni. Aðaláhersla herferðarinnar er að hvetja ferðamenn til að ferðast um landið með ábyrgum hætti. Það er gert með því að samþykkja loforð sem kallast „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland. Loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum sem og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland í öllum veðrum. Við teljum að með þessari sumarherferð sé hægt að hafa jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á ferðum þeirra um landið. Við trúum því að ferðamenn sem komi til Íslands vilji ferðast með ábyrgum hætti en viti oft ekki hvað það felur í sér. Ánægðir og vel upplýstir ferðamenn hafa jákvæð áhrif á orðspor og ímynd landsins til lengri tíma. Misvísandi skilaboð og upplýsingar um lög og reglur munu ekki skapa ánægju eða jákvæða upplifun af landi og þjóð. Ísland er fyrsta landið sem býður gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Í dag hafa yfir 20.000 manns samþykkt loforðið á vef inspiredbyiceland.com frá yfir 100 löndum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi hafa tekið mjög vel í herferðina og deilt henni og nýtt í sinni markaðssetningu. Við öll, Íslendingar og fyrirtæki, getum tekið þátt í þessu verkefni með því að hvetja ferðamenn til þess að samþykkja loforðið með því að samþykkja það sjálf og deila því á samfélagsmiðlum. Við Íslendingar getum líka tileinkað okkur loforðið í ferðum okkar um landið. Við skorum einnig á fyrirtæki að skoða eigið markaðs- og kynningarefni og athuga hvort eitthvað þar megi betur fara. Því oft á tíðum gera (ferða)menn það sem fyrir þeim er haft.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar