Verðbólga og vísitala eru samofin Einar G. Harðarson skrifar 28. júlí 2017 12:22 Kreppan mikla 1930 var leyst með auknum kaupmætti. Fólk var ráðið í vinnu hjá ríkinu til að vinna verk sem ekki voru til áður. Það jók kaupmátt, verksmiðjur fóru að framleiða og gátu ráðið fleiri í vinnu sem jók hagvöxt. Kreppan var leyst en verðbólga „varð til“. Þessi aðferð er sú að auka peningamagn í umferð og hefur verið kennd við John Maynard Keynes hagfræðing. Í kjölfarið á þessari lausn hafa sprottið mörg deiluefni og vandamál. Meginheiti verðbólgu er inflation sem rekja má til þess að eitthvað sé fyllt lofti eða blásið út. Vísitala er því að sama skapi innantóm og gerir í raun ekkert annað en að vera mælitæki á raunverulegt efnahagsástand ef allar breytur eru teknar inn í vísitölu. Vísitölutenging er því af hinu góða í raun ef rétt er að staði. Verðbólga var ekki mikið þekkt hér á landi fyrr en eftir 1970. Hagvöxtur var mikill áratuginn 1970 til 1980 eða um 5% og kaupmáttur ráðstöfunartekna 5,7% á ári. Upp úr 1980 varð verðbólga hér að verulegu efnahagsmáli sem olli bæði miklum hagnaði og tapi fjölmarga sem áttu í viðskiptum. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars 1983 það ár en vísitalan hækkaði um 10,3 % milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar yfir 220% verðbólgu á ári.Launavísitala Fyrirtæki stóðu ekki undir launahækkunum og um vorið 1983 var launavísitalan tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan látin halda sér. Þessar vísitölur voru tengdar fyrir þann tíma sem gerði það að laun hækkuðu ef vísitala framfærslukostnaður hækkaði. Þessi ákvörðun stjórnvalda hefur haft margvíslegar afleiðingar. Eftir þetta er vísitala bara að hluta til sama mælitæki og það var því þar er aðeins mæld verðlagshækkun en ekki kaupmáttur. Að tengja lán við svona vísitölu gerir launamann varnarlausan fyrir verðbólgu en lánveitandann að fullu varinn. Merkilegt má teljast að ekki hafi verið gripið í taumana fyrr og gerðar breytingar á einn eða annan máta til baka. Árið 2008 þá voru inneignir í peningum í bönkum tryggðar en vísitalan var ekki fryst eins og hefði verið í samræmi þá. Önnur álíka aðgerð þar sem ákveðin hópur er tekinn út, varinn en aðrir skildir eftir. Það er öllum ljóst hve mikill skaði það er fyrir launamenn að lán séu vísitölutengd en ekki laun þegar verðbólga fer af stað. Mikið er talað um að taka ekki lán í öðrum gjaldmiðli en laun eru greidd í. Hér er um að ræða sitthvern og ólíkan gjaldmiðil, króna og vísitölubundin króna. Afl þeirra sem vilja rétta vísitölu eða að afnema vísitölutengingu er greinilega mun minna en afl þeirra sem vilja halda óbreyttri vísitölu. Fasteignavísitala hefur ekki verið aftengd neysluvísitölu eins og flest önnur lönd gera. Vísitala er nánast ekki notuð í lánaviðskiptum í öðrum löndum og síst til neytenda. Vist er að vísitala væri ekki notuð nema að það komi lánveitanda, sem ræður för, til góða.Betri gjaldmiðill Verðbólga hefur verið mjög lág hér á landi, í sögulegu samhengi, sé horft til síðustu áratuga. Það er því merkilegt að stjórnvöld noti ekki þetta tækifæri til að gera breytingar á vísitölunni. Þegar verðbólga er lág hafa breytingar minnst vægi. Ef vilji er fyrir því að nota vísitöluna áfram í lánaviðskiptum þá ætti t.d. strax að taka fasteignavísitölu út úr neysluvísitölunni. Vextir eiga að geta verið mjög lágir hér á landi ef verðbólgu vísitala er notuð í lánaviðskiptum. Stærsti áhættuþátturinn er þar tekin út, verðbólgan. Seðlabankinn hefur haldið uppi háu vaxtastigi til að spyrna gegn verðólgu. Segja má að tekist hafi vel til í því sambandi. Lágir vextir kalla í góðæri á þenslu t.d. hækkun fasteignaverðs. Fleira heldur þó uppi háu vaxtastigi hér á landi en það er lögbundin krafa um lágmarksávöxtun lífeyrissjóða. Á meðan svo er geta t.d. bankar sem fjármagna sig með lánum frá lífeyrissjóðum tæplega lækkað vexti. Eitt er að hafa rétta vísitölu og rétt og sanngjörn viðmið en annað og meira mál er að hér sé ekki verðbólga. Vísitala hvernig sem hún er mæld skiptir engu máli ef ekki er nein verðbólga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Kreppan mikla 1930 var leyst með auknum kaupmætti. Fólk var ráðið í vinnu hjá ríkinu til að vinna verk sem ekki voru til áður. Það jók kaupmátt, verksmiðjur fóru að framleiða og gátu ráðið fleiri í vinnu sem jók hagvöxt. Kreppan var leyst en verðbólga „varð til“. Þessi aðferð er sú að auka peningamagn í umferð og hefur verið kennd við John Maynard Keynes hagfræðing. Í kjölfarið á þessari lausn hafa sprottið mörg deiluefni og vandamál. Meginheiti verðbólgu er inflation sem rekja má til þess að eitthvað sé fyllt lofti eða blásið út. Vísitala er því að sama skapi innantóm og gerir í raun ekkert annað en að vera mælitæki á raunverulegt efnahagsástand ef allar breytur eru teknar inn í vísitölu. Vísitölutenging er því af hinu góða í raun ef rétt er að staði. Verðbólga var ekki mikið þekkt hér á landi fyrr en eftir 1970. Hagvöxtur var mikill áratuginn 1970 til 1980 eða um 5% og kaupmáttur ráðstöfunartekna 5,7% á ári. Upp úr 1980 varð verðbólga hér að verulegu efnahagsmáli sem olli bæði miklum hagnaði og tapi fjölmarga sem áttu í viðskiptum. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars 1983 það ár en vísitalan hækkaði um 10,3 % milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar yfir 220% verðbólgu á ári.Launavísitala Fyrirtæki stóðu ekki undir launahækkunum og um vorið 1983 var launavísitalan tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan látin halda sér. Þessar vísitölur voru tengdar fyrir þann tíma sem gerði það að laun hækkuðu ef vísitala framfærslukostnaður hækkaði. Þessi ákvörðun stjórnvalda hefur haft margvíslegar afleiðingar. Eftir þetta er vísitala bara að hluta til sama mælitæki og það var því þar er aðeins mæld verðlagshækkun en ekki kaupmáttur. Að tengja lán við svona vísitölu gerir launamann varnarlausan fyrir verðbólgu en lánveitandann að fullu varinn. Merkilegt má teljast að ekki hafi verið gripið í taumana fyrr og gerðar breytingar á einn eða annan máta til baka. Árið 2008 þá voru inneignir í peningum í bönkum tryggðar en vísitalan var ekki fryst eins og hefði verið í samræmi þá. Önnur álíka aðgerð þar sem ákveðin hópur er tekinn út, varinn en aðrir skildir eftir. Það er öllum ljóst hve mikill skaði það er fyrir launamenn að lán séu vísitölutengd en ekki laun þegar verðbólga fer af stað. Mikið er talað um að taka ekki lán í öðrum gjaldmiðli en laun eru greidd í. Hér er um að ræða sitthvern og ólíkan gjaldmiðil, króna og vísitölubundin króna. Afl þeirra sem vilja rétta vísitölu eða að afnema vísitölutengingu er greinilega mun minna en afl þeirra sem vilja halda óbreyttri vísitölu. Fasteignavísitala hefur ekki verið aftengd neysluvísitölu eins og flest önnur lönd gera. Vísitala er nánast ekki notuð í lánaviðskiptum í öðrum löndum og síst til neytenda. Vist er að vísitala væri ekki notuð nema að það komi lánveitanda, sem ræður för, til góða.Betri gjaldmiðill Verðbólga hefur verið mjög lág hér á landi, í sögulegu samhengi, sé horft til síðustu áratuga. Það er því merkilegt að stjórnvöld noti ekki þetta tækifæri til að gera breytingar á vísitölunni. Þegar verðbólga er lág hafa breytingar minnst vægi. Ef vilji er fyrir því að nota vísitöluna áfram í lánaviðskiptum þá ætti t.d. strax að taka fasteignavísitölu út úr neysluvísitölunni. Vextir eiga að geta verið mjög lágir hér á landi ef verðbólgu vísitala er notuð í lánaviðskiptum. Stærsti áhættuþátturinn er þar tekin út, verðbólgan. Seðlabankinn hefur haldið uppi háu vaxtastigi til að spyrna gegn verðólgu. Segja má að tekist hafi vel til í því sambandi. Lágir vextir kalla í góðæri á þenslu t.d. hækkun fasteignaverðs. Fleira heldur þó uppi háu vaxtastigi hér á landi en það er lögbundin krafa um lágmarksávöxtun lífeyrissjóða. Á meðan svo er geta t.d. bankar sem fjármagna sig með lánum frá lífeyrissjóðum tæplega lækkað vexti. Eitt er að hafa rétta vísitölu og rétt og sanngjörn viðmið en annað og meira mál er að hér sé ekki verðbólga. Vísitala hvernig sem hún er mæld skiptir engu máli ef ekki er nein verðbólga.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun