Leyfum samruna Haga og Lyfju Guðmundur Edgarsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Eins og kunnugt er hafnaði Samkeppnisstofnun nýverið samruna Haga og Lyfju. Rökin voru að við samrunann yrðu Hagar helst til fyrirferðarmiklir á heilsu- og snyrtivörumarkaði. Þessi ótti er ástæðulaus. Þvert á móti, líklegt er að samruninn yrði til verulegra hagsbóta fyrir neytendur. Þannig er að hvorki Hagar né önnur fyrirtæki geta orðið stór á sínum markaði nema að njóta vinsælda. Til þess þarf fyrirtækið að bjóða vörur sínar á hagstæðu verði miðað við gæði. Því væri afar misráðið ef Hagar myndu skyndilega snarhækka verð, kæmist fyrirtækið í svokallaða markaðsráðandi stöðu. Viðskiptavinirnir myndu upplifa slíka hegðun sem rýtingsstungu í bakið og snúa sér annað. Og jafnvel þótt samkeppni væri lítil sem engin myndi slíkt ástand aðeins vara í skamman tíma. Fyrr en síðar kæmi nýr aðili á markaðinn og byði risanum byrginn.Erfitt að drepa samkeppniEn hvað ef Hagar reyndu að drepa niður samkeppni jafnharðan? Slíkt yrði hægara sagt en gert. Til þess þyrftu Hagar að stunda undirboð í talsverðan tíma. Þegar svo búið væri að drepa samkeppnina þyrfti fyrirtækið að ná upp tapinu af öllum undirboðunum sem ekki er hægt nema hækka verð umfram það sem áður var. Þá myndaðist enn stærri hola á markaðnum og Hagar stæðu aftur frammi fyrir samkeppni, sýnu grimmari en áður. En þótt kúnninn kunni að fagna slíku verðstríði er ljóst að þess háttar leikur gengur ekki til lengdar því undirboðin leiða til æ meiri taprekstrar. Fyrr en varir myndast því jafnvægi milli aðila á markaðnum.Einokun illmöguleg á frjálsum markaðiAð lokum er rétt að ítreka að engin dæmi eru til í veraldarsögunni um einokunarfyrirtæki á frjálsum markaði. Hafi eitthvað í líkingu við einokun fengið að þróast, er skýringin iðulega sú að um einhvers konar ríkisafskipti hafi verið að ræða, t.d. í formi sérleyfa og innflutningshafta eða annarra samkeppnishindrana. Fái markaðurinn að vera í friði er einokun því óhugsandi.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ákvörðunin kom á óvart Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu. 25. júlí 2017 06:00 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er hafnaði Samkeppnisstofnun nýverið samruna Haga og Lyfju. Rökin voru að við samrunann yrðu Hagar helst til fyrirferðarmiklir á heilsu- og snyrtivörumarkaði. Þessi ótti er ástæðulaus. Þvert á móti, líklegt er að samruninn yrði til verulegra hagsbóta fyrir neytendur. Þannig er að hvorki Hagar né önnur fyrirtæki geta orðið stór á sínum markaði nema að njóta vinsælda. Til þess þarf fyrirtækið að bjóða vörur sínar á hagstæðu verði miðað við gæði. Því væri afar misráðið ef Hagar myndu skyndilega snarhækka verð, kæmist fyrirtækið í svokallaða markaðsráðandi stöðu. Viðskiptavinirnir myndu upplifa slíka hegðun sem rýtingsstungu í bakið og snúa sér annað. Og jafnvel þótt samkeppni væri lítil sem engin myndi slíkt ástand aðeins vara í skamman tíma. Fyrr en síðar kæmi nýr aðili á markaðinn og byði risanum byrginn.Erfitt að drepa samkeppniEn hvað ef Hagar reyndu að drepa niður samkeppni jafnharðan? Slíkt yrði hægara sagt en gert. Til þess þyrftu Hagar að stunda undirboð í talsverðan tíma. Þegar svo búið væri að drepa samkeppnina þyrfti fyrirtækið að ná upp tapinu af öllum undirboðunum sem ekki er hægt nema hækka verð umfram það sem áður var. Þá myndaðist enn stærri hola á markaðnum og Hagar stæðu aftur frammi fyrir samkeppni, sýnu grimmari en áður. En þótt kúnninn kunni að fagna slíku verðstríði er ljóst að þess háttar leikur gengur ekki til lengdar því undirboðin leiða til æ meiri taprekstrar. Fyrr en varir myndast því jafnvægi milli aðila á markaðnum.Einokun illmöguleg á frjálsum markaðiAð lokum er rétt að ítreka að engin dæmi eru til í veraldarsögunni um einokunarfyrirtæki á frjálsum markaði. Hafi eitthvað í líkingu við einokun fengið að þróast, er skýringin iðulega sú að um einhvers konar ríkisafskipti hafi verið að ræða, t.d. í formi sérleyfa og innflutningshafta eða annarra samkeppnishindrana. Fái markaðurinn að vera í friði er einokun því óhugsandi.Höfundur er kennari
Ákvörðunin kom á óvart Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu. 25. júlí 2017 06:00
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun