Leyfum samruna Haga og Lyfju Guðmundur Edgarsson skrifar 27. júlí 2017 07:00 Eins og kunnugt er hafnaði Samkeppnisstofnun nýverið samruna Haga og Lyfju. Rökin voru að við samrunann yrðu Hagar helst til fyrirferðarmiklir á heilsu- og snyrtivörumarkaði. Þessi ótti er ástæðulaus. Þvert á móti, líklegt er að samruninn yrði til verulegra hagsbóta fyrir neytendur. Þannig er að hvorki Hagar né önnur fyrirtæki geta orðið stór á sínum markaði nema að njóta vinsælda. Til þess þarf fyrirtækið að bjóða vörur sínar á hagstæðu verði miðað við gæði. Því væri afar misráðið ef Hagar myndu skyndilega snarhækka verð, kæmist fyrirtækið í svokallaða markaðsráðandi stöðu. Viðskiptavinirnir myndu upplifa slíka hegðun sem rýtingsstungu í bakið og snúa sér annað. Og jafnvel þótt samkeppni væri lítil sem engin myndi slíkt ástand aðeins vara í skamman tíma. Fyrr en síðar kæmi nýr aðili á markaðinn og byði risanum byrginn.Erfitt að drepa samkeppniEn hvað ef Hagar reyndu að drepa niður samkeppni jafnharðan? Slíkt yrði hægara sagt en gert. Til þess þyrftu Hagar að stunda undirboð í talsverðan tíma. Þegar svo búið væri að drepa samkeppnina þyrfti fyrirtækið að ná upp tapinu af öllum undirboðunum sem ekki er hægt nema hækka verð umfram það sem áður var. Þá myndaðist enn stærri hola á markaðnum og Hagar stæðu aftur frammi fyrir samkeppni, sýnu grimmari en áður. En þótt kúnninn kunni að fagna slíku verðstríði er ljóst að þess háttar leikur gengur ekki til lengdar því undirboðin leiða til æ meiri taprekstrar. Fyrr en varir myndast því jafnvægi milli aðila á markaðnum.Einokun illmöguleg á frjálsum markaðiAð lokum er rétt að ítreka að engin dæmi eru til í veraldarsögunni um einokunarfyrirtæki á frjálsum markaði. Hafi eitthvað í líkingu við einokun fengið að þróast, er skýringin iðulega sú að um einhvers konar ríkisafskipti hafi verið að ræða, t.d. í formi sérleyfa og innflutningshafta eða annarra samkeppnishindrana. Fái markaðurinn að vera í friði er einokun því óhugsandi.Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ákvörðunin kom á óvart Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu. 25. júlí 2017 06:00 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Eins og kunnugt er hafnaði Samkeppnisstofnun nýverið samruna Haga og Lyfju. Rökin voru að við samrunann yrðu Hagar helst til fyrirferðarmiklir á heilsu- og snyrtivörumarkaði. Þessi ótti er ástæðulaus. Þvert á móti, líklegt er að samruninn yrði til verulegra hagsbóta fyrir neytendur. Þannig er að hvorki Hagar né önnur fyrirtæki geta orðið stór á sínum markaði nema að njóta vinsælda. Til þess þarf fyrirtækið að bjóða vörur sínar á hagstæðu verði miðað við gæði. Því væri afar misráðið ef Hagar myndu skyndilega snarhækka verð, kæmist fyrirtækið í svokallaða markaðsráðandi stöðu. Viðskiptavinirnir myndu upplifa slíka hegðun sem rýtingsstungu í bakið og snúa sér annað. Og jafnvel þótt samkeppni væri lítil sem engin myndi slíkt ástand aðeins vara í skamman tíma. Fyrr en síðar kæmi nýr aðili á markaðinn og byði risanum byrginn.Erfitt að drepa samkeppniEn hvað ef Hagar reyndu að drepa niður samkeppni jafnharðan? Slíkt yrði hægara sagt en gert. Til þess þyrftu Hagar að stunda undirboð í talsverðan tíma. Þegar svo búið væri að drepa samkeppnina þyrfti fyrirtækið að ná upp tapinu af öllum undirboðunum sem ekki er hægt nema hækka verð umfram það sem áður var. Þá myndaðist enn stærri hola á markaðnum og Hagar stæðu aftur frammi fyrir samkeppni, sýnu grimmari en áður. En þótt kúnninn kunni að fagna slíku verðstríði er ljóst að þess háttar leikur gengur ekki til lengdar því undirboðin leiða til æ meiri taprekstrar. Fyrr en varir myndast því jafnvægi milli aðila á markaðnum.Einokun illmöguleg á frjálsum markaðiAð lokum er rétt að ítreka að engin dæmi eru til í veraldarsögunni um einokunarfyrirtæki á frjálsum markaði. Hafi eitthvað í líkingu við einokun fengið að þróast, er skýringin iðulega sú að um einhvers konar ríkisafskipti hafi verið að ræða, t.d. í formi sérleyfa og innflutningshafta eða annarra samkeppnishindrana. Fái markaðurinn að vera í friði er einokun því óhugsandi.Höfundur er kennari
Ákvörðunin kom á óvart Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu. 25. júlí 2017 06:00
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar