Sirkus upprisinn í Þórshöfn í Færeyjum við góðan orðstír Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2017 20:15 Árnið 2007 lokaði einn frægasti barinn í Reykjavík, Sirkus. En hann fór svo sem ekki langt, hann fór hingað til Færeyja.Jóel, þú drapst niður fæti hér fyrir níu árum? „Níu árum í desember 2009. opnuðum við hérna. Það var mjög spennandi verkefni. Ég og Sunneve vorum búin að vera vinir lengi á Íslandi þar sem hún vann á Sirkus og ég líka, segir Jóel Briem sem rekur Sirkus í Færeyjum með Sunnevu Háberg Eysturstein.Sunneva Háberg Eysturstein og Jóel Briem.Sirkus í eigu Sigríðar Guðlaugsdóttur lífskúnstners og veitingakonu þjónaði mjög tryggum og fjölbreyttum viðskiptahóp í Reykjavík allt frá vinsælu tónlistarfólk, skáldum og ýmsum hópum innan og utan jaðarsins. Sunnevu hafði lengi til að færa sirkusandann á heimaslóðir í Þórshöfn í Færeyjum og hlutirnir fóru að hreyfast þegar Jóel kom við hjá vinkonu sinni á leið frá Noregi til Íslands. „Ég lenti hér með Norrænu frá Noregi og við bara kýldum á þetta og hér erum við stödd níu árum seinna,“ segir Jóel glaður í bragði. Hann var kornungur þegar hann fór að aðstoða móður sína í flestu því sem hún tók sér fyrir hendur. Jóel er alltaf með mörg járn í eldinum og er því bara með annan fótinn í Færeyjum og þess vegna er daglegur rekstur á sameiginlegu fyrirtæki hans og Sunnevu meira og minna í hennar höndum. „Sirkus hérna er búinn að gera það sama og Sirkus í Reykjavík gerði. Það er búið að safna fólki sem átti ekki heima neins staðar,“ segir Sunneva.Og þá orðið til ný næturlífsmenning í kring um þennan stað hér? „Já algerlega.“ Þannig úir og grúir af fólki á öllum aldri og áttum, en á það sameiginlegt að hafa ekki átt sér afdrep. „Fólk sem á erfitt með að tjá sig í þjóðfélaginu kemur hingað, talar saman. Fólk sem sumt býr inn í skápnum,“ segir Sunneva. En Sirkus hefur einmitt verið einn af aðalbakhjörlum Færeyja Pride og sæmdu þau Sirkus brautryðjendaverðslaunum á Hinsegin dögum í Þórshöfn á fimmtudag. Jóel er elskur að Færeyingum og segir þá mun yfirvegaðri en Íslendingar en þjóðirnar hafi líka gaman hver að annarri.Færeyingarnir kalla okkur stundum Já-ara en þú ert farinn að kalla þá hvað Jóel? „Það er kannski. Það heyrist stundum kannski. Kannski á morgun, kannski í næstu viku. En það er líka gott. Við þurfum líka að slaka á Íslendingarnir.“Það þarf ekki allt að gerast strax? Nei, ekki í gær, kannski á morgun,“ segir Jóel. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Árnið 2007 lokaði einn frægasti barinn í Reykjavík, Sirkus. En hann fór svo sem ekki langt, hann fór hingað til Færeyja.Jóel, þú drapst niður fæti hér fyrir níu árum? „Níu árum í desember 2009. opnuðum við hérna. Það var mjög spennandi verkefni. Ég og Sunneve vorum búin að vera vinir lengi á Íslandi þar sem hún vann á Sirkus og ég líka, segir Jóel Briem sem rekur Sirkus í Færeyjum með Sunnevu Háberg Eysturstein.Sunneva Háberg Eysturstein og Jóel Briem.Sirkus í eigu Sigríðar Guðlaugsdóttur lífskúnstners og veitingakonu þjónaði mjög tryggum og fjölbreyttum viðskiptahóp í Reykjavík allt frá vinsælu tónlistarfólk, skáldum og ýmsum hópum innan og utan jaðarsins. Sunnevu hafði lengi til að færa sirkusandann á heimaslóðir í Þórshöfn í Færeyjum og hlutirnir fóru að hreyfast þegar Jóel kom við hjá vinkonu sinni á leið frá Noregi til Íslands. „Ég lenti hér með Norrænu frá Noregi og við bara kýldum á þetta og hér erum við stödd níu árum seinna,“ segir Jóel glaður í bragði. Hann var kornungur þegar hann fór að aðstoða móður sína í flestu því sem hún tók sér fyrir hendur. Jóel er alltaf með mörg járn í eldinum og er því bara með annan fótinn í Færeyjum og þess vegna er daglegur rekstur á sameiginlegu fyrirtæki hans og Sunnevu meira og minna í hennar höndum. „Sirkus hérna er búinn að gera það sama og Sirkus í Reykjavík gerði. Það er búið að safna fólki sem átti ekki heima neins staðar,“ segir Sunneva.Og þá orðið til ný næturlífsmenning í kring um þennan stað hér? „Já algerlega.“ Þannig úir og grúir af fólki á öllum aldri og áttum, en á það sameiginlegt að hafa ekki átt sér afdrep. „Fólk sem á erfitt með að tjá sig í þjóðfélaginu kemur hingað, talar saman. Fólk sem sumt býr inn í skápnum,“ segir Sunneva. En Sirkus hefur einmitt verið einn af aðalbakhjörlum Færeyja Pride og sæmdu þau Sirkus brautryðjendaverðslaunum á Hinsegin dögum í Þórshöfn á fimmtudag. Jóel er elskur að Færeyingum og segir þá mun yfirvegaðri en Íslendingar en þjóðirnar hafi líka gaman hver að annarri.Færeyingarnir kalla okkur stundum Já-ara en þú ert farinn að kalla þá hvað Jóel? „Það er kannski. Það heyrist stundum kannski. Kannski á morgun, kannski í næstu viku. En það er líka gott. Við þurfum líka að slaka á Íslendingarnir.“Það þarf ekki allt að gerast strax? Nei, ekki í gær, kannski á morgun,“ segir Jóel.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira